Fréttablaðið - 03.12.2019, Side 5

Fréttablaðið - 03.12.2019, Side 5
Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Karl menn fjöl menna á Frozen II í Álfa bakka. Það fer brátt að seljast upp á sýningu Frozen II í Álfa bakka á morgun, en klukkan 18.40 ætla karl menn að fylla sal A og fylgjast með ævin týrum systranna Elsu og Önnu. 2 Jóhanna: „Ég hef aldr ei hitt Andrew pr ins. “ Einkaritari Andrews Bretaprins minntist á samtal við forsætisráðherra Íslands til að komast yfir Icesave skjöl frá fjármálaráðuneyti Bret- lands fyrir hönd hertogans. 3 Play seint í svifum. Fjár-mögnun hefur gengið hægar en vonast var til. Upplýsingafull- trúi Play segir að til standi að hefja miðasölu fyrir áramót. 4 Kennarar Val húsa skóla treysta sér ekki til að taka á móti nem endum. Nemendur Grunn skóla Sel tjarnar ness voru sendir heim í dag sökum nei- kvæðrar um fjöllunar um skólann síðustu daga. 5 Lifði af á kexi og óhreinu vatni í tólf daga. Áströlsk kona fannst í gær eftir að hafa verið týnd í tólf daga í áströlsku óbyggðunum. Tveir ferðafélagar hennar eru enn ófundnir. AU S TU R L AN D Bæjar y f ir völd á Seyðisfirði skoða nú möguleika á því að hindra mögulegar aurskrið- ur á efstu húsin í sunnanverðum bænum. Til athugunar er aðferð sem hópur íslenskra sérfræðinga kynnti sér erlendis í október. Úlfar Trausti Þórðarson, skipu- lags- og byggingarfulltrúi Seyðis- fjarðar, fór ásamt fulltrúum Veður- stofunnar, Ofanflóðasjóðs og Eflu verkfræðistofu til Sviss og Austur- ríkis  til að kynna sér ofanf lóða- varnir þar, bæði vegna snjóflóða og aurf lóða. Úlfar segir að við hrað- braut hjá Vierwaldstättersee utan við Bern hafi þeir skoðað hvernig hægt sé á skriði jarðvegsmassa við aðstæður sem Úlfar kveður hægt að heimfæra upp á Seyðisfjörð. Er þar um að ræða svokallaða Botnabrún sunnan við bæinn og skammt ofan við byggðina. Úlfar segir Seyðfirðinga hingað til ekki hafa haft miklar áhyggjur af aurskriðum en nú segi sérfræðingar að ástæða sé til að huga að vörnum. „Það kom hingað fulltrúi frá Veðurstofunni í haust og var með íbúafund þar sem sagt var að þetta væri hættulegt. Og þá er íbúum hérna náttúrlega ekki sama og þeir vilja að það sé eitthvað gert í þessu,“ segir Úlfar. Seyðfirðingar vilja bora göng sem tæma vatn úr Botnabrún Manngeng göng taka við vatni úr öðrum göngum sem liggja upp í gegn um bergið ofan við Vierwald- stättersee í Sviss. Nokkur hús næst Botnabrún færðust inn fyrir hættulínu í nýju hættumati sem gert var á þessu ári. Skipulagsfulltrúi Seyðis- fjarðar segir að nota megi svissneska aðferð til að verjast aurflóði ofan við bæinn. Bora þurfi göng inn í svokall- aða Botnabrún og ræsa út vatn sem ella safnist fyrir í stórrigningum og geti orsakað flóð. Aðferðin sem Úlfar sá við Vier- waldstättersee og hann kynnti fyrir bæjarráði í síðustu viku byggir á að boruð verða manngeng göng inn í og upp í gegn um klettabeltið sem jarðvegurinn í Botnabrún hvílir á. Um þess göng getur síðan vatn runnið úr jarðefninu ofan á klett- inum og þar með minnkað hættuna á aurskriðum í miklu vatnsveðri. „Þetta er eins konar drenun á massa til að hægja á honum eins hægt er. Það hafa komið miklar rigningar undanfarin ár og þá hafa komið litlar spýjur eða aurskriður í ám og lækjum,“ lýsir Úlfar. „Þetta er beint fyrir ofan við byggðina og það þarf að gera eitthvað til að hægja á þessu þegar hætta er á ferðum.“ Aðspurður segir Úlfar ekki ljóst hver kostnaðurinn við slíka fram- kvæmd væri. Hann gæti numið 800 til 1.500 milljónum króna. Ofan- f lóðasjóður segi  reyndar að þeir peningar séu ekki til. Í framhaldi af kynningu Úlfars ákvað bæjarráð að boða til íbúa- fundar nú í desember með fulltrú- um Veðurstofunnar og Ofanflóða- sjóðs. gar@frettabladid.is Þetta er beint fyrir ofan við byggðina og það þarf að gera eitthvað til að hægja á þessu þegar hætta er á ferðum. Úlfar Trausti Þórðarson, skipulags- og byggingarfulltrúi Seyðisfjarðar PREN TU N .IS mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is PREN TU N .IS LAUFABRAUÐ eftir norðlenskri uppskrift ................................................ Hægtað pantasteikt ogósteikt STJÓRNSÝSLA Stjórn RÚV hefur framlengt um sóknar frest um starf út varps stjóra um sjö daga. Starfið var aug lýst þann 15. nóvember síðast liðinn og var upp haf legur um- sóknar frestur til 2. desember, en nú til mánudagsins 9. desember. Umræða hef ur skapast um umsóknirnar eftir að Kári Jónasson, formaður stjórnar RÚV, sagði að listi yfir umsækjendur yrði ekki birtur opinberlega. Sagði Kári að RÚV væri undanskil- ið þar sem það væri opinbert hluta- félag. Stjórnarráðið heldur úti lista yfir lögaðila sem eru að meirihluta í eigu ríkisins sem eru undanþegnir upplýsingalögum. Ríkisútvarpið ohf. er ekki þar á meðal. Sagði Kári að ákvörðunin væri byggð á ráðlegg- ingum Capacent, jafnframt að frest- unin tengist ekki nafnbirtingunni.  Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sendi stjórninni bréf 28. nóvember þar sem hún óskaði eftir skýringum á því hvers vegna listinn væri ekki birtur. Í gærmorgun mátti finna klausu á vef RÚV þar sem var sérstaklega tekið fram að RÚV væri skylt á grundvelli upplýsingalaga að birta nöfn þeirra umsækjenda sem sækja um auglýst störf. Sú klausa var fjar- lægð af vefnum eftir hádegi. Ekki höfðu borist svör frá RÚV þegar blaðið fór í prentun. - ab Klausa fjarlægð af vef Ríkisútvarpsins Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. SAMFÉLAG Sölumet var sett í sölu Sannra gjafa hjá UNICEF á Íslandi á svörtum föstudegi. Í stað þess að veita afslátt eins og venjan er á þessum degi var verðið á Sönnum gjöfum hækkað. Engu að síður jókst salan um 70 prósent milli ára. Í tilkynningu frá UNICEF er haft eftir verkefnastjórum fjáröflunar að þetta beri merki um breytta tíma með aukinni umhverfisvitund og áherslum gegn sóun. Með Sönnum gjöfum er hægt að kaupa lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir bágstödd börn sem UNICEF dreifir þangað sem þörfin er mest. . -sar Sölumet hjá UNICEF STJÓRNSÝSLA Nokkrir samverkandi þættir urðu til þess að Ísland lenti á gráum lista al þjóða stofnunarinnar Financial Action Task Force, FATF. Fram kemur í skýrslu dómsmála- ráðherra og fjármála- og efna- hagsráðherra um að draganda og á stæður veru Íslands á listanum, en hann kom út í gær, að úr vinnsla Ís lands á úti standandi at riðum í þriðju út tekt stofnunarinnar árin 2006 til 2016 hafi farið al var lega út af sporinu í kjöl far hrunsins. Á þeim árum hafi ís lenskt fjár- mála kerfi verið í tölu verðri ein- angrun vegna gjald eyris hafta og aðrar á skoranir hafi kallað á at- hygli stjórn valda. Þegar Ís land komst loks út úr eftir fylgni þriðju út tektarinnar þá hafi þolin mæði FATF verið á þrotum. Ekki hafi verið sett aukið fjár- magn í mála f lokkinn fyrr en haustið 2017, þegar fjórða úttektin var þegar hafin. Þá hafi hún ekki verið nægjan lega vel undir búin og stjórn kerfið ekki tilbúið til að taka á málum eins og nauðsyn legt var. Slæm út koma Ís lands úr fjórðu út tektinni, svo og orð spor landsins eftir þriðju út tektina, hafi því vegið þyngra en að gerðir sem ráðist var í til að vinna bug á þeim á göllum sem út tektin leiddi í ljós á vörnum Ís lands gegn peninga þvætti og fjár- mögnun hryðju verka. – oæg Stjórnkerfið var ekki í stakk búið til að bregðast við Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.