Fréttablaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 21
6 BÍLAR 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R Á hverju ári flykkjast bílaáhuga- menn og konur í tugþúsundatali á eina elstu bílasýningu heimsins sem haldin er í Los Angeles ár hvert. Bílasýningin í Los Angeles er ein sú mikilvægasta vestanhafs ásamt bílasýningunum í Detroit og New York. Hún er líka sú elsta enda hafa bílar verið sýndir þar síðan 1907 ef frá eru skilin nokkur ár á meðan heimsstyrjöldin síðari geisaði. Þótt amerískir framleiðendur séu þar áberandi eru frumsýningar þar á bílum sem fara eiga á Evrópu- markað sífellt algengari. Þar sem sýningin er haldin seint á árinu hentar hún vel til að sýna fram- leiðslugerðir næsta árs. Við höfum fjallað um sýninguna síðastliðnar tvær vikur, og sagt frá bílum eins og Ford Mustang Mach E, Toyota RAV4 PHEV, VW Space Vizzion og Karma SC2 á bílasíðum okkar. Hér á þessari myndaopnu má sjá annað það helsta sem fyrir augun bar á sýningunni sem er nýlokið. Bílasýningin í Los Angeles í máli og myndum Sýningarbás Subaru vakti mikla athygli sýningargesta en hér er nýjum Out- lander stillt upp eins og hann sé staddur í miðjum þjóðgarði á sýningunni. Lexus LF-30 er rafdrifinn tilraunabíll frá Lexus sem vakti mikla athygli fyrir hvassar og ýktar línur sínar. Chevrolet Corvette vekur alltaf athygli og 2020 útgáfan er engin undan- tekning á þeirri reglu. Þótt Audi e-tron GT hafi bara verið sýndur sem tilrauna- bíll er þess stutt að bíða að hann fari í framleiðslu. Rivian rafbíllinn mun keppa við Tesla Cybertruck og kemur á markað á næsta ári. Þar mun honum mæta samkeppni frá sjö öðrum pallbílum. BMW iNext tilraunabíllinn er rafdrifinn jepplingur frá framleiðandanum í Bæjaralandi. NORDICPHOTO/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.