Fréttablaðið - 03.12.2019, Page 23
KOSTIR OG GALLAR
Renault
Zoe Intense
Rafhlaða: 52 kWh
Drægni: 383 km
Hestöfl: 136
Tog: 245 Nm
0-100 km: 7,1 sek.
Hámarkshraði: 140 km
Farangursrými: 338 lítrar
Verð: 4.390.000 kr
n Drægni
n Innrétting
n Pláss afturí
n Hleðslubúnaður
n Aukabúnaður
Með 134 hestafla
rafmótornum er
Renault Zoe ansi spræk-
ur fyrir bíl í þessum
flokki enda aðeins 7,1
sekúndu í hundraðið.
Renault fyrirtækið á heiðurinn
að mest selda rafmagnsbílnum á
Evrópumarkaði, Renault Zoe, sem
hér verður tekinn til kostanna.
Renault Zoe er lítill bíll með nafn
eins og kjölturakki en hann hefur
nú verið í framleiðslu í sex ár við
talsverðar vinsældir. Við síðustu
áramót höfðu 133.000 eintök
selst af þessum bíl á heimsvísu og
2015-16 var hann mest seldi raf-
magnsbíllinn á Evrópumarkaði.
Zoe rafmagnsbíllinn hefur nú
fengið andlitslyftingu, en það
sem er meira um vert er að hann
hefur fengið nýja og langdrægari
rafhlöðu. Auk þess verður hann
líka með nýjum 134 hestafla raf-
mótor og hægt verður að fá hann
með hraðhleðslu, sem að vísu er
aukabúnaður sem kostar 140.000
kr. Fréttablaðið var með bílinn til
reynslu á dögunum og þá aðallega
í Intens útgáfunni þótt bíllinn hafi
einnig verið prófaður með minni
rafmótornum.
Innréttingin er alveg ný í Zoe
og hún er mun betri en í fyrri bíl.
Hann er með fleiri efnum í stað
plasts og sumt af því er endurunn-
ið. Til dæmis er efnið í mælaborði
og hurðarspjöldum úr endur-
unnum gólfteppum og öryggis-
beltum. Við prófuðum bílinn í
Intense útfærslunni og þannig
kemur hann með 9,3 tommu skjá
sem hafður er upp á rönd svo hann
passi við miðjustokkinn. Skjárinn
er með Apple Carplay og Android
Auto auk Íslandskorts. Bíllinn er
nokkuð rúmgóður frammí með
rúmgóðum sætum, en það sama á
ekki við í aftursætum. Fótarými
er af skornum skammti og maður
rekur hnén í framsætið. Eins er
höfuðrými ekki gott og segja má
að bara sé pláss fyrir tvo fullorðna.
Kosturinn er þó að maður situr
örlítið hærra en venjulega en í bíl
af þessum stærðarflokki. Farang-
ursrýmið er nokkuð rúmgott fyrir
bíl í þessum flokki en það vantar
varadekk.
Með 134 hestafla rafmótornum
er Renault Zoe ansi sprækur fyrir
bíl í þessum flokki enda aðeins 7,1
sekúndu í hundraðið. Við gripum
aðeins í 108 hestafla bílinn til
samanburðar og þótt ekki muni
miklu á upptakinu í byrjun finnst
það betur þegar komið er á meiri
hraða og í millihröðun. Einnig
virkar hann þægilegri í akstri á
Kjölturakki sem kemst langt
Með andlitslyftingunni kemur bíllinn með nýjum díóðuljósum allan hringinn. MYNDIR TRYGGVI ÞORMÓÐSSON
Innréttingin í Intense útgáfunni er með tveimur stórum skjáum.
Rými fyrir fætur er lítið og það fer bara sæmilega um tvo fullorðna.
Með nýja 134 hestafla rafmót-
ornum er bíllinn sprækur af stað
en líka léttur í þjóðvegaakstri.
þjóðvegi. Það er dálítið veghljóð
í bílnum þegar komið er á meiri
hraða en á móti kemur að hann
er hljóðlátur í bæjarakstri. Eini
ljóðurinn á hljóði er söngur í raf-
mótornum sem heyrist í kringum
25 km á klst, en að sögn Renault
manna var það gert vísvitandi
svo að bíllinn myndi ekki læðast
upp að þér. Hægt er að slökkva á
þessu hljóði af ökumanni. Þar sem
gluggar eru frekar háir er útsýni
gott nema kannski gegnum aftur-
rúðuna sem er í minna lagi, auk
þess sem þrír stórir höfuðpúðar
skyggja á útsýnið. Þegar tekið er
á bílnum finnst að hann er aðeins
svag á vegi og á það til að losa sig
aðeins að aftan sem er óvenjulegt
fyrir raf bíl.
Það sem skiptir mestu máli í
dag í raf bíl er auðvitað drægnin
og þar stendur Renault Zoe sig vel
á blaði. Hann er gefinn upp með
383 km drægni með 134 hestafla
mótornum og drægnin eykst í 395
km með þeim 108 hestafla sam-
kvæmt WLTP-staðlinum. Líkt og í
öðrum raf bílum minnkar drægnin
þegar kalt er í veðri og okkur gafst
ágætis tækifæri til að reyna það í
stuttri skotferð í sumarbústaðinn
í eins stigs frosti. Í upphafi ferðar
var áætluð drægni hans 215 km
en hafði fallið niður í 68 km þegar
komið var heim, nákvæmlega
100 km síðar. Drægnin hafði því
farið niður um 147 km á 100 km
en bíllinn var í þjóðvegakeyrslu
mestallan tímann. Það var svo
pínu kjánalegt að uppgötva að
enginn hleðslukapall var í bílnum
fyrir heimahleðslu en það er
aukahlutur sem kostar 85.000
kr. Aðeins var snúra fyrir hrað-
hleðslustöð í bílnum en þar var
hægt að hlaða hann í 80% hleðslu
á rúmum klukkutíma með 50kW
hleðslustöð.
Það er erfitt að bera Renault
Zoe við aðra bíla. Hann er minni
en VW e-Golf en stærri en e-Up.
Hann er líkari BMW i3 í tölum og
er viðlíka búinn í dýrari útfærslum
sínum. Segja má þó að helsta sam-
keppnin við Zoe sé handan við
hornið. Mini Electric er væntan-
legur í sölu í febrúar og Honda E
kemur seinna á árinu en verður
líklega með minni drægni. Þó að
við vitum ekki verðið á þeim enn
þá má búast við að þeir verði vel
samkeppnishæfir. Þeir sem eru að
skoða þennan bíl í dag eru eflaust
líka að skoða stærri Nissan Leaf
sem er 600.000 kr. dýrari. VW
e-Up er aðeins minni en Zoe og
milljón ódýrari en drægni hans
er aðeins 260 km. Drægni VW
e-Golf er aðeins minni en e-Up eða
231 km samkvæmt WLTP staðli
en ódýrasta útgáfa hans kostar
4.150.000 kr. Það fer því vel saman
í Renault Zoe, gott verð og drægni
enn sem komið er allavega.
KOSTIR GALLAR
Reykjavík
Krókháls 9
Sími: 590 2020
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
Sími: 420 3330
Bílaríki, Akureyri
Glerárgötu 36
Sími: 461 3636benni.is
Það er fátt sem jafnast á við að ferðast um á bíl sem er
tilbúinn að takast á við vetur konung. Bílabúð Benna gefur
þér kost á að njóta vetrarins til fulls í fjórhjóladrifnum Tivoli
sportjeppa. Hann fæst nú á ævintýrlega góðum kjörum.
+ Ríkulegur staðalbúnaður
+ Góð yfirsýn yfir umhverfið
+ Frábærir aksturseiginleikar
+ Fjórhjóladrif með læsingu
+ Gott aðgengi
+ 1,5 tonna dráttargeta
Tilboðsverð frá: 2.990.000 kr.
Verð áður: 3.490.000
B
irt m
eð fyrirvara um
verð- og m
yndabrengl.
A
fsláttur
50
0
.0
0
0
kr.
Fimm ára
ábyrgð
8 BÍLAR 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R