Fréttablaðið - 03.12.2019, Side 11

Fréttablaðið - 03.12.2019, Side 11
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Næstu dagar í Madríd verða prófsteinn á það hvort nægur pólitískur vilji og geta sé fyrir hendi Rekstrar- kostnaður á íbúa er talsvert hærri en í ná- granna- sveitarfélög- unum. Það er óásættanlegt. Erum með mikið úrval af allskonar bílaverkfærum á frábæru verði! ViAir 12V loftdælur í miklu úvali. Hleðslutæki 12V 6A 6T Búkkar 605mm Par Jeppatjakkur 2.25t 52cm. Omega Viðgerðarkollur 4.995 9.999 17.995 7.495 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn Samkvæmt fjárhagsáætlun borgarstjórnarmeiri-hlutans verða skuldir 64 milljörðum hærri í lok kjörtímabilsins en boðað var fyrir kosningar. Til að setja þetta „frávik“ í samhengi er rétt að rifja upp að kostnaður við Hörpu var 21 milljarður. Viðreisn ber mikla ábyrgð á núverandi meirihluta, enda féll gamli meirihlutinn í kosningunum í fyrra. Kjósendur Viðreisnar bundu vonir við að álögur myndu minnka. Þær hafa hækkað. Stuðningsfólk Viðreisnar átti von á skilvirkara og einfaldara stjórnkerfi. Það brást. Grasrót Viðreisnar átti ekki von á aukinni skuld- setningu, enda segir í meirihlutasáttmála VG, Samfylk- ingar, Pírata og Viðreisnar að greiða skuli niður skuldir. Reyndin er 64 milljörðum meiri skuldsetning árið 2022 en kosningaáætlunin gerði ráð fyrir. Kostnaður við nýjan Landspítala bliknar í samanburði við „frávikið“. Byggingar við Hringbraut sem nú er unnið að eiga að kosta 55 milljarða samkvæmt nýlegu svari heilbrigðis- ráðherra. Og það sem vantar En það er ekki síður fróðlegt að skoða hvað vantar í fjár- hagsáætlun borgarinnar. Enga hagræðingu er að finna, en launakostnaður eykst um 7% samkvæmt áætlun milli ára. Þessi kostnaðaraukning verður seint talin hagræðing. Rekstrarkostnaður á íbúa er talsvert hærri en í nágrannasveitarfélögunum. Það er óásættanlegt. Engin lækkun er boðuð á gjaldskrám eða sköttum fyrir næsta ár. Áfram er gert ráð fyrir umdeildum innviða- gjöldum. Það vantar nýja og einfaldari nálgun í rekstri borgarinnar. Nota tæknina og fækka starfshópum. Við leggjum til fjölda af breytingartillögum við fjárhagsáætlun borgarinnar en í dag er síðari umræða hennar. Borgin getur gert betur í að hagræða. Lækka gjöld og skatta. Fara úr því að vera í samkeppnis- rekstri. Einbeita sér að því að þjónusta fólkið í borginni. Reykjavíkurborg hefur í raun bara eitt hlutverk: Að þjóna fólkinu. Okkar hlutverk er að veita þessum borgarstjórnarmeirihluta aðhald. Það gerum við með gagnrýni. En ekki síður með því að benda á leiðir til að gera betur. Hætta bruðli og minnka báknið. Þrjár nýjar Hörpur Eyþór Arnalds oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík Íslendingurinn í Davos Andrés Bretaprins á að hafa hitt íslenskan ráðamann í Davos í Sviss árið 2010. Í kjölfarið ósk- aði Andrés eftir upplýsingum frá bresku ríkisstjórninni um Icesave því hann hafi talað við íslenska forsætisráðherrann. Upplýsingarnar rötuðu svo til vinar Andrésar sem átti hags- muni að gæta. Jóhanna Sig- urðardóttir, þáverandi forsætis- ráðherra, var ekki í Davos. Þar var hins vegar Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, og nokkrir úr viðskiptalífinu. Það skyldi aldrei vera að Ólafur Ragnar hafi gengið upp að Drésa og farið að spjalla um Icesave. Heimatilbúið slugs Skýrsla fjármála- og efnahags- ráðuneytisins um hvers vegna Íslandi var plantað á gráa listann fræga var opinberuð í gær. Eins og frægt er orðið þá er Ísland nú á þeim óöfunds- verða stað við hliðina á Jemen, Sýrlandi, Panama, Mongólíu og Simbabve. Bundnar eru vonir við að Ísland fari að fordæmi Eþíópíu, bæti varnir gegn peningaþvætti og fái þannig að fara af listanum. Sú saga fór af stað að óvinveittur útlendingur, þó ekki Halim Al, hafi troðið Íslandi á listann. Sú saga er orðin að engu því það er afdrátt- arlaus niðurstaða skýrslunnar að gamaldags heimatilbúið slugs hafi gert okkur að Simbabve norðursins. arib@frettabladid.is 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN Við höfum verkfærin, við þekkjum vísindin, við höfum úrræðin. Sýnum að við höfum líka pólitíska viljann sem fólkið krefst af okkur. Allt annað væru svik við mannkyn og komandi kynslóðir.“ Svona hljómuðu lokaorð Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, við setningu loftslagsráðstefnunnar í Madríd í gær. Fulltrúar tæplega tvö hundruð ríkja munu næstu tvær vikurnar reyna að ná saman um frekari aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Næstu tólf mánuðir munu skipta sköpum því ríki heims munu þurfa að uppfæra markmið sín um skuldbindandi aðgerðir á ráðstefnu næsta árs sem haldin verður í Glasgow. Í nýrri skýrslu samtakanna The Universal Ecological Fund sem ber heitið „Sann- leikurinn á bak við loftslagsloforðin“ er farið yfir stöðuna. Þar kemur fram að einungis 36 af 184 áætl- unum ríkja um skuldbindandi aðgerðir til að draga úr losun í samræmi við Parísarsamkomulagið teljast fullnægjandi. Fyrir utan ríki Evrópusambandsins teljast aðeins Ísland, Liechtenstein, Mónakó, Nor- egur, Sviss og Úkraína hafa skuldbundið sig með fullnægjandi hætti. Evrópusambandið ber hins vegar aðeins ábyrgð á um níu prósentum losunar gróðurhúsaloft- tegundar í heiminum. Kína ber ábyrgð á tæplega 27 prósentum losunar, Bandaríkin á rúmlega þrettán prósentum og Indland á um sjö prósentum. Þessi þrjú ríki þurfa að herða á sínum aðgerðum til að þau nái markmiðum Parísarsamkomulagsins. Þá hafa Rússar sem bera ábyrgð á um 4,6 prósentum losunarinnar ekki lagt fram neina áætlun til að draga úr losun. Donald Trump Bandaríkjaforseti verður sjálfur ekki meðal þátttakenda í Madríd en Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins, fer fyrir þingnefnd sem fer á ráðstefnuna. Ferlið við úrsögn Banda- ríkjanna úr Parísarsamkomulaginu hófst í síðasta mánuði en hún gæti tekið gildi 4. nóvember á næsta ári. Daginn áður fara fram forsetakosningar í landinu og helsta vonin um að Bandaríkin breyti um stefnu í loftslagsmálum liggur í því að nýr forseti verði kjörinn. Það er ljóst að ríki heims þurfa að leggja enn meira af mörkum til þess að koma megi í veg fyrir að verstu sviðsmyndir hamfarahlýnunar raungerist. Heimurinn þarf nú á sterkum leiðtogum að halda sem þora að taka nauðsynlegar ákvarðanir. Næstu dagar í Madríd verða prófsteinn á það hvort nægur pólitískur vilji og geta sé fyrir hendi. Guterres sagði að þær ákvarðanir sem teknar verða muni móta þá leið sem við förum til framtíðar. Annað hvort verður það leið vonar eða leið uppgjafar. Von eða uppgjöf?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.