Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2019, Qupperneq 7

Fréttablaðið - 03.12.2019, Qupperneq 7
Við þorðum varla að þvo á okkur hendurnar á almenningssal- ernum eða drekka úr sama glasi og annað fólk – Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistar- maður HEILBRIGÐISMÁL Páll Óskar byrjaði að taka PrEP í júní 2018 en þá hóf Landspítalinn tilraunaverkefni um notkun þess og lyfjagreiðslu- nefnd samþykkti niðurgreiðslu. Páll Óskar hafði heyrt um lyfið og prufukeyrslu þess í Bandaríkjun- um, um sex árum áður en þar hafði nýsmitum fækkað verulega. Palli var einn af fyrstu Íslendingunum sem fékk að prófa lyfið. Árið 1987 hóf Páll Óskar að stunda kynlíf með karlmönnum, í eyðnifaraldrinum miðjum. „Við vorum svo hræddir og vissum svo lítið. Við þorðum varla að þvo á okkur hendurnar á almenningssal- ernum eða drekka úr sama glasi og annað fólk. Óttinn heltók okkur,“ segir hann. „Um leið og ég byrjaði á PrEP fann ég þennan gamla ótta leka úr líkama mínum og sál.“ Töluvert mörg ár eru síðan með- ferðarlyf við HIV urðu það góð að þau gátu haldið sjúkdómnum niðri. En smitin sjálf hurfu samt ekki. Páll Óskar segir að þetta hafi haft sín áhrif, sérstaklega innan hommasamfélagsins. „Síðan sjúkdómurinn gerði fyrst vart við sig hefur verið veggur á milli okkar ósmituðu hommanna og hinna smituðu. Þessi veggur orsakaði félagslega einangrun okkar á milli,“ segir hann. „Ég held að hommasamfélagið verði sterk- ara með tilkomu þessa lyfs.“ Um 140 menn eru í virkri notk- un í dag. Þeir koma í skoðanir á þriggja mánaða fresti og finnast þá aðrir kynsjúkdómar séu þeir fyrir hendi. Til að fá að nota lyfið þarf viðkomandi að fylla út krossa- próf, um meðal annars kynhneigð og kynhegðun. Í dag eru aðeins samkynhneigðir menn sem eiga kost á að nota PrEP en Páli Óskari finnst að allir sem séu kynferðis- lega virkir og elska að stunda kynlíf með mörgum bólfélögum ættu að fá tækifæri til að nota lyfið, burtséð frá kyni, kynvitund eða kynhneigð. „Eftir að ég byrjaði á lyfinu og fór í þessar reglulegu skoðanir hef ég verið algerlega öruggur um mitt kynheilbrigði. Ég er prófaður fyrir HIV, sýfilis, klamýdíu, lekanda og f leiri kynsjúkdómum, sem ég annars tékkaði á kannski á 6 mánaða til árs fresti. Ég fæ ekki að taka PrEP eftirlitslaust og eftirlitið skiptir hér gríðarlegu máli,“ segir hann. „Þessu fylgir mikið frelsi. Ég hef engar áhyggjur af sjálfum mér eða að smita bólfélaga minn. Loks núna er ég að fá að lifa áhyggju- lausu lífi, sem ég hef ekki fengið að lifa síðan 1987. Óttinn við HIV orðinn fullkomlega ástæðulaus.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, hefur umsjón með PrEP-meðferð- inni og hafði frumkvæði að því að fá hana samþykkta. Ísland er mjög framarlega í heiminum þegar kemur að innleiðingu PrEP og er eitt af fimm fyrstu Evrópulönd- unum sem það gera. Vísindaleg rannsókn á notkuninni hefur ekki enn farið fram en Már segist hafa tilfinningu fyrir því að reynslan sé góð. „Fræðilega séð væri hægt að uppræta HIV ef allir með þekkt smit og áhættuhegðun væru með- höndlaðir,“ segir Már. „Vandinn er sá að til eru einstaklingar sem falla ekki í þessa hefðbundnu hópa.“ Hið opinbera setur þau skilyrði að aðeins samkynhneigðir menn séu gjaldgengir. En fyrirspurnir hafa borist frá fólki í áhættu- hópum, til dæmis mönnum sem stunda kynlíf með vændiskonum í Suðaustur-Asíu. Már segir einnig erfitt að ná til þeirra sem stunda kynlíf með bæði körlum og konum. „PrEP er lyf sem hefur áhrif á fjölgun HIV-veirunnar. Það gerir ekkert í líkamanum þínum nema að hann verði útsettur fyrir veir- unni,“ segir Már. „Samt sem áður ráðleggjum við samkynhneigðum mönnum að nota áfram smokka, þó að þeir séu á lyfinu, vegna ann- arra kynsjúkdóma.“ Samkvæmt Má eru litlar auka- verkanir sem fylgja lyfinu. Ein- staka menn fá skerðingu á nýrna- starfsemi eða beinþynningu við langvarandi notkun. „Kostirnir eru hins vega ótvíræðir. Sam- kvæmt erlendum rannsóknum forðum við einu nýsmiti ef þrettán manns nota lyfið,“ segir Már. Lyfið kostar nokkra tugi þús- unda króna á mánuði og er að fullu niðurgreitt af Tryggingastofnun, en skoðanirnar eru forsenda fyrir því að stofnunin fellst á að greiða. Fyrir utan heilsufarslega hættu eru meðferðarly f in sjálf mun dýrari. „Það er gríðarlegt hags- munamál fyrir okkur öll að draga úr nýsmiti,“ segir Már. „Þetta er gríðarlegt framfaraskref og líklegt að það geri bólusetningar við HIV, sem er verið að rannsaka, óþarfar.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Óttinn við HIV ástæðulaus Páll Óskar Hjálmtýsson var einn af fyrstu Íslendingunum sem fengu að prófa nýtt forvarnarlyf gegn HIV. Hann segir lyfið hafa gerbreytt lífi sínu og eytt óttanum sem hefur verið viðvarandi í meira en 30 ár. 140 íslenskir menn nota PrEP. NORDICPHOTOS/GETTY Páll Óskar segir PrEP hafa breytt lífi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK LOFTSLAGSMÁL Ráðstefna aðila að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er æðsta ákvörðunarvald ramma- samnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC). Þessi árlega ráðstefna er vettvangur landa til að ræða hvernig ríkin hyggjast berjast gegn loftslagsbreytingum. Ráðstefnan mun standa yfir næstu tvær vikurnar. Fyrri vikan fer í fundi embættismanna en í seinni vikunni munu stjórnmálamenn mæta til leiks. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auð- lindaráðherra, mun halda til Madríd næstkomandi sunnudag. Parísarsamkomulagið fæst við útblástur gróðurhúsalofttegunda frá og með árinu 2020. Það ár mun samkomulagið taka við af svokall- aðri Kýótóbókun. Samkvæmt Par- ísarsamkomulaginu á að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og ná að halda hnatt- rænni hlýnun innan við 2°C miðað við stöðuna fyrir iðnbyltingu. Fyrsta COP ráðstefnan var haldin í Berlín árið 1995. Hingað til hafa verið haldnar 24 slíkar nú síðast í Katowice, í Póllandi, í desember 2018. Þá var aðildarríkjunum falið að komast að samkomulagi um hvernig skyldi útfæra sjöttu grein Parísasáttmálans en það tókst ekki. Tímaritið The Economist segir að skort hafi metnað fyrir verkefninu. Enn vanti talsvert til að takmark þessa náist. Sjötta grein Parísarsamkomu- lagsins fjallar um aðgerðir á markaði og utan markaðar og heimildir til viðskipta milli ríkja með losunar- heimildir eða heimildir til að telja sér til tekna stuðning við loftslags- væn verkefni í öðrum ríkjum. Slík „losunarlán“ yfir landamæri ættu mögulega að geta lagt grunn að alþjóðlegum kolefnismarkaði. Rík áhersla er lögð á að tryggja traust bókhald varðandi slíkar aðgerðir til að forðast að ávinningur af þeim sé tvítalinn. Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði við setningu loftslagsráðstefnunnar í gær að þjóðir heims verða að sýna samstöðu og sveigjanleika í barátt- unni við loftslagsvána. Hann sagði heiminn standa á krossgötum í við- leitninni við að bregðast við hlýnun andrúmsloftsins. Við lok næsta áratugar myndi blasa við önnur af tveimur mögulegum leiðum sem heimsbyggðin stæði frammi fyrir. Annars vegar gæti mannkyn farið leið uppgjafar þar sem lítið yrði að gert. Það stofnaði heilsu og öryggi jarðarbúa í hættu. Hins vegar gæti mannkyn valið leið vonar, sjálf- bærra lausna og kolefnisjöfnunar. Sú leið miðaði að því að halda jarðefna- eldsneyti þar sem það ætti að vera, ofan í jörðinni. Þannig og einungis þannig er hægt að koma í veg fyrir að hitinn hækkaði um meira en eina og hálfa gráðu á þessari öld. Ella yrðu afleiðingarnar hörmulegar. Bandaríkin sögðu sig frá Parísar- samkomulaginu í síðasta mánuði. Hvorki Donald Trump Bandaríkja- forseti né aðrir hásettir ráðgjafar hans munu taka þátt í ráðstefnunni í Madríd. Nancy Pelosi, forseti full- trúadeildar Bandaríkjaþings, mun fara fyrir þingnefnd á ráðstefnuna. Það kemur í hlut Síle að skipu- leggja og hafa forystu fyrir ráðstefn- unni í Madríd. Til stóð að halda ráð- stefnuna í Santiago í Síle, en hætt var við það vegna óeirða og fundurinn fluttur til Madrídar. Formennska er eftir sem áður í höndum Síle. Ráð- stefnan mun standa til 13. desember og áætlað er að hana sæki 25.000 þátttakendur frá 200 þjóðum. david@frettabladid.is Árlegur fundur um samræmdar aðgerðir gegn loftslagsvánni Tuttugasti og fimmti fundur aðildarríkja lofts- lagssamningsins, COP25, hófst í Madríd á Spáni í gær. Mótmælendur gegn loftslagsvá í Bangalore á Indlandi. FRETTABLAÐIÐ/EPA VIÐSKIPTI Eignir samtryggingar- deilda lífeyrissjóða námu um 4.300 milljörðum króna við lok þriðja ársfjórðungs. Þetta kemur fram í samantekt Fjármálaeftirlits. Hafði sú fjárhæð þá vaxið um 46 milljarða frá því á miðju ári. Heildarlífeyrissparnaður lands- manna, það er samtryggingardeild- ir og séreignardeildir samanlagð- ar, nam um það bil 5,2 milljörðum króna við sama tímamark. Þá áætlar Fjármálaeftirlitið að til viðbótar komi um 80 milljarðar króna sem er séreignasparnaður hjá erlendum vörsluaðilum. Af eignum samtryggingardeilda sjóðanna er vöxturinn mestur hlut- fallslega í fasteignaveðtryggðum skuldabréfum, 4,8 prósent. Nemur samtala þess eignaflokks rúmlega 508 milljörðum króna og hafði vaxið um 23 milljarða frá því á miðju ári. – jþ Lífeyriseign um 5.000 milljarðar M E N NTA M ÁL Námsley fasjóður kennara og stjórnenda grunnskóla hefur lokið úthlutun námsleyfa vegna næsta skólaárs. Þetta kemur fram á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Alls bárust sjóðnum 172 fullgildar umsóknir. Fjármagn til úthlutunar veitti svigrúm til að veita 47 náms- leyfi, þar af þrjú til sex mánaða. Fram kemur að aðeins hafi verið hægt að verða við 27 prósentum þeirra beiðna sem fyrir lágu. Ákveðið var að þessu sinni að þriðjungi leyfa yrði úthlutað sér- staklega vegna náms sem tengist aga- og bekkjarstjórnun, kennslu í fjölmenningarlegu umhverfi og þróun í verk- og listgreinakennslu. Alls var 15 leyfum úthlutað í þessu skyni. Þá kemur fram að námsleyf- um hafi verið skipt milli landshluta með hliðsjón af fjölda starfandi kennara og stjórnenda. – jþ Um þriðjungur fékk námsleyfi FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.