Fréttablaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 13
3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
ÍÞRÓTTIR Ársskýrsla Afrekssjóðs ÍSÍ
fyrir árið 2019 var gerð aðgengileg á
heimasíðu ÍSÍ í gær. Í henni er fjallað
um styrkveitingar fyrir árið 2019 og
uppgjör styrkja vegna ársins 2018.
Heildarúthlutun styrkja til sérsam-
banda ÍSÍ vegna verkefna ársins
2019 var 452,9 milljónir íslenskar
krónur en fyrir árið 2018 var endan-
leg úthlutun rúmar 339 milljónir.
Heilda rkost naðu r verkef na
þeirra 27 sérsambanda sem fengu
styrk frá ÍSÍ er áætlaður tæpar 1.350
milljónir og dekkar styrkveitingin
þar af leiðandi um það bil þriðjung
þess kostnaðar sem samböndin
standa frammi fyrir. Styrkir allra
27 sérsambandanna hækkuðu á
milli ára en knattspyrnusamband
Íslands fær enga styrkveitingu líkt
og á síðasta ári.
Handboltasamband Íslands fær
hæsta styrkinn að þessu sinni en
HSÍ fær í sinn hlut tæpar 68 millj-
ónir krónur en íslenska karlalands-
liðið í handbolta tekur þátt í loka-
keppni Evrópumótsins í janúar í
upphafi næsta árs.
Fimleikasamband Íslands, körfu-
boltasamband Íslands og Frjáls-
íþróttasamband Íslands fá hvert
um sig rúmlega 40 milljónir og
Sundsamband Íslands og Golfsam-
band Íslands tæplega 40 milljónir.
Íþróttasamband fatlaðra fær svo
rúmar 30 milljónir. Á næsta ári fara
fram Ólympíuleikar í Tókýó auk
Evrópu- og heimsmeistaramóta í
einstökum greinum.
Fyrrgreind sérsambönd eru
f lokkuð sem A-sérsambönd sam-
kvæmt f lokkunarkerfi sjóðsins
en þar eru sérsambönd sem taka
reglulega þátt í keppni á hæsta
stigi í viðkomandi íþróttagrein
með frábærum árangri á síðustu
fjórum árum. Gerðar eru kröfur um
umfangsmikið afreksíþróttastarf í
sérsambandinu og fjármögnun og
þurfa samböndin að uppfylla fjöl-
mörg atriði.
Alls voru það 1.463 aðilar sem
kepptu fyrir Íslands hönd á árinu
2018 og var hlutfall kvenna 45%
á móti 55% karla. Fjöldi verkefna
jókst miðað við árið áður en 4.541
keppendur tóku þátt í landsliðs-
verkefnum í 56 löndum, sem þýðir
að hver keppandi tók þátt í að
meðaltali þremur verkefnum. Þessir
aðilar iðka íþróttir hjá 123 íþrótta-
félögum innan 17 íþróttahéraða.
Úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ hefur
aldrei verið eins há eins og fyrir
árið 2019 en því má þakka hækkun
á framlagi ríkisins til sjóðsins sem
samið var um árið 2016. Fyrir árið
2019 var framlag ríkisins 400 millj-
ónir króna en auk þess nýtur sjóð-
urinn framlags af tekjum íþrótta-
hreyfingarinnar frá Íslenskri getspá
í úthlutun sinni. - hó
Styrkir sem ÍSÍ veitir dekka um það bil þriðjung af kostnaði
Karlalandsliðið fagnar marki í Mexíkó í vor. MYND/ÍSHOKKÍSAMBAND ÍSLANDS
HSÍ fær tæplega 70 milljónir frá Afrekssjóði ÍSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ÍSHOKKÍ Það er nóg að gera hjá
Íshokkísambandinu þessa dagana
við að undirbúa komu andstæðinga
Íslendinga í riðil Íslands á heims-
meistaramóti kvenna og karla og
skipulagið sem fylgir því. Riðill
kvennalandsliðs Íslands fer fram í
Skautahöll Akureyrar í febrúar og er
það í annað sinn sem riðill Íslands
fer fram á Akureyri á síðustu þremur
árum. Keppnin karlamegin fer fram
í apríl næstkomandi og fer fram
í Laugardalnum. Bæði leika þau í
annarri deild á HM.
„Það er gríðarleg umstang sem
fylgir því að halda þessi mót, þetta
eru um tvö hundruð manns sem
koma á sitt hvort mótið og við sjáum
um allt eftir komuna til Íslands. Við
tökum á móti þessum sex liðum og
aðstoðarfólki þeirra, dómurum og
starfsmönnum íshokkísambandsins
og þurfum að koma þeim á leikstað
og finna gistingu þessa rúmu viku
sem mótið stendur yfir,“ sagði Kon-
ráð Gylfason, framkvæmdastjóri
Íshokkísambands Íslands, í sam-
tali við Fréttablaðið, aðspurður út í
undirbúninginn.
Hann tók undir að það væri gott
við skipulagninguna að hafa reynslu
af því að halda slík mót.
„Við búum yfir reynslu til að
halda slík mót, riðill Íslands á HM
2017 var haldinn á Akureyri og
fyrr á þessu ári fór HM U20 fram í
Skautahöll Laugardals. Sambandið
þekkir því hvað þarf til en þetta er
byggt mikið á sjálfboðavinnu og það
er því nóg að gera við að koma þessu
heim og saman. Það sem við höfum
hins vegar ekki gert er að halda tvö
mót af þessari stærðargráðu með
svona stuttu millibili þannig að það
má segja að þetta sé íburðarmesta ár
ÍHÍ,“ sagði Konráð, aðspurður hvort
þetta væri umfangsmesta ár ÍHÍ.
Fyrr á þessu ári fór riðill kvenna-
landsliðsins fram á Spáni en karla-
landsliðið keppti í Mexíkó.
„Kostnaður ÍHÍ sem fylgir slíku
móti fer svolítið eftir því hvar það
fer fram. Það var mjög dýrt að fara
til Mexíkó hjá strákunum síðasta
apríl þar sem f lugið var rándýrt.
Þá er hagkvæmara að halda þetta
á Íslandi. Við þurfum samt að reiða
okkur á styrki víðsvegar og það er
mikil vinna að finna fjármagnið
sem þarf til en það tekst með góðu
fólki í fararbroddi.“
Fyrst hefur karlalandsliðið leik í
undankeppni ÓL 2022.
„Strákarnir hefja keppni í Rúm-
eníu, undankeppni ÓL 2022, í næstu
viku. Ísland fer beint inn í annað
stig undankeppninnar, með góðum
árangri þar förum við á þriðja stigið
sem fer fram í febrúar,“ sagði Konráð
sem segir ÍHÍ vera að fjölga verk-
efnum hjá báðum landsliðum.
„Við gerum jafn vel við strákana
og stelpurnar og höfum verið að
auka ferðir liðanna til útlanda á
æfingamót. Okkar akkellisarhæll
er skortur á landsleikjum en til að
fá meiri reynslu höfum við verið að
senda liðin út á æfingamót og leiki
sem er góð viðbót fyrir landsliðin,“
sagði Konráð.
Það var á einu slíku æfingamóti
í Svíþjóð sem leikmenn kvenna-
landsliðsins vöktu athygli erlendra
liða. Saga Blöndal, Silvía Björgvins-
dóttir, Sunna Björgvinsdóttir og
Ragnhildur Kjartansdóttir vöktu
athygli sænskra liða í æfingaferðum
og uppskáru samninga í Svíþjóð. Í
ár leika því sex íslenskar stúlkur í
sænsku 2. deildinni í íshokkí. Ásamt
Sögu, Silvíu, Sunnu og Ragnhildi eru
Herborg Rut Geirsdóttir og Kristín
Ingadóttir einnig að leika í sænsku
2. deildinni.
kristinnpall@frettabladid.is
Nóg á döfinni hjá Íshokkísambandinu
Silvía Björgvinsdóttir skorar hér eitt af átta mörkum sínum fyrir Ísland á HM sem fór fram á Spáni fyrr á þessu ári. MYND/IIHF/RAZVAN PASARICA
Íshokkísamband Íslands
er á fullu að undirbúa
næsta ár þegar riðlar Ís-
lands á Heimsmeistara-
mótinu fara báðir fram
hér á landi. Þetta er í
fyrsta sinn sem Ísland
heldur tvö mót af slíkri
stærðargráðu með jafn
stuttu millibili og því í
nægu að snúast fyrir ÍHÍ.