Fréttablaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 34
Varmadælur & loftkæling Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Virkar niður í -30°C Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Wifi búnaður fylgir með öllum varmadælum meðan birgðir endast Umhverfisvænn kælimiðill Hvað? Hvenær? Hvar? Þriðjudagur hvar@frettabladid.is 3. DESEMBER 2019 Hvað? Erindi Hvenær? 12.10-12.50 Hvar? Hátíðarsalur Há- skóla Íslands. Finnur Dellsén, nýbak- aður handhafi Hvatningar- verðlauna Vísinda- og tækni- ráðs og dósent í heimspeki við Háskóla Íslands, fjallar um togstreitu þess að treysta sérfræð- ingum eða eigin hyggjuviti. Hvað? Ljóðaupp- lestur Hvenær? 20.00 Hvar? Stofan við Vesturgötu. Tuttugu meistara- nemendur Stein- unnar Sigurðar- dóttur í ritlist kynna árangur- inn. Hvað? Jólamarkaður Janusar endurhæfingar Hvenær? 11.30 - 17.30 Hvar? Skúlagata 19, Reykjavík Hvað? Tónleikar Hvenær? 19.30 Hvar? Norðurljósasalur Hörpu Óperukór Reykjavíkur flytur sálu- messu Verdis undir stjórn Garðars Cortes. Hvað? Óperujól Hvenær? 12.00 Hvar? Hafnarborg Þorsteinn Freyr Sigurðsson tenór og Antonía Hevesi píanó- leikari f lytja lög í anda aðventu og aðdraganda hátíðarinnar. Hvað: Kvartett Mikaels Mána Hvenær: 20. 30 Hvar: Kex hostel, Skúlagötu 28 BÆKUR Egill spámaður Lani Yamamoto Útgefandi: Angústúra Fjöldi síðna: 64 Eg i l l þa r f að hafa allt í r ö ð og reglu. Hann á erfitt með að tala við fólk, hann kann vel að reikna en getur ekki gefið k e n n a r - anum rétt svar við dæm- unum og honum finnst best þegar hann þarf ekki að tala neitt, eins og á laugardögum þegar hann getur bara verið einn og haft sína röð og reglu á hlutunum. Einn góðan laugar- dag þegar hann er í hefðbundnum göngutúr sínum til að fylgjast með sínu helsta áhugamáli, sjávarföll- unum, og borða helgarnammið sitt hittir hann nýju stelpuna í bekkn- um og þó það rugli alveg deginum hans er það alveg þess virði. Í síðustu bók Lani Yamamoto um Stínu stórusæng er fjallað á óbeinan hátt um kvíða og hann er í raun einnig umfjöllunarefnið í þessari bók, kvíði, hvernig hann birtist og hvað er til ráða. Það er þó engin bein lausn veitt því meirihluti sögunnar er í raun ekki sagður heldur getur lesandinn ráðið af samhenginu hvað á sér stað, af hverju Egill vill ekki tala og sækir svo mjög í röð og reglu, sem lýsir sér í helgarnamminu sem er alltaf eins og borðað í réttri röð í sama göngutúr með sama til- gangi á hverjum laugardegi. Öryggið sem reglufestan veitir er sterkara en óhjákvæmilegt uppbrotið sem nýja stelpan færir með sér og veitir von um að kannski sé hægt að sveigja reglurnar til án þess að allt fari úr skorðum. Í þessari fallegu og ljúfu sögu segja myndirnar jafnmikið og orðin, enda er hlutfall milli orða og texta svo til jafnt í bókinni. Utan um hversdagslega hluti eins og göngu- ferð og helgarnammi er spunninn ævintýraheimur sem kemur betur og betur í ljós eftir því sem lesand- inn staldrar meira við myndirnar og gefur þeim færi á að auðga söguna. Þá er bókin einstaklega fallegur prentgripur og umbrotið kallast á við bókina um Stínu stórusæng. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Einstaklega falleg og ljúf saga, sögð jafnt í máli og myndum. Ævintýri á gönguför Myndlistarmað-u r inn Óla f u r Elíasson sýnir í L i s t a s a f n i R e y k j a v í k u r, Haf narhúsinu pör mynda af jöklum á Íslandi tekn- ar með 20 ára millibili Verkið heitir The glacier melt series 1999/2019. „Ég hef unnið alls kyns ísverk og farið mikið á jökla, sem er mikil til- finningaleg reynsla,“ segir Ólafur. „Árið 1999 kom ég hingað til að mynda jökla úr lofti. Tuttugu árum síðar hafði ég áhuga á að sjá breyt- inguna á þeim. Ég hringdi í Raxa ljósmyndara og f leiri vini. Þeir sögðu: Auðvitað hafa orðið miklar breytingar, hvað heldurðu! Ég fór á Google Earth og sá að breytingarnar voru miklar. Þá ákveð ég að koma til Íslands og mynda sömu jöklana frá sama sjónarhorni og úr sömu fjarlægð og fyrir tuttugu árum,“ segir Ólafur. „Ég f laug með Raxa í lítilli f lugvél, ég var með myndirnar með mér og Raxi benti og sagði: Þetta var þarna. Ég leit út um gluggann og trúði honum ekki. Munurinn var svo gríðarlegur. Þegar myndirnar á sýningunni, þær gömlu og nýju, eru bornar saman þá sést þessi mikli munur sem stafar af loftslagsbreyt- ingum af mannavöldum. Við sjáum það sem er horfið.“ Stöndum á tímamótum Fyrr á þessu ári var Ólafur í hópi fólks sem minntist Okjökuls, fyrsta íslenska jökulsins sem hvarf vegna hnattrænnar hlýnunar. Andri Snær Magnason var einn af for- svarsmönnum þeirrar athafnar. „Ég þekki Andra mjög vel og sonur hans var að vinna í stúdíóinu mínu í Berlín sem sagði mér frá þessari minningarathöfn. Ég hafði myndað Okið fyrir einhverjum árum og svo vildi ég sýna Andra stuðning. Andri er svo orðhagur og segir og útskýrir flókna hluti þannig að maður skilur þá og tengir við þá. Það er mjög mik- ilvægt að menn eins og hann láti til sín taka. Þeir ná sterkari tengingu við fólk en vísindamenn sem segja hlutina oft á f lókinn hátt. Við stöndum á tímamótum og vona að mannkyni takist að vernda þá jökla sem eftir eru. Við berum ábyrgð gagnvart kynslóðum fram- tíðarinnar og megum ekki bregðast þeim.“ Vinnur með Hildi Guðnadóttur Ólafur er að undirbúa sýningu í Zürich, sem verður opnuð í janú- ar, og nýtur þar aðstoðar Hildar Guðnadóttur tónskálds. „Sýningin mín var tilbúin en þá datt mér í hug að hafa hljóð í henni. Á sýningunni verður vélmenni sem spilar á selló og Hildur, sem er góð vinkona mín, er að semja tónlist fyrir það. Svo hefur auðvitað komið í ljós að vél- mennið er ekki heimskt. Í hvert sinn sem Hildur spyr mig álits á tónlistinni segi ég: Mér er sama á meðan tónlistin hljómar ekki eins og í Chernobyl eða The Joker,“ segir Ólafur og brosir glettnislega. Sýningin The glacier melt series 1999/2019 í Hafnarhúsinu stendur fram í febrúar á næsta ári. Hún er einnig í Tate safninu í London til 5. janúar og í Guggenheim Bilbao frá 14. febrúar til 21. júní 2020. Myndaði það sem er horfið Ólafur Elíasson sýnir í Hafnarhúsinu ljósmyndir af jöklum. Myndirnar eru teknar með 20 ára millibili. Nýtur aðstoðar Hildar Guðnadóttur á væntanlegri sýningu í Zürich. Við berum ábyrgð gagnvart kynslóðum framtíðarinnar, segir Ólafur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Myndirnar sýna greinilega hversu mikið jöklarnir hafa hopað. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Mikael Máni spilar á Kex hostel M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17Þ R I Ð J U D A G U R 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.