Fréttablaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.12.2019, Blaðsíða 17
6000 5000 4000 3000 2000 1000 Tengiltvinnbílum hefur fjölgað mikið á árunum 2016-18, voru 918 árið 2016 en eru 5.733 í lok árs 2018. Rimac er merki frá Króatíu sem hingað til hefur aðeins framleitt einn bíl og það tilraunabílinn Concept_One. Sá bíll vakti athygli á fyrirtækinu og Porsche og Hyundai bílaframleiðendurnir hafa báðir keypt hlut í fyrirtækinu. Concept_One var 1.224 hestafla raf bíll en var aðeins framleiddur í átta eintökum. Næsti bíll Rimac verður enn metnaðarfyllri en það er C_Two sem fer í almenna fram- leiðslu. Sá bíll verður frumsýndur á bílasýningunni í Genf og verður allavega framleiddur í 150 ein- tökum og mun kosta 300 milljónir króna stykkið. En hvað er það sem réttlætir verðmiða eins og þennan? Til að byrja með verður bíllinn 1.914 hestöfl og mun geta farið í hundr- aðið á undir tveimur sekúndum. Hann er búinn fjórum rafmótor- um og hámarkshraðinn er 415 km á klst. Rafhlaðan er 120 kWh og hefur 550 km drægni samkvæmt WLTP-staðlinum. Með því að nota 250 kílówatta hraðhleðslustöð er hægt að hlaða bílinn í 80% hleðslu á aðeins tveimur mínútum. Bíllinn verður smíðaður í Zagreb í Króatíu ásamt Pininfarina Battista ofur- bílnum sem notar sama undirvagn og C_Two. Framleiðsla mun hefjast seint á næsta ári og verður fram- leiðslugetan einn bíll á viku. Rimac C_Two verður með fjórða stigs sjálfkeyribúnaði svo að hann mun geta lært á keppnisbrautir og kennt ökumanni sínum hvaða línur er best að taka. Sjálfkeyribún- aðurinn er þróaður í samstarfi við Roborace og mun bíllinn hafa sex radarskynjara, einn Lidar skynjara og 12 hátíðniskynjara, auk níu myndavéla. Innandyra verða sex skjáir og er einn þeirra fyrir farþeg- ann eingöngu. Tveir skjáanna verða með snertiskífum svo að hægt sé að flytja afl milli fram- og afturhjóla eftir þörfum ökumannsins. Helsti keppinautur Rimac C_Two er Lotus Evija ofurrafbíllinn sem verður svipaður að afli og í verði. Rimac C_Two ofurbíllinn verður frumsýndur í Genf Rimac C_Two var sýndur í tilraunaútgáfu í Genf en framleiðsluútgáfan bíður næstu sýningar sem fram fer í mars á næsta ári. NORDICPHOTO/GETTY Bílum landsmanna heldur áfram að fjölga og þar eru vistvænir bílar líka í sókn, bæði tengiltvinnbílar og hreinir rafbíla. Það er ýmislegt forvitnilegt sem kemur í ljós þegar farið er að rýna í tölur er varða bílgreinina. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sendi samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra fyrirspurn um umhverfistölfræði ökutækjaflota landsmanna. Þar spyr hann hver heildarfjöldi ökutækja sé í hverjum ökutækjaflokki, og eftir tegund aflgjafa. Samtals eru 387.866 skráð ökutæki og eftirvagnar á öllu land- inu. Langstærsti hluti þeirra eru fólksbifreiðar eða 270.276 talsins þar sem 165.145 eru bensínknúnar en 87.098 með dísilvél. Af skráðum fólksbílum eru þó aðeins 222.248 í umferð. Tengiltvinnbílar eru orðnir 7.535 talsins en á dögunum samþykkti ríkisstjórnin frumvarp sem fellir niður ívilnun slíkra bíla í lok næsta árs. Hlutfall vistvænna ökutækja hækkar um tvö prósent á ári, var 2,7 prósent árið 2016 en er 6,7 prósent árið 2018. Tengiltvinnbílum hefur fjölgað mikið á árunum 2016-18, voru 918 2016 en eru 5.733 í lok árs 2018. Hreinir raf bílar eru nú 2.748 talsins Tengiltvinnbílar stærsti hluti vistvænna ökutækja Ökutækjaflokkar Vélsleðar 6.128 Dráttarvélar 13.292 Eftirvagnar 13.317 Fólksbifreiðar 270.276 Hjólhýsi 10.022 Tjaldvagnar 8.855 Hópbifreiðar 3.184 Sendibifreiðar 28.732 Létt bifhjól 2.557 Þung bifhjól 8.733 Torfæruhjól 4.359 Fjórhjól 3.177 Vörubifreiðar 12.775 Annað 1.624 Lítil spenna í lokakeppni Formúlu 1 Jawa merkið sem á uppruna sinn að rekja til Tékklands hefur til- kynnt að það muni koma með Bobber útgáfu Perak hjólsins í framleiðslu á næsta ári. Hjólið er með sama vélbúnað, vatnskældan 350 cm3, eins strokks mótor sem skilar 30 hestöflum. Útlitið er ein- falt og stílhreint og afturfjöðrunin er falin undir hlífum sem gefur því þetta sérstaka útlit. Gírkassinn er sex gíra og hjólið mun upp- fylla kröfur um A2 réttindi. Besta við hjólið verður samt örugglega verðið því að hjólið mun aðeins kosta 350.000 krónur á Indlandi. Jawa með Bobber á næsta ári Fjöðrunin er falin, sem gerir allar línur Perak Bobber hjólsins stílhreinar. Keppnistímabilinu í Formúlu 1 lauk um helgina í Abu Dhabi með einum viðburðaminnsta kapp- akstri sem sést hefur í heims- meistarakeppninni. Þar varð heimsmeistarinn Lewis Hamilton langfyrstur, heilum 17 sekúndum á undan næsta manni, Max Ver- stappen hjá Red Bull. Verstappen hafði byrjað á öðrum ráspól en átti aldrei möguleika í Mercedes bílinn. Ökumennirnir grínuðust með þetta á blaðamannafund- inum eftir keppnina en Hamilton sagði að hann hefði ekki búist við svona miklu forskoti. „Ég vildi að við hefðum att meira kappi,“ sagði Hamilton á fundinum. „Þú hefð- ir þá getað hægt á þér,“ sagði Ver- stappen í gríni. Verstappen varð þriðji í heimsmeistarakeppninni áeftir Mercedes keppnisparinu Valtteri Bottas og Lewis Hamilton. Það munar nú bara sjö sigrum á meti Michaels Schumacher og Lewis Hamilton en Schumacher vann 91 sigur á ferli sínum í form- úlu 1. Eini alvöru framúraksturinn í keppninni var þegar Verstappen tók fram úr Ferrari ökumanninum Charles Leclerc sem lenti í þriðja sæti í Abu Dhabi. Hann hélt Bottas á Mercedes fyrir aftan sig sem hafði tekið af stað síðastur en hann náði að vinna sig upp um sextán sæti. Það var einmanalegur akstur hjá Hamilton í Abu Dhabi en hann vann keppnina og titil ökuþóra með 413 stigum. NORDICPHOTO/GETTY w w w .fr et ta bl ad id .is Umsjón blaðsins NjallGunnlaugsson njall@frettabladid.isBílar Auglýsingar: Atli Bergmann atli@frettabladid.is | Sími 550 5657 Útgáfufélag: Torg ehf. | Kalkofnsvegur 2 | 101 Reykjavík | Sími 550 5000 en voru 1.052 í lok árs 2016. Metan- bílum fjölgar ekki eins mikið en þeim hefur aðeins fjölgað um 50% síðan 2016 og eru nú 1.415 talsins. Bílum í heild sinni fjölgar um rúm 10 prósent á tveimur árum frá 2016-18 á meðan að förgun bíla hefur aldrei verið meiri. Sam- kvæmt frétt Morgunblaðsins frá því í síðustu viku var metár í fyrra en þá komu 11.400 ökutæki til úrvinnslu. Í ár hafa 9.900 ökutæki komið til úrvinnslu svo stefnir í annað metár. Samtals eru 387.866 skráð ökutæki og tengivagnar í umferð en 165.145 ökutæki eru enn þá bensínknúin. n Bensín/Metan 1.415 n Tengiltvinnbílar 6.164 n Tvinnbílar 4.533 n Etanól 1 n Vetni 16 Fjöldi vistvænna ökutækja 1.4 15 6.1 64 6.5 33 1 16 2 BÍLAR 3 . D E S E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.