Skessuhorn - 03.01.2019, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 1. tbl. 22. árg. 3. janúar 2019 - kr. 750 í lausasölu
arionbanki.is
Það tekur aðeins örfáar mínútur
að skrá sig í viðskipti hjá Arion banka.
Af því að okkar lausnir snúast um
tíma og þægindi.
Þægilegri
bankaþjónusta
gefur þér tíma
Nýtt!
Fæst án lyfseðils
Eru bólgur og verkir
að hrjá þig?
Gleðilegt nýtt ár
sími 437-1600
Sýningar á Sögulofti hefjast
að nýju nú í janúar
Grettissaga Einars Kárasonar
laugardaginn 12. janúar kl. 20:00
sunnudaginn 13. janúar kl. 16:00
„Farðu á þinn stað“
Frumsýning er laugardaginn
26. janúar kl. 20:00
Næsta sýning sunnudag
27. janúar kl. 16:00
Nánar um dagskrá og miðasala á
landnam.is/vidburdir
20 ÁR
Val á Vestlendingi ársins stóð yfir
í desember en þetta er í tuttugasta
skipti sem Skessuhorn - fréttaveita
Vesturlands, stendur fyrir valinu.
Auglýst var eftir tilnefningum frá
almenningi auk þess leitaði ritstjórn
álits fjölmargra valinkunnra íbúa í
landshlutanum, því betur sjá augu
en auga í þessu sem mörgu öðru.
Þessum gögnum var síðan safn-
að saman og niðurstaðan var sú að
fjórir einstaklingar, hjón eða hópar
sköruðu framúr og fengu langflest-
ar tilnefningar. Þetta voru; eigend-
ur Guðmundar Runólfssonar hf. í
Grundarfirði, Bára Tómasdóttir og
fjölskylda í Hvalfjarðarsveit, Eirík-
ur J Ingólfsson byggingaverktaki í
Borgarnesi og Hjónin Guðrún Ag-
nes Sveinsdóttir og Ingólfur Árna-
son eigendur Skagans 3X og Þor-
geirs & Ellerts á Akranesi á Akra-
nesi.
Eigendur GRun hf.
Vestlendingar ársins 2018 eru eig-
endur útgerðar- og fiskvinnslufyrir-
tækisins Guðmundur Runólfsson hf.
í Grundarfirði. Eigendur fyrirtækis-
ins eru sjö systkini Guðmundarbörn
og makar, auk frænda þeirra Mós-
esar Geirmundssonar. Þessi hópur
stendur þétt saman að rekstri fyrir-
tækisins og á liðnu ári var af mikl-
um krafti ráðist í uppbyggingu full-
komnustu bolfisksvinnslu í landinu.
Fjárfesting upp á vel á annan millj-
arð króna, áhersla lögð á íslenskt
hugvit og mannafla og markmiðið
að treysta til frambúðar stoðir fisk-
vinnslu í heimabyggð. Nýja vinnsl-
an verður opnuð síðar í þessum
mánuði.
Bára Tómasdóttir
Bára Tómasdóttir
í Hvalfjarðarsveit
og fjölskylda henn-
ar varð fyrir áfalli
í maí síðastliðnum
þegar 18 ára son-
ur hennar, Einar
Darri Óskarsson,
lést í svefni. Kom
þá í ljós að hann
hafði verið að nota
lyfseðilsskyld lyf og var dánaror-
sökin lyfjaeitrun. Fjölskylda Einars
Darra opnaði í kjölfar fráfalls hans
umræðu í þjóðfélaginu sem leiddi
til þjóðarátaks gegn fíkniefnum þar
sem áherslan var á misnotkun lyfja
meðal ungmenna á Íslandi. Átakið
er undir myllumerkinu #Ég á bara
eitt líf. Á síðasta ári voru til rann-
sóknar yfir 50 dauðsföll hjá embætti
landlæknis vegna gruns um lyfja-
eitrun og hafa þau aldrei verið jafn
mörg á einu ári. Árið 2017 voru þau
32 talsins.
Eiríkur J Ingólfsson
Eiríkur J Ingólfs-
son bygginga-
meistari í Borg-
arnesi hlaut til-
nefningar fyrir
kröftugan rekstur
byggingafyrirtæk-
is í heimabyggð.
Eiríkur hefur á
liðnum árum og
áratugum rekið EJI húsbyggingar,
byggt fjölda húsa auk þess að sér-
hæfa sig í glugga- og hurðasmíði í
tæknilega vel búinni trésmiðju. Ei-
ríkur hefur veitt mörgum tækifæri,
skapað atvinnu í héraði og tekið á
samning efnilegt fólk og stutt til að
öðlast réttindi í húsbyggingum.
Hjónin Guðrún Agnes
og Ingólfur
Hjónin Guðrún
Agnes Sveinsdóttir
og Ingólfur Árna-
son á Akranesi
hlutu tilnefningar.
Þau hafa á síðustu
árum byggt upp úr
bílskúrsrekstri sín-
um á Akranesi al-
þjóðlegt hátækni-
fyrirtæki með höf-
uðstöðvar á Akra-
nesi. Fyrirtækið
Skaginn 3X er lei -
andi á sínu sviði í hönnun og smíði
ýmissa framleiðslu- og tæknilausna í
matvælaframleiðslu. Starfsmönnum
fyrirtækja þeirra hefur fjölgað mjög
á liðnum árum og einkum hefur
störfum háskólamenntaðra fjölgað á
Akranesi. Er nú svo komið að rekstur
þeirra á Skaganum 3X og Þorgeiri &
Ellert hf. er orðinn einn helsti burð-
arás atvinnulífs á Akranesi. Þau hafa
frá upphafi verið vakin og sofin yfir
rekstri fyrirtækjanna.
Rætt er við Vestlendinga ársins 2018
í Skessuhorni í dag. mm
Eigendur Guðmundar Runólfssonar hf.
eru Vestlendingar ársins 2018
Systkinin Runólfur, Guðmundur Smári, Kristján, Páll, María og Unnsteinn Guðmundsbörn tóku við viðurkenningunni, fyrir hönd eigenda G.Run, sem Vestlendingar
ársins úr hendi Kristjáns Gauta Karlssonar blaðamanns Skessuhorns. Þau eru eigendur fyrirtækisins ásamt Inga Þór bróður sínum og mökum þeirra auk Móses
Geirmundssonar frænda þeirra. Ljósm. tfk.
Bára Tómas-
dóttir.
Eiríkur J Ingólfs-
son.
Guðrún Agnes
og Ingólfur með
dóttursoninn
Daníel Árna
Ottesen.
Ljósm. úr safni.