Skessuhorn - 03.01.2019, Side 2
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 20192
Næstkomandi sunnudag er þrett-
ándi og síðasti dagur jóla. Af því
tilefni verður þrettándagleði víða
í landshlutanum. Þá er hefð fyrir
því að fólk skjóti upp síðustu flug-
eldunum og er því vert að minna
fólk á að taka með sér það rusl
sem eftir verður þegar búið er að
sprengja. Við skulum svo öll kynna
okkur hvenær leyfilegt er að skjóta
upp flugeldum og halda okkur
innan þess ramma.
Spáð er sunnan- og suðvestan
5-13 m/s og dálítilli rigningu eða
súld, en úrkomulítið á Norður- og
Austurlandi á morgun, föstudag.
Hiti 4-9 stig. Á laugardag er gert
ráð fyrir sunnan 10-15 m/s og víða
verður rigning. Vestlægari átt síð-
degis og snjókoma eða él. Kóln-
andi veður og hiti um frostmark
um kvöldið. Á sunnudag verður
allhvöss eða hvöss suðvestanátt
og él en þurrt á Austurlandi. Hiti
0-4 stig. Á mánudag er spáð suð-
lægri átt og rigningu á köflum en
austlægari og slydda eða snjó-
koma á norðanverðu landinu. Hiti
0-7 stig og mildast á sunnanverðu
landinu. Á þriðjudag er útlit fyrir
norðlægri átt, frystir víða og ofan-
koma, einkum fyrri part dag.
Í síðustu viku var spurt á vef
Skessuhorns hvort þetta ár verði
betra eða verra en það síðasta.
Svarendur voru nokkuð bjartsýnir,
en 38% spá því að árið verði betra
og 26% spá því að það verði mun
betra en það síðasta, eða alls 64%.
22% svarenda svöruðu að árið ver-
ið hvorki betra né verra en það
síðasta. 11% spá því að árið verði
verra og 5% sögðu að það verði
mun verra en það síðasta.
Í næstu viku er spurt:
Hvað tannburstar
þú þig oft á dag?
Við á Skessuhorni viljum þakka
þeim fjölmörgu sem tilnefndu
Vestlending ársins að þessu sinni
og krýnum þá Vestlendinga vik-
unnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Veðurhorfur
Vestlendingur
vikunnar
Bílasala til sölu
AKRANES: Fasteignamiðlun
Grafarvogs hefur fengið til sölu-
meðferðar Bílasölu Akraness
ehf., eða hina rótgrónu bílasölu
Bílás sem bræðurnir Ólafur og
Magnús Óskarssynir hafa átt og
rekið í 35 ár. Í auglýsingu kem-
ur fram að fyrirtækið er í full-
um rekstri og lagt er upp með
að selja rekstur og um 600 fer-
metra fasteign að Smiðjuvöllum
17 sem eina heild, en til greina
kemur þó að selja hús og rekst-
ur sitt í hvoru lagi. Þrjú fyrir-
tæki eru starfrækt í húsnæði Bí-
láss og eru leigusamningar um
þann hluta húsnæðisins sem
ekki er notaður fyrir bílasöluna.
-mm
Útgáfu Stykkis-
hólmspóstsins
hætt
STYKKISH: Í bæjarblaðinu
Stykkishólmspóstinum, sem
kom út 20. desember síðastlið-
inn, var tilkynnt að 25 ára útgáfu
blaðsins væri nú hætt og sömu-
leiðis útgáfu vefritsins Snæfell-
ingar.is. „Dagar fréttaveitunn-
ar eru taldir nema ef einhverjir
áhugasamir vilji taka verkefnið
að sér,“ segir í yfirlýsingu frá
útgefandanum Anok margmiðl-
un. „Útgáfa Stykkishólmpósts-
ins var fastur kjarni í starfsemi
fyrirtækisins en önnur verk-
efni eru þar fyrirferðarmeiri og
verður við þessi tímamót mögu-
legt að sinna þeim enn frek-
ar og betur,“ segir í tilkynning-
unni. Auk Skessuhorns - frétta-
veitu Vesturlands, eru nú tvö
bæjarblöð enn starfandi á Vest-
urlandi; Jökull í Snæfellsbæ og
Íbúinn í Borgarbyggð. Á Akra-
nesi er vefmiðlinum Skagafrétt-
ir.is haldið úti, en hann flytur
jákvæðar fréttir úr bæjarlífinu.
-mm
FJARNÁM
Skráning á haustönn fer fram dagana 22. ágúst til
5. september á slóðinni www.fa.is/fjarnam
Skráning á vorönn stendur til 15. janúar
l .
Síðdegis á sunnudaginn valt lítil
hópferðabifreið á vegum Strætó bs.
út af Vestfjarðavegi skammt frá af-
leggjaranum að Stóra Skógi í Döl-
um, sunnan við afleggjarann þar
sem beygt er inn á Skógarstrand-
arveg. Bíllinn hafnaði á hliðinni.
Bílstjóri og fjórir farþegar voru í
bílnum og sluppu allir án teljandi
meiðsla. Áætlunarbíllinn var á leið
frá Hólmavík áleiðis í Borgarnes.
Mjög hált var á þessum slóðum og
fékk bíllinn á sig vindhviðu.
mm
Strætó valt í Dölum
Bíllinn á hliðinni utan vegar. Ljósm. sm.
Sigurður Ingi Jóhannsson sam-
gönguráðherra kynnti fyrir jól þá
ákvörðun sína að stefna að flýt-
Ríkisstjórnin stefnir að
stórátaki í samgöngumálum
ingu vegabóta víðsvegar um land-
ið. „Til að fjármagna uppsafnað-
an vanda í vegakerfinu er stefnt
að því að valdar framkvæmdir
verði fjármagnaðar með lánsfé og
þær borgaðar með veggjöldum að
loknum verktíma sem yrði í fyrsta
lagi 2024,“ sagði ráðherra. Meðal
þeirra framkvæmda sem ráðherra
nefnir eru allir stofnvegir frá höf-
uðborgarsvæðinu; Reykjanesbraut,
Suðurlandsvegur austur fyrir Sel-
foss og Vesturlandsvegur í Borg-
arnes.
„Starfshópur um fjármögnun
samgöngukerfisins mun skila nið-
urstöður sínum upp úr miðjum
janúar. Umhverfis- og samgöngu-
nefnd hefur fengið kynnningu á
vinnu hópsins og fjallar nefnd-
in nú um þær tillögur. Ég stefni
að því að leggja fram lagafrum-
varp í mars um flýtiframkvæmdir
og gjaldtöku, en frumvarpið hefur
verið á þingmálaskrá yfirstandandi
löggjafarþings. Frumvarpið verð-
ur sett í samráðsgátt stjórnvalda
og óskað eftir áliti almennings og
hagsmunaaðila á efni þess.“ Ráð-
herra stefnir á að Alþingi afgreiði
nýja samgönguáætlun eigi síðar
en 1. febrúar næstkomandi og að
frumvarp um flýtiframkvæmdir og
gjaldtöku í vegakerfinu verði lagt
fram í mars eins og fyrr segir.
„Markmið með nýjum fjármögn-
unarleiðum í samgöngum; veg-
gjöldum eða flýtigjöldum, verður
að stórauka öryggi í umferð á veg-
um landsins, flýta framkvæmdum,
stytta vegalengdir milli byggða,
efla almenningssamgöngur og að
styrkja atvinnusvæði í landinu,“
segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
mm
Hér má sjá þær flýtileiðir sem ráðherra nefnir. Allir stofnvegir að og frá höfuðborgarsvæðinu, auk vegar við Hornafjörð og
Öxi á Austurlandi.