Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2019, Side 7

Skessuhorn - 03.01.2019, Side 7
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 7 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Alltaf til staðar Rekstraraðili óskast á Patreksfjörð N1 óskar eftir rekstraraðila fyrir þjónustustöð félagsins á Patreksfirði. Til sölu er veitingarekstur og vörubirgðir núverandi rekstraraðila í húsnæði félagsins. Rekstraraðili mun jafnframt verða umboðsaðili N1 á Patreksfirði. Hlutverk hans verður að þjónusta viðskiptavini á neytendamarkaði félagsins. Miklir möguleikar fyrir einstakling eða samhent hjón sem vilja reka sitt eigið fyrirtæki. Áhugasamir vinsamlegast sendið tölvupóst á pallorn@n1.is eða hafið samband í síma 440 1022. Vísitala leiguverðs á höfuðborgar- svæðinu var 194,9 stig í nóvember 2018 (janúar 2011=100) og hækk- aði um 1,4% frá fyrra mánuði. Síð- astliðna þrjá mánuði hækkaði vísi- talan um 2% og síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 9,2%. Þjóðskrá hefur tekið saman upplýs- ingar um leiguverð eftir staðsetn- ingu og stærðarflokkum fasteigna á landinu í nóvember 2018. Eftir- farandi tafla sýnir meðalleiguverð á hvern fermetra í nóvember 2018 fyrir þriggja herbergja íbúðarhús- næði, flokkað eftir staðsetningu. Þar má sjá að leiguverð er langhæst á besta stað á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnes eru með næsthæsta leigu- verðið og þá Vesturland. Leigu- verð á Vesturlandi er um 70% af hæsta verði á höfuðborgarsvæðinu, sem er milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar í Reykjavík. Fjórða hæsta leiguverðið á landinu er á Akureyri, þá Suðurlandi, Norð- urlandi án Akureyrar, en leiguverð á Vestfjörðum er lægst. Meðalleiguverð fyrir þriggja herbergja íbúð: Reykjavík milli Kringlumýrar- brautar og Reykjanesbrautar 2833 Kópavogur 2411 Garðabær og Hafnarfjörður 2452 Grafarvogur, Grafarholt, Árbær, Norðlingaholt og Úlfarsárdalur 2533 Breiðholt 2564 Suðurnes 2038 Vesturland 1960 Vestfirðir 1194 Norðurland nema Akureyri 1466 Akureyri 1713 Suðurland 1648 mm Leiguverð á Vesturlandi er 70% af hæsta verði í Reykjavík Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu er hæst fyrir þriggja fermetra íbúðir, Suðurnes í öðru sæti, Vesturland í þriðja og Akureyri í fjórða. Heimild: Þjóðskrá Íslands. MARKMIÐ SETT Á NÝJU ÁRI! Hefjum nýtt ár með fyrirheitum um heilsusamlegt líferni fimmtudaginn 10. janúar 2019 kl. 20:00 í Hjálmakletti Leiðbeinandi: Elísabet Margeirsdóttir Elísabet Margeirsdóttir ofurhlaupari og næringar- fræðingur fjallar um að setja sér raunhæf markmið í næringu og hreyfingu á nýju ári. Elísabet hefur stundað hlaup í rúman áratug og lokið fjölmörgum maraþonum og lengri utanvegahlaupum með góðum árangri. Hún er annar höfundur bókarinnar Út að hlaupa sem er alhliða hand- bók fyrir byrjendur og lengra komna í hlaupaíþróttinni. Fyrirlesturinn er hluti af fræðslufundaröð um Heilsueflandi samfélag á árinu 2019

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.