Skessuhorn - 03.01.2019, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 9
Spennandi
við Rannsóknarþjónustu Sýnar.
Upplýsingar og skráning hjá Fisktækniskóla Íslands
Námið skiptist í tvær annir. Námið er kennt í lotum. Kennt er í dreifnámi og staðarlotum sem
henta vel starfsfólki á vinnumarkaði.
Fyrsta lota byrjar eftir miðjan janúar.
Inntökuskilyrði:
Hafa lokið námi í Fisktækni eða sambærilegu námi. Mat á reynslu og þekkingu úr sjávarút-
vegi getur einnig gilt til að
uppfylla inntökuskilyrði.
Miklir starfsmöguleikar við gæðamál í sjávarútvegi og víðar.
GÆÐASTJÓRN
NÁM MEÐ VINNU
Sveitarstjórn Borgarbyggðar tók á
síðastliðnu hausti ákvörðun um að
fá utanaðkomandi aðila til að gera
úttekt á stöðu Slökkviliðs Borgar-
byggðar. Var niðurstaðan kynnt á
fundi byggðarráðs skömmu fyr-
ir jól. Fram kemur í skýrslunni að
ýmsu er ábótavant í starfi slökkvi-
liðsins, bæði hvað varðar samskipti
innan liðsins en einnig að skort
hafi á stuðningi sveitarfélagsins
við starfsemina.
„Ástæða fyrir þessari saman-
tekt var margháttuð,“ segir Gunn-
laugur A Júlíusson sveitarstjóri.
„Mannvirkjastofnun gerði úttekt
á stöðu slökkviliðsins fyrir tveim-
ur árum og fyrir liggur að vinna
brunavarnaráætlun fyrir sveitar-
félagið á næsta ári. Hún skal ná
yfir næstu fimm ár. Einnig hef-
ur á undanförnum árum fjölg-
að stórum og flóknum bygging-
um samhliða mikilli uppbygg-
ingu í ferðaþjónustu í Borgar-
byggð. Í þessu sambandi er mikil-
vægt fyrir kjörna fulltrúa að hafa
gott og yfirgripsmikið yfirlit um
stöðu slökkviliðsins til að þróa það
áfram til framtíðar í sambandi við
þær kröfur sem gera þarf til þess,“
segir Gunnlaugur.
Það var Dóra Hjálmarsdótt-
ir, verkfræðingur hjá Verkís, sem
vann skýrsluna. Gunnlaugur seg-
ir að í niðurstöðum Dóru komi
margt áhugavert og gagnlegt fram
sem mun nýtast sveitarstjórn við
mótun stefnu og ákvarðanatöku
við frekari þróun slökkviliðs-
ins. Við vinnslu skýrslunnar voru
m.a. tekin ítarleg viðtöl við þá
sem tengjast starfi slökkviliðsins
á einn eða annan hátt auk annarr-
ar gagnaöflunar. Um 68% virkra
slökkviliðsmanna tók þátt í viðtöl-
unum.
Helstu niðurstöður skýrslunn-
ar eru þær að Slökkvilið Borgar-
byggðar byggir á góðum grunni
og hefur um áraraðir verið sinnt af
mikilli elju af núverandi slökkvi-
liðsstóra. Liðið hefur góðan
kjarna slökkviliðsmanna sem líta
á starfið sem samfélagsþjónustu,
en fram kemur að liðið er farið að
eldast, en meðalaldur er ríflega 44
ár. „Þá kemur fram í skýrslunni
að ákveðinn samskiptavandi er til
staðar innan liðsins. Æfingafyrir-
komulag og menntun slökkviliðs-
manna er ábótavant auk þess sem
brunavarnaráætlun 2014-2019 er í
ýmsum atriðum ábótavant. Einn-
ig kemur fram að fjármuni hefur
skort til reksturs og tækjakaupa og
að hefja þurfi vinnu við úrbóta-
aðgerðir á ýmsum sviðum. Tölu-
verða fjármuni þarf því að leggja
í slökkviliðið umfram núverandi
fjármagn til reksturs slökkviliðs-
ins. Loks er bent á að taka þarf
upp nýtt skipulag æfinga og stofna
þarf fagráð slökkviliðsins,“ segir
Gunnlaugur.
Samskiptavandi og
áhugaleysi sveitar-
stjórnar
Ljóst er að skýrsla Dóru Hjálm-
arsdóttur er afdráttarlaus um að
endurbóta er þörf innan Slökkvi-
liðs Borgarbyggðar. Í niðurstöðu-
kafla segir m.a: „Úttektin leið-
ir í ljós djúpstæðan samskipta-
vanda og ágreining sem virðist
hafa fengið að þróast í langan tíma
og skapað hefur skort á trausti og
virðingu milli manna. Orðið hefur
stöðnun í starfi slökkviliðsins sem
fram kemur m.a. í skorti á mark-
vissri eftirfylgni áætlan um æfing-
um og menntun, sem og endur-
nýjun búnaðar og tækja. Ástæð-
ur teljast vera samverkandi þættir
samskiptavanda innan slökkviliðs-
ins og áhugaleysis sveitarstjórnar
fyrir málefnum slökkviliðsins sem
fram kemur m.a. í formi ósvaraðra
erinda, ófullnægjandi umræðu um
nauðsynlegar úrbætur og skorti
á fjármagni til nauðsynlegra að-
gerða.“
Byggðarráð Borgarbyggðar
fjallaði eins og fyrr segir um skýrsl-
una á fundi sínum 20. desember sl.
Aðspurður um næstu skref segir
Gunnlaugur að ákveðið hafi verið
að hefja undirbúning að stofnun
fagráðs og setja af stað vinnu við
úrbótaáætlun á þeim grunni sem
niðurstaða skýrslunnar sýnir.
mm
Úttekt á starfsemi og stöðu
Slökkviliðs Borgarbyggðar
Nýr og vel búinn slökkvibíll kom í flotann 2007.
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is