Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2019, Page 11

Skessuhorn - 03.01.2019, Page 11
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 11 Safnahús Borgarfjarðar Bjarnarbraut 4-6 Borgarnesi, 433 7200 Verði breytingar á dagskrá verður það kynnt á www.safnahus.is Marín Guðrún Hrafnsdóttir „Kona á skjön“ Um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi Fyrirlestur í Hallsteinssal fimmtudaginn 10. janúar 2019, kl. 19.30. Marín Guðrún er bókmenntafræðingur og langömmubarn Guðrúnar. Í erindi sínu segir hún sögu hennar sem er um margt ævintýraleg. Fyrirlesturinn tekur um klukkutíma, svo verður spjallað og heitt á könnunni. Vakin er athygli á að sama dag kl. 10.00 er Myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafnsins skv. fyrri auglýsingu. Þar greina gestir ljósmyndir. Verið innilega velkomin! EEE Þrettándabrennan verður haldin sunnudaginn 6. janúar við þyrlupallinn á Jaðarsbökkum. Blysför hefst kl. 17 við Þorpið, Þjóðbraut 13. Björgunarfélag Akraness sér um brennuna og flugeldasýningu sem hefst um kl. 17:30. Að því loknu býður ÍA gestum í íþróttahúsið á Jaðarsbökkum þar sem val á Íþróttamanni Akraness 2018 verður tilkynnt. Ef breyting verður á tímasetningu vegna veðurs verður það tilkynnt á www.akranes.is. Þrettándagleði og Íþróttamaður Akraness Hætt var að innheimta komugjöld af öryrkjum og öldruðum í heilsu- gæslu og hjá heimilislæknum frá 1. janúar síðastliðnum, samkvæmt ákvörðun Svandísar Svavarsdótt- ur heilbrigðisráðherra. Gildir það jafnt hvort sem um er að ræða komu á dagvinnutíma eða á öðr- um tímum sólarhringsins. Gjald fyrir vitjanir lækna til aldraðra og öryrkja verður einnig fellt niður. Líkt og áður eru ekki innheimt komugjöld hjá börnum að 18 ára aldri. „Þetta er mikilvæg aðgerð og liður í stefnu stjórnvalda um að draga úr greiðsluþátttöku sjúk- linga vegna heilbrigðisþjónustu og auka á móti framlög hins opin- bera. Þetta er einnig í samræmi við þá áherslu að efla hlutverk heilsu- gæslunnar sem fyrsta viðkomu- staðar fólks í heilbrigðiskerfinu“ segir Svandís. Þak var sett á heildarútgjöld sjúklinga og ýmsar aðrar breyting- ar gerðar varðandi greiðsluþátt- töku fólks fyrir heilbrigðisþjón- ustu með nýju greiðsluþátttöku- kerfi árið 2017. Þessi breyting hef- ur lækkað verulega útgjöld þeirra sem mest þurfa á heilbrigðisþjón- ustu að halda og stuðlað að aukn- um jöfnuði meðal notenda heil- brigðiskerfisins. Heildarútgjöld sjúklinga í nýja greiðsluþátttöku- kerfinu eru um 1,5 milljörðum króna lægri á ársgrundvelli en þau voru áður og lækka enn frekar með niðurfellingu komugjalda öryrkja og aldraðra um áramótin. Komugjöld almennra notenda í heilsugæslunni verða óbreytt að krónutölu á nýju ári og taka því ekki hækkunum í samræmi við breyttar verðlagsforsendur. Komur öryrkja í heilsugæsl- una eru um 55.000 á ársgrundvelli og komur aldraðra um 107.500, miðað við tólf mánaða tímabil frá miðju ári 2017 – 2018. mm Komugjöld í heilsu- gæslu felld niður hjá öryrkjum og öldruðum Ástkær faðir okkar, afi og langafi, Ragnar Sveinn Olgeirsson, lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð aðfararnótt 29. desember síðastliðins. Útför hans fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 5. janúar nk. kl. 14.00. Hann verður jarðsettur í Lundarkirkjugarði að aflokinni erfidrykkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi. Sigurður Oddur Ragnarsson Guðbjörg Ólafsdóttir Olgeir Helgi Ragnarsson Theodóra Þorsteinsdóttir barnabörn og langafasynir Andlát: Ragnar Sveinn Olgeirsson áður bóndi á Oddsstöðum Bændur í Reykhólahreppi, ásamt bændum á Ströndum og í Ísafjarð- ardjúpi, sendu samtals um tvö þús- und heyrúllur til Noregs um jólin. Flutningaskip lagðist að bryggju á Hólmavík á aðfangadagsmorgun og hafist var handa við að lesta það rétt fyrir hádegið sama dag. Hald- ið var áfram að lesta á öðrum degi jóla, en sæfarar og sauðfjárbændur tóku sér frí frá lestun á jóladag, 25. desember. Heyskapur var með versta móti í Noregi á liðnu sumri vegna mik- illa þurrka. Af þeim sökum óskuðu Norðmenn þess að fá að flytja inn hey frá Íslandi til að fóðra skepnur sínar. Rúmlega þrjátíu þúsund hey- rúllur hafa verið fluttar til Noregs frá Íslandi það sem af er vetri, eink- um frá norðanverðu landinu. Fyrir hverja rúllu borga Norð- mennirnir á bilinu 7.800 til 10 þús- und krónur, eftir gæðum og raka- stigi heysins. Útflutningurinn til Noregs verður því að teljast kær- komin búdrýgindi fyrir bændur á svæðinu. Meira er til af heyi og voru bændur að vonast eftir öðru skipi seinna í vetur. kgk Tvö þúsund rúllur til Noregs Heyrúllunum raðað um borð í flutningaskipið sem flutti þær áleiðis til Noregs. Fluttar voru út um tvö þúsund rúllur. Hér má sjá stóran hluta þeirra í stæðum á kæjanum á Hólmavík, þaðan sem skipað var út. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.