Skessuhorn - 03.01.2019, Qupperneq 18
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 201918
Horft til baka og litið til nýja ársins
Meetoo byltingin, vætutíð, ferðalög, verkalýðsmál og fleira kemur við sögu
Nú þegar árið 2019 er gengið í garð er vel við
hæfi að líta til baka og velta fyrir sér árinu sem
var að ljúka. Líkt og undanfarin ár leitaði Skessu-
horn til nokkurra valinkunnra Vestlendinga víðs-
vegar um landshlutann og spurði þá spurninga
um árið sem leið. Var fólk spurt að því hvað stóð
upp úr á árinu sem var að líða og hverjar vænt-
ingar til nýja ársins væru. Svörin létu ekki á sér
standa og voru flestir sammála um að 2018 hefði
verið ánægjulegt og gott ár. Væntingar til ársins
2019 eru einnig góðar og eru Vestlendingar al-
mennt bjartsýnir í upphafi árs.
Halldóra Jónsdóttir:
Fagnar auknum lestraráhuga
„Þegar ég hugsa til baka þá held ég að ársins 2018 verði
minnst sem rigningaársins mikla, árið sem sumarið kom ekki
á suðvesturlandi. Öfgar í veðurfari eru tíðari um allan heim og
vekur það mann til umhugsunar um framtíðina,“ segir Hall-
dóra Jónsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur á Bóka-
safni Akraness. Hún segir árið hafa verið mjög gott fyrir hana
persónulega og stendur þar upp úr fjölmargar góðar samveru-
stundir með börnum og barnabörnum. „Kjaradeila, sem ljós-
mæður stóðu í á árinu, stendur mér nærri, en dóttir mín er
ljósmóðir. Ljósmæður börðust fyrir því að fá háskólamenntun
sína metna til launa, svo einkennilegt sem það hljómar á 21.
öldinni,“ segir Halldóra.
„Fyrir mig sem starfsmann á Bókasafni Akraness, þá fagna
ég auknum lestraráhuga og finn fyrir verulegri vakningu hjá
foreldrum að hvetja börn sín til lesturs. Bókasafnið hefur und-
anfarin 15 ár staðið fyrir Sumarlestri barna 6-12 ára og sem
fyrr var mjög góð þátttaka. Lesendur Skessuhorns fengu að
fylgjast með ungu lesendunum, því safnið fékk birt vikulega í
blaðinu stutt viðtal við „lestrarhest vikunnar“.“ Þá segist Hall-
dóra einnig fagna fjölbreyttri bókaútgáfu en á árinu var eitt
ár liðið frá því að Bókasafnið hóf útlán rafbóka á vefnum raf-
bókasafn.is. „Ég hef væntingar um að þar aukist framboð á
íslensku efni, hljóðbækur og rafbækur. Tímarnir breytast og
bókasöfn landsins taka þátt í því,“ segir Halldóra. „Á árinu var
þess minnst að 100 ár voru liðin frá því að Ísland varð frjálst
og fullvalda ríki. Ég er í hópi kvenna á Akranesi sem kalla sig
„Kellingar“ og minntumst við með okkar hætti, með styrk frá
Afmælisnefnd sem skipuð var af Alþingi, afmælis fullveldis-
ins með sögugöngu á Írskum dögum og á Vökudögum. Og
við erum ekki hættar, ný og spennandi verkefni bíða,“ segir
Halldóra.
„Annað sem mér er minnisstætt frá liðnu ári er niðurrif
Sementsverksmiðjunnar og tækifærin sem felast í þeim breyt-
ingum sem brotthvarf verksmiðjunnar hefur í bænum okk-
ar. Mun samt pínulítið sakna strompsins, þegar hann hverfur.
Gjaldtöku var hætt í göngin, MeToo byltingin var áberandi á
árinu og greinilegt að margt má betur fara, samanber Klaust-
urmálið í lok ársins,“ segir Halldóra og bætir því við að HM í
fótbolta sé líka ofarlega í huga eftir árið 2018. „Þó ég sé ekki
mjög mikil fótboltafrík, þá fylgdist ég samt með af áhuga, er
íslenska karlalandsliðið í fótbolta fór í fyrsta sinn á HM. Mér
fannst þar standa upp úr þegar Hannes varði víti hjá Messi.“
Í lok ársins útskrifaðist dótturdóttir Halldóru úr Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi. „Mér fannst til fyrirmyndar
hvernig stjórnendur skólans hrósuðu og vöktu athygli á vel
unnum störfum nemenda á liðinni önn,“ segir hún. „Ég óska
Akurnesingum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og vel-
farnaðar á nýju ári,“ segir Halldóra að lokum.
Stefán Skafti Steinólfsson:
Verkalýðshreyfingin ofarlega í
huga eftir árið
Verkalýðshreyfingin er ofarlega í huga hjá Stefáni Skafta
Steinólfssyni þegar hann hugsar til baka yfir árið 2018. Hann
segir vorið hafa verið sérstaklega skemmtilegt hvað verkalýðs-
hreyfinguna varðar og að það gefi honum von um betri tíma.
„Að fá nýtt og ferskt fólk í hreyfinguna leggst vel í mig,“ seg-
ir Stefán. „Maður finnur misskiptinguna meira í dag en oft
áður og það vekur verkalýðsbaráttuna sem nú virðist ætla að
taka við sér.“ Þá segir hann veðurfarið einnig eftirminnilegt.
„Það er eftirminnilegt hversu leiðinlegt veður við fengum hér
á Vesturlandi. En þrátt fyrir það er ég heilt yfir ánægður með
árið. Mér þykja yfirleitt öll veður blíð á sinn hátt. Barnabörn-
in mín tvö vaxa og dafna og það er gaman að fylgjast með því,
þau eru helstu gleðigjafarnir.“
Árið 2019 leggst vel í Stefán og segist hann heilt yfir bjart-
sýnn fyrir árinu. „Ég hef áhyggjur af útgerð á Vesturlandi en
það eru blikur á lofti. Ég held að þetta verði ár átaka en að
niðurstaðan verði að lokum góð,“ segir Stefán.
Sigurbjörg Kristmundsdóttir:
Fagnaði fimmtugsafmæli
Þegar Sigurbjörg Kristmundsdóttir er spurð hvað standi upp
úr hjá henni árið 2018 segir hún breytingar og endurbætur
á bæði Ljómalind og Matarlindinni í Borgarnesi, þar sem
hún vinnur, ofarlega í huga. Hún segir einnig að vænta megi
frekari endurbóta þar árið 2019. „Má þar nefna vefverslun
sem ég er ennþá að vinna í,“ segir hún. „Persónulega náði ég
að verða 50 ára og hef sjaldan verið sprækari. Pétur maður-
inn minn átti líka 50 ára afmæli á árinu,“ segir hún og bætir
við að af því tilefni ætla þau að byrja nýja árið á ferð til Ed-
inborgar með alla fjölskylduna.
Nýja árið leggst vel í Sigurbjörgu. „Það er verið að kalla
eftir sanngirni í þjóðfélaginu og ég held að við þokumst í þá
átt. Allavega eru dagarnir skemmtilegri ef maður trúir því,“
segir hún jákvæð. „Svo er krónan að þokast niður og við sem
vinnum við ferðaþjónustu horfum fram á betri tíma. Einnig
er ég með allskonar gæluverkefni á kantinum sem líta vel út,“
segir Sigurbjörg.
Hildur Karen
Aðalsteinsdóttir:
Ferð til paradísareyju í
Grikklandi var dýrmæt
Aðspurð hvað standi helst upp úr árið 2018 segir Hildur Kar-
en Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri ÍA, margt koma upp
í hugann. „Það sem ég er stoltust af er að ÍA samþykkti nýja
jafnréttisstefnu og stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi og
viðbragðsáætlun ef upp koma mál af þeim toga. Þá fengum
við einnig styrk frá ÍSÍ og UMFÍ til að auka þátttöku barna
og unglinga af erlendum uppruna í íþróttum hér á Akranesi.
Við hjá íþróttahreyfingunni fengum líka umhverfisverðlaun
Akraneskaupstaðar fyrir hreinsunarátak sem við stóðum fyr-
ir og stór hluti okkar iðkenda tók þátt í. Stórt skref í mann-
virkjamálum var stigið þegar hafin var bygging fimleikahúss
við Vesturgötu en ég kynntist mannvirkjamálunum vel frá
annarri hlið er ég leysti af sem forstöðumaður íþróttamann-
virkja Akraneskaupastaðar um nokkurra mánaða skeið í upp-
hafi árs,“ segir Hildur.
Þá var árið 2018 gott ár fyrir Hildi persónulega og segir
hún margt gott hafa gerst á árinu. „Dóttir mín hóf háskóla-
nám og frumburðurinn útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla Ís-
lands rétt fyrir jól. Vænst þótti mér þó að halda upp á sjö-
tugsafmæli föður míns, Aðalsteins Kristjánssonar, á lítilli
paradísareyju í Grikklandi með stórfjölskyldunni, það voru
dýrmætar stundir,“ segir Hildur. Aðspurð segir hún árið
2019 leggjast vel í sig og að margt spennandi sé á döfinni.
„ÍA stefnir á að verða fyrirmyndarhérað ÍSÍ og svo verður
glæsileg frístundamiðstöð vígð á Garðavelli með vorinu.
Stuðningur og velvilji bæjarbúa ásamt árangri og metnaði
iðkenda okkar verður svo til þess að það er alltaf gaman að
mæta í vinnuna hjá ÍA,“ segir hún.
Lilja Magnúsdóttir:
Spáir orðaskaki á opinberum
vettvangi þetta ár
Fótboltinn og verkalýðsmálin voru meðal þess sem stóð mest
upp úr hjá Lilju Magnúsdóttur í Grundarfirði. „Það sem stóð
upp úr árið 2018 var að Heimir Hallgrímsson hætti með fót-
boltalandsliðið sem var alveg ótrúlega sorglegt. Eins finnst
mér verkalýðsmál hafa verið afskaplega fyrirferðamikil á liðnu
ári en það er af hinu góða reyndar,“ segir Lilja. „Samt ótrúlega
sorglegt hvað við erum oft aftarlega á merinni hér á lands-