Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2019, Page 26

Skessuhorn - 03.01.2019, Page 26
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 201926 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hvernig fannst þér Áramótaskaupið? Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Þóra Gunnarsdóttir Sumt var gott og annað ekki. Sunneva Ólafsdóttir Það var ágætt. Ingvar Jón Sesil Viðarsson Það voru nokkrir fyndnir brand- arar en líka mikið af engu eig- inlega. Ingibjörg Eyja Erlingsdóttir Það var allt í lagi. Páll Skúlason Það var bara gott miðað við þessi sem hafa verið síðustu ár. Hlaupahópur Snæfellsbæjar, með þau Rán Kristinsdóttur og Fannar Bald- ursson í fararbroddi, stóð fyrir Gaml- ársdagshlaupi. Veður og færð voru ekki alveg upp á það besta; hálka og kalt. Hlauparar létu það þó ekki á sig fá og mættu um 20 galvaskir við Íþróttahús Snæfellsbæjar um hádegið á Gamlársdag. Boðið var upp á tvær vegalengdir og hlaupið til gamans og þátttakendur hvattir til að mæta í bún- ingum sem flestir gerðu og gaman að sjá skemmtilega búninga. Að hlaupi loknu buðu þau hjón Rán og Fann- ar ásamt börnum sínum upp á heitt súkkulaði til að halda upp á hlaupið ásamt því að tekið var forskot á flug- eldasýningar kvöldsins þegar kveikt var í einni tertu. Voru hlauparar mjög ánægðir með þennan viðburð. þa Hlupu í Snæfellsbæ á Gamlársdag Hið árlega gamlárshlaup Knatt- spyrnufélags ÍA var haldið eft- ir hádegi á gamlársdag. Hlaup- ið var prýðilega vel sótt og góður hópur sem hljóp út árið. Ræst var af stað frá Akratorgi kl. 13:00. Sú skemmtilega hefð hefur skapast í tengslum við hlaupið að hlaupar- ar klæðast margir skrautlegum og skemmtilegum búningum. Undir- strikar það að léttleikinn er í fyrir- rúmi og allir kátir á síðasta degi árs- ins. Ekki var fylgst sérstaklega með tímum eða hverjir komu fyrstir í mark, enda hlaupið fyrst og fremst til skemmtunar. Meistaraflokkur kvenna átti veg og vanda að framkvæmd hlaupsins, en það er liður í fjáröflun liðsins fyrir æfingaferð sem farin verður í vor. kgk/ Ljósm. gbh. Gamla árið kvatt á hlaupum

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.