Skessuhorn


Skessuhorn - 22.05.2019, Side 2

Skessuhorn - 22.05.2019, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 20192 Það er margt áhugavert að ger- ast í tónlistarlífinu á Vesturlandi á næstu dögum. Á fimmtudaginn verða Flamenco tónleikar á Hvann- eyri. Á föstudaginn verður Soffía Björg með tónleika í Landnáms- setrinu. Karlakór frá Noregi verð- ur með tónleika í Reykholtskirkju á laugardaginn og hljómsveitin GÓSS verður á Hvanneyri á sunnu- daginn. Nánari upplýsingar um ýmsa viðburði er hægt að finna á bls. 29 hér í blaðinu. Á morgun er spáð norðaustlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s. Skýj- að á landinu og sumsstaðar dálít- il væta. Hiti 5-14 stig, hlýjast á Suð- vesturlandi. Á föstudag er útlit fyrir breytilega átt, skýjað að mestu og skúrir verða á víð og dreif, einkum á Suður- og Vesturlandi. Kólnar að- eins. Á laugardag er spáð austan- og norðaustanátt 5-10 m/s. Allvíða dálítil rigning, jafnvel slydda í inn- sveitum á Norður- og Austurlandi. Hiti frá tveimur stigum fyrir norðan en upp í 12 stig á Suðvesturlandi. Á sunnudag má gera ráð fyrir norð- lægri átt 3-10 m/s og skýjað að mestu og síðdegisskúrir suðvest- anlands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti 1-11 stig, svalast á norðausturhorninu. Á mánudag er útlit fyrir norðlæga átt og slyddu á köflum um landið norðanvert. Annars þurrt og kólnar heldur. Í síðustu viku voru lesendur á vef Skessuhorns spurðir hvenær þeir fara að sofa. Flestir, eða 66% svar- enda, fara að sofa á milli kl. 22 og miðnættis. 18% segjast fara að sofa frá miðnætti til tvö að nóttu. 8% fara að sofa á milli kl. 20 og 22. 6% segja það vera misjafnt hvenær þeir fara að sofa og 3% segjast fara að sofa eftir kl. tvö að nóttu. Í næstu viku er spurt: Borðar þú morgunmat? Alexandrea Rán Guðnýjardótt- ir vann á sunnudaginn til brons- verðlauna á heimsmeistaramótinu í bekkpressu og setti á sama tíma nýtt Íslandsmet þegar hún lyfti 75 kílóum. Alexandrea er Vestlending- ur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Vítaverður hraðakstur BORGARFJ: Ekkert lát er á hröðum akstri í umdæmi Lög- reglunnar á Vesturlandi. Kem- ur það bæði fram í myndavél- um og við almennt umferð- areftirlit. Að sögn lögreglu var algengt að ökumenn væru stöðvaðir á 105-120 km/klst. þar sem leyfilegur hámarks- hraði er 90 km/klst. Sá sem hraðast ók í umdæmi lög- reglunnar á Vesturlandi í síð- ustu viku var mældur á hvorki meira né minna en 141 km/ klst. skammt norðan við Dýr- astaði í Norðurárdal. Segir lögregla það vítaverðan hrað- akstur. Eftir að vikmörk höfðu verið dregin frá mælingunni var ökumaðurinn kærður fyr- ir að aka á 136 km/klst. Við því liggur 150 þúsund króna fjársekt auk þess sem ökumað- ur fær þrjá punkta í ökuferils- skrá sína. -kgk Af með nagladekkin! VESTURLAND: Lögregl- an á Vesturlandi er ekki farin að kæra ökumenn fyrir að vera með nagladekk undir bifreið- um sínum. Ekki er byrjað að sekta fyrir slíkt á sama tíma í umdæminu og í höfuðborg- inni, enda aðrar aðstæður aðr- ar. Lögregla minnir engu að síður á að heimild til að hafa nagla undir skv. umferðarlög- um er liðin og hvetur fólk til að taka nagladekkin undan, sé það ekki búið að því nú þegar, ekki síst þá sem búa í suður- hluta umdæmisins. -kgk Brotist inn í bílskúra AKRANES: Brotist var inn í bílskúr við Reynigrund á Akranesi laugardaginn 18. maí. Lögreglu var tilkynnt um málið kl. 8:00 að morgni og talið að innbrotið hafi átt sér stað um nóttina. Mikið af verkfærum var stolið, s.s. sög- um, borvélum og fleiri verk- færum. Fingraför fundust á vettvangi glæpsins. Daginn eftir, sunnudaginn 19. maí, var lögreglu tilkynnt um inn- brot í bílskúr í Jörundarholti á Akranesi. Þaðan var stolið borvél, rafhlöðum og hleðslu- tæki. Bílskúrinn var ólæst- ur. Lögregla hvetur fólk til að hafa heimili sín og bílskúra læst. Bæði innbrotin eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á Vesturlandi og lögregla hvetur fólk til að hafa samband ef það hefur orðið vart við óeðlilegar mannaferðir á Reynigrund og Jörundarholti á þeim tíma sem innbrotin eru talin hafa átt sér stað. -kgk Eftirlit með gististöðum VESTURLAND: Lögregl- an á Vesturlandi var við eftir- lit með hótelum og gististöð- um í umdæminu í liðinni viku, ásamt starfsfólki ríkisskatt- stjóra. Að sögn lögreglu felst eftirlitið í því að kanna hvort hótel og gististaðir hafi gild leyfi til rekstrarins, séu með þau sýnileg og fleyra í þeim dúr. -kgk Síðastliðinn miðvikudag var lok- ið við að plægja í jörðu nýjan raf- streng að Lambastöðum á Mýr- um. Auk Lambastaða komast bæ- irnir Leirulækur og Leirulækjarsel í samband. Þetta var þetta fyrsti áfangi að þriggja fasa rafvæðingu Mýranna. Samhliða rafstrengnum er lagt ídráttarröð fyrir ljósleiðara en verkefnið er skipulagt þannig að samlegðaráhrif verði sem mest í þessum tveimur verkefnum. Við þetta tækifæri mættu meðal ann- ars fulltrúar Borgarbyggðar, Bún- Þrír fasar komnir að Lambastöðum aðarfélags Mýramanna og Rarik og fylgdust með þegar strengur- inn var plægður síðustu metrana heim að tengivirki á bænum. Lilja Björg Ágústsdóttir, forseti sveit- arstjórnar Borgarbyggðar, fram- kvæmdi þann táknræna gjörning að klippa á kapalinn þegar búið var að plægja strenginn alla leið. Ríkisstjórnin samþykkti í vetur að tillögu Þórdísar Kolbrú- nar R Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að lagt yrði til ákveðið flýtigjald og áhers- la lögð á að ljúka þrífösun raf- magns á Mýrum annars vegar og í Skaftárhreppi hins vegar. Með tilkomu flýtigjalds varð mögulegt að nýta samlegðaráhrif með la- gningu ljósleiðara í Borgarbyg- gð og þriggja fasa rafmagns um Mýrarnar á árunum 2019 – 2022. Samkvæmt verkáætlun Rarik er svæðinu skipt upp í þrjá aðskilda verkhluta sem koma til framkvæm- da á jafn mörgum árum. Nokkur stór kúabú eru á Mýrum og hafa heimamenn sótt það fast að þrífö- sun rafmagns verði flýtt sem kos- tur er. Tækjabúnaður í nútímafjó- sum er hannaður með tilliti til að- gangs að þriggja fasa rafmagni. Þá er stýring búnaður og eftirlit jaf- nframt mjög háð því að fjarskip- tasamband sé tryggt og því er la- gning ljósleiðara jafnframt mikil- væg í ljósi þess að fjarskiptasam- band er víða stopult á svæðinu. „Þetta er frábær áfangi í samgön- gubótum og flott fyrir samfélagið okkar,“ segir Halldór Gunnlaugs- son, bóndi á Hundastapa og stjór- narmaður í Búnaðarfélagi Mýra- manna. af þessu tilefni. mm/ Ljósm. Óskar Þór Óskarsson. Sveitarstjórn Borgarbyggðar og lóðarhafar við Borgarbraut 55 í Borgarnesi hafa komist að sam- komulagi um kaup sveitarfélagsins á húseigninni. Þetta eru fyrirtæk- in Grani ehf. þar sem verslun Líf- lands er til húsa og Bifreiðaþjón- ustu Harðar ehf. þar sem dekkja- og smurverkstæði er. Fimmtíu ára lóðarleigusamningur rann út 25. apríl síðastliðinn og samkvæmt fyrri ákvörðun sveitarstjórnar lá fyrir að hann yrði ekki endurnýjað- ur við núverandi lóðarhafa. Samn- ingsaðilar hafa frá því á síðasta ári deilt um hvort núverandi lóðarhaf- ar hefðu lögvarinn rétt á framleng- ingu lóðarleigusamninga. Nú hefur náðst sátt um að tveir óháðir mats- menn, löggiltir fasteignasalar, verði fengnir til að verðmeta fasteign- ina og að gengið verði frá kaup- um Borgarbyggðar á húsinu sem fyrst. Stefnt er að núverandi starf- semi verði farin úr húsinu í síðasta lagi 1. september 2021. „Matsverð hvors eignarhluta um sig skal feng- ið þannig að tveir óháðir matsmenn (löggiltir fasteignasalar) framkvæmi sitt hvort sjálfstæða matið á mark- aðsvirði hvors hluta fasteignarinn- ar að Borgarbraut 55, miðað við forsendur í apríl 2019. Matsmenn skulu meta eignarhlutana mið- að við núverandi eða hliðstæð not með forsendur á fasteignamarkaði í Borgarnesi í dag að leiðarljósi og þá horfa til þess búnaðar sem þeim fylgir. Kaupandi greiðir kostnað af mati,“ segir í samningnum. Jafnframt greiðist úr öðrum málum Samkomulag Borgarbyggðar við lóðarhafana greiðir fyrir því að hægt sé að ganga frá innkeyrslu á baklóð við Borgarbraut 57. í samn- ingnum felst m.a. að lóðarhafar við Borgarbraut 55 skuldbinda sig til þess að standa á engan hátt í vegi fyrir því að sveitarfélagið leggi innkeyrslu á lóðarmörkum lóð- anna Borgarbraut 55 og Borgar- braut 57, í samræmi við núgildandi deiliskipulag, þó að framkvæmdin kunni að hafa í för með sér rask og/ eða óþægindi fyrir þá. Jafnframt skapast við fyrrgreint samkomu- lag forsendur til að undirbúa upp- byggingu íbúðarhúsnæðis að Borg- arbraut 55 í náinni framtíð, þannig að miðbær Borgarness fari að taka á sig endanlega mynd. mm Samkomulag hefur nú náðst um verðmat á fasteigninni á Borgarbraut 55 og skapast um leið svigrúm til að leggja megi innkeyrslu að bílastæðum fjölbýlishúss við Borgarbraut 57. Samkomulag næst um að verðmat verði gert á Borgarbraut 55

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.