Skessuhorn - 22.05.2019, Side 3
Við höfum nú þegar lagt af stað í þennan leiðangur og í
umhverfisskýrslunni vörðum við næstu áfanga og tímasetjum
þá. Á meðal stóru verkfæranna eru notkun lífrænna
kolefnisgjafa í stað óendurnýjanlegra, orkuendurvinnsla
á glatvarma, klasasamstarf með áherslu á líftækni,
þróun nýrra hráefna og plöntun nytjaskógar umhverfis
Grundartangasvæðið.
Innlegg Elkem Ísland í alþjóðlega baráttu gegn hlýnun jarðar
í gegnum framleiðsluvörur sínar er nú þegar verulegt og
væntanlega stærsta framlag sem frá Íslandi kemur á því sviði.
Um er að ræða háþróaðar tegundir kísilmálms sem draga úr
orkutapi við flutning rafmagns. Málminn, sem framleiddur
er með vistvænni og endurnýjanlegri íslenskri vatnsaflsorku,
er m.a. að finna í nýlegum vindmyllum víða um heim,
flestum tegundum rafmagnsbíla á heimsmarkaði og nýjustu
heimilistækjum flestra stærstu vörumerkja veraldar með
orkunýtingarstuðulinn A+ eða hærra.
Með framleiðslunni leggur Elkem Ísland dýrmætt lóð á
vogarskálar orkusparnaðar um víða veröld. Þegar við
bætist að vinnslan grundvallast á grænni raforku og að
kolefnisfótspor framleiðslunnar verði að engu orðið getur
íslensk þjóð fagnað þessu framlagi sínu til nauðsynlegrar
sáttar mannkyns við nútíð sína og framtíð á sviði
umhverfismála. Elkem Ísland hefur gefið loforð sitt um
öfluga þátttöku í þeim efnum og sett stefnuna á almenna
viðurkenningu sem vistvænn orkusækinn iðnaður.
Í nýútkominni
umhverfisskýrslu og grænu
bókhaldi setur Elkem Ísland
sér það stóra markmið að
starfsemin verði með öllu
orðin kolefnishlutlaus fyrir
árið 2040. Um leið yrðum
við að öllum líkindum fyrsta
kísiljárnverksmiðjan í heimi án
nokkurs kolefnisfótspors. Við
lítum á það sem skylduverkefni
að laga starfsemina að
ströngustu umhverfiskröfum og
leggja um leið okkar af mörkum
til lífsnauðsynlegrar sáttar
við framtíðina fyrir komandi
kynslóðir.
Loforð um sátt
Gestur Pétursson,
forstjóri Elkem Ísland
Umhverfisskýrslan og niðurstöður umhverfisvöktunar 2018
eru aðgengilegar á vef okkar, www.elkem.is