Skessuhorn


Skessuhorn - 22.05.2019, Side 6

Skessuhorn - 22.05.2019, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 20196 Ný heimasíða sveitarfélagsins HVALFJ.SV: Hvalfjarð- arsveit hefur opnað nýja heimasíðu fyrir sveitarfé- lagið. „Á henni er m.a. hægt að gerast áskrifandi að frétt- um og senda inn tilkynningu um viðburð. Jafnframt hafa umsóknareyðublöð mörg hver verið uppfærð og þeim fjölgað og að lokum má geta þess að nýja síðan virkar mjög vel í farsímum,“ segir Linda Björk Pálsdóttir sveit- arstjóri. Helga leysir Maggý af VESTURLAND: Helga Guðjónsdóttir í Ólafsvík hefur verið ráðin til starfa hjá Samstökum sveitarfélaga á Vesturlandi í tímabund- ið starf í fjarveru Margrétar Bjarkar Björnsdóttur sem er farin í ársleyfi meðan hún stýrir Markaðsstofu Vest- urlands. Helga mun sinna verkefnum hjá atvinnuráð- gjöf SSV. Frá þessu er greint á síðu samtakanna. -mm Segja upp vátrygginga- samningi BORGARB: Á fundi byggð- arráðs Borgarbyggðar síðast- liðinn fimmtudag var sam- þykkt að segja upp samningi um vátryggingar sveitar- félagsins. „Lagt fram minn- isblað sviðsstjóra stjórn- sýslu- og fjármálasviðs, dags. 8. maí 2019, þar sem lagt er til að samningi við VíS um tryggingar sveitarfélagsins sé sagt upp,“ segir í fundargerð. Eins og fram hefur komið ákvað tryggingafélagið VíS að hætta rekstri vátrygginga- umboða á flestum stöðum á landsbyggðinni á síðasta ári og var skrifstofu VíS í Borg- arnesi lokað í kjölfar þeirr- ar ákvörðunar 1. október sl. Óánægju hefur gætt um þá ákvörðun tryggingafélagsins er hún rót þeirrar ákvörðun- ar að vátryggingasamningi er nú sagt upp. -mm Auglýst eftir Snæfellsbæingi ársins SNÆFELLSBÆR: Óskað er eftir tillögum íbúa Snæfells- bæjar að Snæfellsbæingi ársins 2019. Frestur til að skila inn til- nefningum er til 10. júní næst- komandi. Að þeim tíma liðn- um fer menningarnefnd Snæ- fellsbæjar yfir tilnefningarn- ar og kynnir á hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní hver verður sæmdur heiðursnafn- bótinni Snæfellsbæingur ársins 2019. Nánar á heimasíðu Snæ- fellsbæjar, en þar má jafnframt finna hlekk til að senda inn til- nefningar. -kgk Barn brenndist á fæti BORGARFJ: Slys varð á Varmalandi í Borgarfirði um miðjan dag á sunnudag þeg- ar þriggja ára gamall dreng- ur var þar að leik undir eftir- liti foreldris. Drengurinn hljóp yfir læk, steig með öðrum fæti ofan í hann og brenndist á fæti. Hvorki drengurinn né for- eldri gerðu sér grein fyrir því að um hveravatn væri að ræða og hversu heitt vatnið væri. Barnið var flutt með sjúkrabíl á Barnaspítalann við Hringbraut í Reykjavík til aðhlynningar. -kgk Ekið á gangandi vegfaranda Slys varð á Dalbraut á Akranesi fimmtudaginn 16. maí síðastlið- inn, þegar lyftara var ekið yfir fót gangandi vegfaranda. Við- komandi hlaut einhverja áverka á fæti við slysið. Þá var bakkað á dráttarvél á Dalbraut þriðjudag- inn 14. maí sl. Engin slys urðu á fólki og málið telst upplýst. -kgk Ellefta landsþing Slysavarnafélags- ins Landsbjargar var haldið um liðna helgi á Egilsstöðum. Um sexhundruð sjálfboðaliðar frá slysa- varnadeildum og björgunarsveit- um af öllu landinu sátu þingið og tóku þátt í viðburðum því tengdu. Á þinginu ræddu þingfulltrúar fjöl- mörg mál varðandi starf félags- ins og voru línur lagðar fyrir næstu starfsár. Nýr formaður félagsins var kjörinn Þór Þorsteinsson frá Skálpastöðum í Borgarfirði en auk hans voru átta félagar víða af land- inu kjörnir í stjórn. Forsvarsmenn Landsbjargar af- hentu nokkrum fyrirtækjum og einstaklingum Áttavitann, heiðurs- viðurkenningu fyrir náið samstarf og mikilvægan stuðning við SL. Það voru Vodafone, Landsbankinn og Landhelgisgæslan auk rithöf- undanna Steinars J Lúðvíkssonar og Óttars Sveinssonar. í tengslum við þingið var blásið til Björgunarleika þar sem björg- unarsveitafólk keppti í björgunar- tengdum þrautum víða um Egils- staði. Þetta árið voru það 18 harð- snúin lið frá björgunarsveitum sem kepptu sín á milli í björgunar- tengdum þrautum víða um Egils- staði. Dagskrá landsþings lauk svo með árshátíð á laugardagskvöldinu í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. mm/ Ljósm. sós/sá Nýr formaður SL að grilla í landsþings- gesti. Ljósm. sá. Þór kosinn formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar Ný stjórn Landsbjargar. Þór Þorsteinsson er annar frá hægri í efri röð. Ljósm. sós. Á Björgunarleikunum tóku 18 harðsnúin lið þátt. Ljósm. sós. Svipmynd af þinghaldinu á Egilsstöðum. Ljósm. sós.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.