Skessuhorn


Skessuhorn - 22.05.2019, Qupperneq 7

Skessuhorn - 22.05.2019, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 2019 7 Mánudagur 27. maí Knattspyrna Vinavika Knattspyrnudeildar Skallagríms: Allir velkomnir að koma á æfingar. Íþrótta- og leikjadagur í frístund í Borgarnesi og Seli á Hvanneyri. Vinaæfing í frjálsum fyrir 1.-4. bekk kl. 15:55-16:45. Þriðjudagur 28. maí Crossfit braut (íþróttavöllurinn í Borgarnesi) með Írisi Grönfeld kl. 12:10-13:00. Ganga frá Íþróttahúsinu í Borgarnesi með Guðmundu Ólöfu Jónasdóttur kl. 13:00. Vinaæfing í frjálsum fyrir 5. bekk og eldri kl. 16:20-18:00. Fyrirlestraröð í Hjálmakletti kl. 20:00 Líkamsvitund: Leið að betri líðan Rakel Guðjónsdóttir og Guðríður Hlíf Sigfúsdóttir Sem heilbrigt barn alla ævi Aldís Arna Tryggvadóttir Gæfuspor lífsins elexír Björn Rúnar Lúðvíksson Miðvikudagur 29. maí Vinaæfing í frjálsum 5. bekkur og eldri kl. 16:20 – 18:00. Fjölskyldujóga í Skallagrímsgarði með Guðlínu Erlu Kristjánsdóttur kl. 18:00. Fimmtudagur 30. maí Opin Vinyasa jógatími með Stefaníu Nindel í Andabæ á Hvanneyri kl. 11:00. Fjölskyldujóga í Skallagrímsgarði með Guðlínu Erlu Kristjánsdóttur kl. 13:00. Ganga út í Kistuhöfða á Hvanneyri með Sigurði Guðmundssyni. Hittumst við Landbúnaðarháskóla Íslands kl. 17:00. Föstudagur 31. maí Crossfit braut (íþróttavöllurinn í Borgarnesi) með Írisi Grönfeld kl. 12:10-13:00. Ganga upp á Eldborg frá Snorrastöðum með Þórhildi Maríu Kristinsdóttur kl. 18:00. Hreyfivika 27. maí–2. júní 2019 Laugardagur 1. júní Línuvegurinn yfir Skarðsheiði Komdu með línuveginn yfir Skarðsheiði gangandi, hjólandi eða hlaupandi. Göngufólk leggur af stað kl. 10:00, hlauparar og hjólarar kl. 11:00. Samflot í Hreppslaug kl. 14:00. Sunnudagur 2. júní Ringó í íþróttahúsinu í Borgarnesi kl. 10:00. Fyrir fólk á öllum aldri. Dansfjör í íþróttahúsinu í Borgarnesi (litla sal) með Aldís Örnu og Thelmu Eyfjörð kl. 11:00. Frjálsíþróttamót verður haldið á vellinum í Borgarnesi kl. 13:00. Allir mega taka þátt. UMSB hefur undafarin ár tekið þátt í hreyfiviku UMFÍ sem haldin er árlega. Hreyfivikan er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. Allt um hreyfiviku má finna inn á hreyfivika.is. Hreyfivika UMSB er unnin í samstarfi við heilsueflandi samfé- lag í Borgarbyggð. Meginmarkmið með Heilsueflandi samfélagi er að heilsa og líðan allra íbúa sé í fyrirrúmi. Því eiga þessi verkefni afar vel saman. Frekari upplýsingar á facebook síðum UMFÍ og UMSB. Allir viðburðir í heilsuvikunni eru ókeypis og opnir öllum! S K E S S U H O R N 2 01 9 Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016 Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. mars að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er eftirfarandi: Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hags- munaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athuga- semdir sem snúa að málefnum aðalskipulagsins. Ákveðið hefur verið að framlengja athugasemdafrest sem upphaflega átti að vera frá 11. apríl til 24. maí. Framlengur athugasemdafrestur verður til 18. júní. Lýsingin liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar Miðbraut 11, 370 Búðardal og á heimasíðu sveitarfélagsins dalir.is. Athugasemdum eða ábendingum skal skila til skrifstofu Skipulags- fulltrúa, að Miðbraut 11 Búðardal eða netfang skipulag@dalir.is fyrir 18. júní 2019.Margir hafa fylgst með framgangi svæðisins þar sem mannvirki Sem- entsverksmiðjunnar stóðu áður við Faxabraut á Akranesi. Verktaka- fyrirtækið Work North ehf. hef- ur annast niðurrif mannvirkjanna og sér nú fyrir endann á því verk- efni. Búið er að fjarlægja þau mann- virki sem fólust í samningnum við verktakann og langt komið með að slétta svæðið. Þar er nú komin slétt og falleg flöt, ígildi nokkurra fót- boltavalla að flatarmáli. Nú verð- ur sáð í flötina og má því búast við að hún verði græn síðar í sumar. Svæðið hefur verið deiliskipulagt. Að sögn Sævars Freys Þráinsson- ar bæjarstjóra er ekki gert ráð fyr- ir að byggingaframkvæmdir hefjist þar á þessu ári þótt ekki megi úti- loka að fyrstu lóðum þar verði út- hlutað. Hann segir binda vonir við að framkvæmdir við grjótvörn og endurbætur Faxabrautar geti hafist á þessu ári. Ríkið lagði fjármagn í það verkefni á síðustu fjárlögum og undirbýr Vegagerðin útboð vegna þeirra framkvæmda. Faxabraut er eins og kunnugt er þjóðvegur í þéttbýli. mm Ragnar Guðmundsson hefur ósk- að eftir að láta af störfum sem for- stjóri Norðuráls. Ragnar hóf störf hjá fyrirtækinu árið 1997 sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs en tók við starfi forstjóra árið 2007. Hann mun verða stjórn- endum Norðuráls til ráðgjaf- ar næstu mánuði, segir í tilkynn- ingu. Norðurál er fjölmennasta starfandi fyrirtæki á Vesturlandi í dag. í stað Ragnars hefur Gunn- ar Guðlaugsson verið ráðinn for- stjóri Norðuráls. Gunnar hóf störf hjá fyrirtækinu 2008 og hef- ur verið framkvæmdastjóri Norð- uráls á Grundartanga frá 2009 og framkvæmdastjóri yfir starfsemi Century Aluminum í Evrópu og Asíu. Því hlutverki mun hann sinna áfram. Ragnar Guðmundsson segir að þau ár sem hann hafi starfað hjá Norðuráli hafi verið einkar ánægjuleg, ekki síst vegna þess góða fólks sem þar starfar. „Ég er stoltur að hafa tekið þátt í að byggja upp fyrirtæki þar sem áherslan er á öryggis- og um- hverfismál. Fyrirtæki sem á eft- ir að skapa verðmæti fyrir sam- félagið um ókomin ár. Framtíð Norðuráls er björt.“ Mike Bless, forstjóri Century Aluminum, sem er móðurfélag Norðuráls, þakkar Ragnari fyr- ir góð störf. „Ragnar var einn af fyrstu starfsmönnum Norðuráls og vann náið með stofnendum að uppbyggingu fyrirtækisins. Þáttur hans í uppbyggingu og stjórnun Norðuráls hefur verið lykilþáttur í velgengni þess. Fyrir mína hönd og stjórnar Century Aluminum þakka ég Ragnari fyrir hans fram- lag til fyrirtækisins og óska hon- um velfarnaðar.“ mm Ragnar lætur af störfum sem for- stjóri Norðuráls - Gunnar tekur við Gunnar Guðlaugsson tekur við starfi forstjóra Norðuráls. Ragnar Guðmundsson lætur nú af starfi forstjóra Norðuráls. Fallegt svæði að verða til við Faxabraut

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.