Skessuhorn


Skessuhorn - 22.05.2019, Side 8

Skessuhorn - 22.05.2019, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 20198 Til sjávar og sveita RKV: Síðdegis föstudaginn 24. maí næstkomandi verð- ur fyrsti Uppskerudagur við- skiptahraðalsins „Til sjávar og sveita“ haldinn í Tjarnarbíói í Reykjavík. Þar munu sprota- fyrirtækin tíu sem tekið hafa þátt í hraðlinum kynna við- skiptahugmyndir sínar. Til sjávar og sveita er sjö vikna viðskiptahraðall sem ein- blínir á nýjar lausnir og sjálf- bæra verðmætasköpun á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Meðal þeirra hugmynda sem verða kynntar eru snyrtivöru- lína unnin úr rófum og gul- rótum sem annars væri farg- að, drykkjarvatn unnið úr sjó og ný DNA greiningartækni. Markmiðið með hraðlinum er að aðstoða frumkvöðla við að byggja upp næstu kynslóð fyrirtækja í þessum grunn- atvinnugreinum íslendinga. Verkefnið veitir þáttakendum þannig faglega undirstöðu og hraðar ferlinu frá því að hug- mynd fæðist þar til viðskipti taka að blómstra. Frítt er inn á viðburðinn. -mm Reiðhjólum stolið AKRANES: íbúi í Jörund- arholti á Akranesi fann tvö ókunnug reiðhjól í garðin- um hjá sér í vikunni sem leið. Gerði hann lögreglu viðvart og sama dag kom íbúi við Reynigrund á lögreglustöð- ina á Akranesi og tilkynnti að reiðhjólum hefði verið stolið. Reyndust það vera hjólin sem fundust í Jörundarholtinu. Ekki er vitað hver eða hverjir voru að verki. -kgk Fjölmörg hrað- akstursbrot LANDIÐ: Lögreglan seg- ir hraðakstur hafa verið mjög áberandi undanfarnar vik- ur á landinu öllu. Lögregl- an á Vesturlandi hefur um- sjón með úrvinnslu hraðakst- ursmála sem koma inn í gegn- um hraðamyndavélar um allt land og heldur talningu yfir þau mál. Frá 1.-19. maí höfðu 1996 hraðakstrar verið mynd- aðir í myndavélum um allt land, en sú tala tekur einn- ig til myndavélabíla sem lög- regla hefur í þjónustu sinni. í apríl voru málin 3641. Á síð- asta ári voru nálægt 15 þús- und ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur eftir að mynda- vélar tóku mynd af þeim við hraðaksturinn. Þá eru ótaldir þeir sem lögregla stöðvar fyrir of hraðan akstur við almennt umferðareftirlit. -kgk Dópaður dræver VESTURLAND: Einn öku- maður var stöðvaður í vikunni sem leið grunaður um akst- ur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Var hann á ferð um Vesturlandsveg þegar lögregla hafði afskipti af honum. Strok- próf sem lögregla framkvæmdi á vettvangi gaf jákvæða svör- un og maðurinn var í kjölfarið handtekinn, látinn gefa þvag- og blóðsýni og kærður fyrir brotið. Að sögn aðstoðaryfir- lögregluþjóns koma mál sem þessi því miður reglulega upp í umdæminu. -kgk Ökumenn ekki spenntir VESTURLAND: Lögregla stöðvaði ökumann í Borgar- nesi um miðjan dag á föstu- dag fyrir að aka án þess að vera spenntur í bílbelti. Var maðurinn sektaður um 40 þúsund krónur. Að sögn að- stoðaryfirlögregluþjóns hef- ur aðeins borið á því undan- farið að ökumenn séu ekki í bílbeltum. Við eftirlit í Stykkishólmi fyrir skömmu síðan voru til að mynda höfð afskipti af fimm ökumönn- um sem ekki voru spenntir í bílbelti. Almennt vill lög- regla minna ökumenn á að hafa hugann við aksturinn og gæta fyllsta öryggis. Eitt- hvað hefur borið á því sömu- leiðis að menn tali í farsíma undir stýri. Viðurlög við því eru 40 þús. króna fjársekt. Einn ökumaður var til dæm- is sektaður fyrir slíkt í Borg- arnesi um kaffileytið á laug- ardag. -kgk Illa búnar kerrur VESTURLAND: Öku- maður var sektaður um 20 þúsund krónur í vikunni sem leið fyrir að aka með ljós- lausa kerru í eftirdragi. Lög- reglan á Vesturlandi segir of mikið hafa borið á því und- anfarið að ekið sé um þjóð- vegina með illa búnar kerr- ur, jafnvel ljóslausar og ólög- legar. Vill lögregla því hvetja fólk til að huga að kerrum sínum áður en það ekur af stað. -kgk Réttindalaus og ótryggður AKRANES: Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði öku- mann á Akranesvegi aðfara- nótt sunnudags. Reyndist maðurinn aldrei hafa öðlast ökuréttindi og ók því rétt- indalaus. Enn fremur kom í ljós að bifreiðin sem hann ók reyndist vera ótryggð. Mann- inum var gert að greiða 40 þús. króna sekt fyrir athæfið. -kgk Slys í Reykholti BORGARFJ: Ellefu ára drengur slasaðist á kaffihúsi í Reykholti í vikunni sem leið. Drengurinn gerði sér það að leik að renna sér niður hand- rið, datt og lenti með hnakk- ann á tröppunum. Hann fékk skrámur á höfuðið við fallið, blóðnasir og fann fyr- ir ógleði. Læknir var á staðn- um sem kom til aðstoðar. Drengurinn var síðan fluttur á bráðamóttöku Landspítal- ans í Fossvogi með sjúkrabíl. -kgk Óku á hvorn annan SNÆFELLSNES: Tveir ökumenn á mótorkrosshjól- um keyrðu saman seinni partinn á mánudaginn. Slys- ið varð í fjöru skammt frá Mararbakka og Barðastöð- um á Snæfellsnesi. Annar mannanna fann fyrir verkj- um í höndum og baki. -kgk Gjafavöruverslunin FOK í Borgar- nesi er að færa sig um set. Eigendur hennar, þau María Júlía Jónsdótt- ir og Jónas Björgvin Ólafsson, leita þó ekki langt yfir skammt og færa sig yfir Borgarbrautina og eru nú að koma sér fyrir í Hyrnutorgi þar sem Handavinnubúðin var síðast til húsa, gegnt Vínbúðinni. Versl- unin var opnuð í lok síðasta árs að Borgarbraut 57. “Við erum fyrst og fremst að hugsa um viðskipta- vini okkar. Með nýrri staðsetningu erum við að auka þjónustuna við þá og bæta aðgengi,” segir María Júlía aðspurð um flutninginn. Verslunin verður opnuð á nýjum stað í dag, miðvikudaginn 22. maí klukkan 12. Opnunarhátíð verður svo á morg- un fimmtudag, lengri opnunartími og tilboð í gangi. glh Alþjóðaveðurfræðis tofnunin WMO veitti nýlega ve ðurathugan- arstöðvunum í Stykkishólmi og að Teigarhorni í Berufirði viðurkenn- ingu fyrir meira en 100 ára sam- fellda mælisögu. Af því tilefni efndi Norska húsið – Byggðasafn Snæ- fellinga og Hnappdæla, til stuttrar dagskrár á föstudaginn síðastliðinn þar sem afhjúpaður var viðurkenn- ingarskjöldurinn sem veðurathug- unarstöðin í Stykkishólmi hlaut. Það var í nóvember árið 1845, fyrir ríflega 173 árum, sem Árni Thorlacius í Norska húsinu hóf skráningu veðurathuguna í Stykk- ishólmi og hafa veðurathuganir þar verið skráðar samviskusamlega all- ar götur síðan. Þetta gerir stöðina í Stykkishólmi að elstu veðurathug- unarstöð á íslandi. Dagskráin á föstudaginn hófst í Eldfjallasafninu þar sem fróðleiks- molar frá Veðurstofu íslands voru sagðir. Kristín Björg Þorláksdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrann- sókna á Veðurstofu íslands, sagði frá sögu veðurathugana í Stykk- ishólmi og Óðinn Þórarinsson, framkvæmdarstjóri athugana- og tænisviðs, gaf innsýn í tækniheim veðurathugana í dag og fór yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað á sviði veðurathugana þau 173 ár sem liðin eru frá því Árni Thorla- cius hóf veðurathuganir í Stykkis- hólmi. Að því loknu var farið yfir í Norska húsið þar sem Trausti Jónsson, sérfræðingur á sviði veð- urfarsrannsókna, afhjúpaði viður- kenningarskjöldinn sem nú hangir á vegg á skrifstofu Árna í Norska húsinu. arg/ Ljósm. sá FOK flytur yfir Borgarbraut í Borgarnesi Eldsmíðasamkoma á Akranesi 30. maí – 2. júní Íslenskir eldsmi!ir halda hina árlegu eldsmí!asamkomu á Bygg!arsafninu a! Gör!um á Akranesi. Bo!i! ver!ur upp á örnámskei! í eldsmí!i fimmtudaginn 30. maí og laugardaginn 1. júní. Nánari uppl"singar á Facebook sí!u Íslenskra eldsmi!a: https:// www.facebook.com/ islenskireldsmidir/ Íslandsmóti! í eldsmí!i ver!ur haldi! sunnudaginn 2. júní kl. 10. Viðurkenn- ingarskjöldur sem veðurat- huganarstöðin í Stykkishólmi hlaut fyrir meira en 100 ára sam- fellda mælisögu hangir nú á vegg á skrif- stofu Árna Thorlacius í Norska húsinu. Viðurkenning fyrir veðurathuganir í Stykkishólmi í meira en 100 ár Óðinn Þórarinsson, framkvæmdastjóri athugana- og tæknisviðs Veðurstofu Íslands, Hjördís Pálsdóttir, safnastjóri í Norska húsinu, Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur í veðurfarsrann- sónum á Veðurstofu Íslands og Wioletta Maszota, veðurathuganamaður í Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.