Skessuhorn


Skessuhorn - 22.05.2019, Page 9

Skessuhorn - 22.05.2019, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 2019 9 Ársreikningur Grundarfjarðarbæj- ar fyrir síðasta ár var samþykktur í bæjarstjórn við síðari umræðu 9. maí. í frétt á vef bæjarfélagsins er sagt að reksturinn hafi verið í góðu samræmi við fjárhagsáætlun og að heildartekjur hafi verið 1,1% yfir áætlun og rekstrargjöld 1,8% und- ir áætlun. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 52,1 milljón króna en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir 30,8 milljóna króna afgangi. „Niðurstaðan sýnir nokkurn við- snúning frá árinu 2017, en þá var rekstrarniðurstaða samstæðurnn- ar neikvæð um 12,2 millj. krónur,“ segir í fréttinni. Þá kemur fram að fjárfest hafi verið fyrir 95 milljónir króna í fasta- fjármunum á árinu og tekin ný lán upp á 311 milljónir króna. „Greidd voru niður lán að fjárhæð 148 millj. króna en stærsti hluti lántökunnar var vegna skuldbindingar sem bær- inn þurfti að taka á sig vegna samn- ings við ríkissjóð um uppgjör líf- eyrisskuldbindinga við Brú lífeyris- sjóð, eða 180,6 millj. krónur,“ seg- ir í fréttinni. Heildareignir sveitar- félagsins í árslok námu 2.403 millj- ónum króna. Skuldir bæjarsjóðs námu 1.481 milljón króna, heildar- skuldbingingar A og B hluta námu 1.629 milljónir króna og höfðu þá lækkað um réttar 200 milljónir frá árinu á undan. Skuldahlutfall var 109,7% í árs- lok 2018, en var 126,4% árið áður, skv. breyttum reglum um útreikn- ing skuldahlutfalls 2018, í kjölfar uppgjörs sveitarfélaga á lífeyris- skuldbindingum við Brú.“ Eigið fé Grundarfjarðarbæjar samkvæmt ársreikningi var 774,5 milljón- ir króna í lok síðasta árs og eigin- fjárhlutfall 31,3%, en hafði verið 32,5% árið 2017. Veltufé frá rekstri var 22,3 milljónir króna og hand- bært fé frá rekstri 107,6 milljónir króna, en hafði verið 9,9 milljónir árið 2017. arg „Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum sem koma erlendis frá og bera aðflutnings- gjöld, en Alþingi samþykkti nýver- ið viðauka við póstlög sem heimilar slíka ráðstöfun,“ segir í tilkynningu frá íslandspósti. „Sendingargjald- inu er ætlað að standa undir kostn- aði við dreifingu erlendra sendinga sem hingað berast frá erlendum póstfyrirtækjum. Eftir þessa breyt- ingu munu sendingar frá útlönd- um sem innihalda vörur því bera aðflutningsgjöld sem greidd eru til ríkisins, ásamt umsýslugjaldi og hinu nýja sendingargjaldi sem ís- landspóstur innheimtir. Sending- argjaldið verður 400 krónur fyrir sendingar frá Evrópu en 600 krón- ur fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu.“ Verð samkvæmt alþjóðlegum samningum um póstsendingar hef- ur verið allt of lágt til að standa straum af kostnaði við dreifingu á íslandi og hefur íslandspóstur þurft að fjármagna þann mismun. „Á síð- asta ári nam tapið af þessum hluta starfsemi fyrirtækisins alls um 920 milljónum kr. og hefur verið áfram- haldandi tap á þessu ári. íslands- póstur hefur ekki svigrúm til þess að standa undir þessum kostnaði og því hafa stjórnvöld staðið fyrir breytingu á lögum um póstþjón- ustu, sem heimila innheimtu send- ingargjalds til þess að fjármagna mismuninn,“ segir í tilkynningu ís- landspósts. mm Viðbótar sendingargjald bætist við frá útlöndum Skjáskot af Facebook síðu Grundarfjarðarbæjar frá afgreiðslufundi ársreiknings. Jákvæð niðurstaða í rekstri Grundarfjarðarbæjar Þrír vilja veiða hvali Þrjú fyrirtæki hafa sótt um leyfi til hvalveiða við ísland næstu fimm sumarvertíðir, eða fram til ársins 2023. Atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið hefur ekki svarað leyfisbeiðendum. Hvalur hf. er eina fyrirtækið sem sækist eftir því að fá að veiða langreyði. Útgefinn lang- reyðarkvóti til ársins 2025 er 209 dýr. Tvö fyrirtæki vilja veiða hrefnu; IP útgerð ehf. og Runo ehf. Hrefnu- kvótinn telur 217 dýr fram til ársins 2025 og eru veiðarnar ólympískar, þ.e.a.s. að veiðarnar eru frjálsar þar til allur kvótinn hefur verið veidd- ur. Á síðasta ári var heimild til að veiða alls 262 hrefnur en aðeins sex dýr voru skotin. Fréttavefurinn Vísir greinir jafn- framt frá því að Runo ehf., annað þeirra fyrirtækja sem sækist eft- ir leyfi til hrefnuveiða, er í eigu Þrastar Sigmundssonar, en hann er eiginmaður Silju Daggar Gunn- arsdóttur, þingkonu Framsóknar- flokksins. kgk

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.