Skessuhorn - 22.05.2019, Side 16
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 201916
Um síðustu mánaðamót tók Hrafn-
hildur Ólafsdóttir ljósmóðir við
starfi deildarstjóra kvennadeild-
ar Heilbrigðisstofnunar Vestur-
lands á Akranesi. Hún kýs reyndar
að nota starfsheitið yfirljósmóðir.
Það sé gamalt og fallegt starfsheiti
sem hún vill gjarnan að verði tekið
upp að nýju. Blaðamaður Skessu-
horns settist niður með Hrafn-
hildi í síðustu viku. Rætt var um
bakgrunn hennar, starf ljósmæðra
og þær áskoranir sem hún stendur
frammi fyrir í nýju starfi. Hún seg-
ir það kost að hafa alist upp í sveit,
það hjálpi að hafa alist upp við
þessa milliliðalausu tengingu við
náttúruna. „Ég hef aldrei séð eftir
að hafa lært ljósmóðurfræði,“ seg-
ir hún. Starfið er fjölbreytt og hún
segir skemmtilegt að fylgja foreldr-
um á þessum mikilvægustu stund-
um í lífi þeirra, það séu í raun mikil
forréttindi að fá að taka þátt í þess-
ari stund í lífi fólks. Auk deildar-
stjórastarfsins sinnir Hrafnhildur
heimaþjónustu á Akranesi og í nær-
sveitum fyrir nýbakaða foreldra.
Hún segir ljósmæður á Akranesi
vera samheldinn hóp og allar séu
þær tilbúnar að hjálpast að við að
láta þjónustuna vera eins góða og
mögulega er unnt.
Úr sveit og í nám
En fyrst að bakgrunni Hrafnhild-
ar. „Ég er fædd og alin upp í sveit,
dóttir Ólafar Guðmundsdóttur og
Ólafs Páls Lind Egilssonar, bænda
á Hundastapa á Mýrum. Við vor-
um fimm systkinin og ég var næst-
yngst í hópnum. Foreldrar mín-
ir ráku fyrst blandað bú með kýr
og kindur en voru síðar meir ein-
ungis með kýr. Á Hundastapa er
frænka mín og hennar eiginmaður
bændur í dag og reka þar mynd-
arbú. Allan minn grunnskólaaldur
gekk ég í Barnaskólann á Varma-
landi en eftir grunnskólann fór ég
í Fjölbrautaskólann í Breiðholti
þaðan sem ég brautskráðist sem
stúdent. Eftir framhaldsskólann
fór ég svo í hjúkrunarfræðinám
við Háskólann á Akureyri þaðan
sem ég útskrifast 1999. Á Akur-
eyri kynntist ég manninum mín-
um honum Axel Eyfjörð Friðriks-
syni. Eftir hjúkrunarfræðinámið
vann ég á Sjúkrahúsinu á Akranesi
en þá hóf ég nám í ljósmæðrafræði
og lauk prófi frá Háskóla íslands
2004. Námið er tveggja ára við-
bótarnám við hjúkrunarfræðinám-
ið. Fyrir nokkrum árum skráði ég
mig svo aftur í nám við Háskóla
íslands, í meistarnám í ljósmóður-
fræði, það kláraði ég vorið 2018.“
Hrafnhildur og Axel eiga saman
tvö börn þau Eðvarð Eyfjörð 18
ára og Önnu Lísu sem er níu ára.
Móðursystir kveikti
neistann
Hrafnhildur segist ung hafa tek-
ið ákvörðun um að gera ljósmóð-
urstarfið að ævistarfi. Móðursyst-
ir hennar hét Sigurbjörg Guð-
mundsdóttir og var ljósmóð-
ir. „Frænka mín var kveikjan að
því að ung ákvað ég að læra að
verða ljósmóðir. Hún reddaði
mér svo vinnu á Fæðingarheim-
ilinu í Reykjavík samhliða því að
ég var í námi við Fjölbrautaskól-
ann í Breiðholti. Þar fékk ég að sjá
hana taka á móti barni og eftir það
setti ég stefnuna á ljósmóðurfræð-
ina.“ Sigurbjörg Guðmundsdótt-
ir, móðursystir Hrafnhildar, lést
ásamt tveimur öðrum ljómæðr-
um í bílslysi skammt frá Hvolsvelli
haustið 2002.
Eftir að hafa lokið ljósmóður-
námi hóf Hrafnhildur störf á fæð-
ingadeild Landspítalans í Reykja-
vík en hefur auk þess starfað síð-
ustu tvö ár í hlutastarfi á Akranesi
samhliða starfi sínu í Reykjavík.
Þegar Anna Björnsdóttir, deildar-
stjóri kvennadeildarinnar á Akra-
nesi, ákvað að láta af störfum í
vetur var starf hennar auglýst og
Hrafnhildur ráðin og tók hún við
starfi deildarstjóra 1. maí síðast-
liðinn.
Upplifir sig aldrei
eina á vöktum
En hvað felst í starfi deildarstjóra
kvennadeildar Heilbrigðisstofnun-
ar Vesturlands? Hrafnhildur segir
að starfinu fylgi að halda utan um
faglegt starf á deild þar sem skjól-
stæðingar þeirra eru fjölbreytt-
ir. „Hjá okkur liggja konur á með-
göngu, í fæðingu, í sængurlegu og
eftir kvensjúkdómaaðgerðir ásamt
annarri fjölbreyttri starfsemi sem
fer þar fram. Á síðasta ári voru 316
fæðingar hjá okkur, en það er yfir
meðaltali síðustu ára. Aðsókn af
höfuðborgarsvæðinu eftir að fæða á
Akranesi hefur aukist verulega. Það
er skemmtilegt að konur velji að
koma hingað til að fæða börnin sín.
Það ber vott um það góða starf sem
unnið er hjá okkur er að spyrjast út.
Markmiðið er að veita skjólstæð-
inum okkar góða og persónulega
þjónustu og hér geta nánast allar
konur fætt sem hafa náð 37 vikna
meðgöngu,“ segir Hrafnhildur.
Hluta skýringar á fjölgun fæð-
inga á síðasta ári segir hún að rekja
megi til þeirra aðstæðna sem sköp-
uðust vegna kjaradeilu ljósmæðra á
síðasta ári. Sjúkrahúsið á Akranesi
hafi getað aðstoðað Landspítalann
með því að taka að sér að fram-
kvæma nokkra fyrirfram ákveðna
keisaraskurði og þau hafi fengið
til sín konur sem fyrirhugað var
að framkalla fæðingu hjá meðan á
kjaradeilunni stóð. „Við styðjumst
við sömu verklagsreglur í öllu okk-
ar starfi og eru á Landspítalanum
í Reykjavík. Við viljum geta veitt
skjólstæðingum okkar að minnsta
kosti jafn góða þjónustu og aðr-
ir. Starfið á kvennadeildinni er því
býsna fjölbreytt. Veit ekki hvort að
allir geri sér grein fyrir því að á ein-
ungis þremur stöðum á landinu eru
alltaf kvensjúkdómalæknir og svæf-
ingalæknir eru alltaf á vakt, það er
á Landspítalanum, SAK á Akureyri
og HVE á Akranesi. Þetta skap-
ar okkar vinnustað ákveðna sér-
stöðu og þannig upplifir maður sig
heldur aldrei einan þó að maður sé
eina ljósmóðirin á vaktinni. Hér er
gott bakland heilbrigðisstarfsfólks,
lækna, hjúkrunarfræðinga, ljós-
mæðra og sjúkraliða. Þessi breiða
þekking og þjónusta skapar sjúkra-
húsinu sérstöðu á landsvísu og er
líklega skýring á því að sífellt fleiri
konur allsstaðar af að landinu kjósa
að fæða hjá okkur á Akranesi.“
Standa vörð
um búsetuna
Þá segir Hrafnhildur að á Akranesi
séu gerðar ýmsar aðgerðir tengdar
kvensjúkdómum. „Auk þess eru hér
sjúklingar með meðgöngusjúkdóma
og þá er vel hlúð að sængurkonum.
Á síðasta ári voru gerðar fleiri að-
gerðir tengdar kvensjúkdómum á
Akranesi en á Akureyri svo dæmi sé
tekið og um þriðjungur allra kvenna
sem sóttu þjónustu á deildina okk-
ar á síðasta ári voru konur af höfuð-
borgarsvæðinu.“ Hrafnhildur seg-
ir yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar
Vesturlands hafi metnað í að verja
það þjónustustig sem á Akranesi er
og eigi það sinn þátt í að starfsem-
in hefur betur haldið velli en víða
annarsstaðar á landinu. „Við erum
með úrvals svæfinga- og kvensjúk-
dómalækna hér við störf en báðar
þessar sérgreinar læknavísindanna
eru kjölfestan í því að það sé hægt
að halda uppi þessu þjónustustigi
hérna á Akranesi. Við þurfum bara
fleiri ljósmæður til starfa við deild-
ina. Ég tel það líka geta skipt máli að
stjórnendur og sérgreinalæknar hafi
búsetu á staðnum. Þá held ég að það
skapist aukinn skilningur og metn-
aður að halda þjónustunni uppi á
staðnum fyrir fólkið sem býr hér.“
Vantar að manna
fleiri störf
Starfi deildarstjóra fylgir að tryggja
mönnun á allar vaktir og fylgja eft-
Tók ung ákvörðun um að gera ljósmóðurina að ævistarfi
Spjallað við Hrafnhildi Ólafsdóttur, deildarstjóra á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Hrafnhildur Ólafsdóttir yfirljósmóðir á HVE.
Hrafnhildur er hér að færa hvítvoðung í faðm móður eftir vel lukkaða fæðingu.