Skessuhorn - 22.05.2019, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 201918
í Borgarbyggð starfa fimm leik-
skólar, tveir grunnskólar, tónlistar-
skóli, menntaskóli og tveir háskól-
ar auk símenntunarmiðstöðvar og
nýsköpunarseturs. „Einkunnarorð
Borgarbyggðar eru menntun, saga
og menning og er skólastarf einn af
hornsteinum sveitarfélagsins,“ segir
Magnús Smári Snorrason, formað-
ur fræðslunefndar í Borgarbyggð í
samtali við Skessuhorn. „Það eru
ekki mörg sveitarfélög á landinu
sem geta státað af svo fjölbreyttu
skólastarfi,“ bætir hann við.
Nýverið var Skóladagur hald-
inn í Borgarbyggð að frumkvæði
Menntaskóla Borgarfjarðar, þar
sem íbúar og aðrir gestir gátu
kynnst því fjölbreytta starfi sem
fram fer í ofantöldum skólum. Var
mæting framar vonum og almenn
ánægja meðal gesta með framtakið.
Þar mátti meðal annars sjá afrakstur
samvinnu háskólanna við nemend-
ur í bæði leik- og grunnskólum þar
sem unnin voru raunhæf verkefni
undir handleiðslu háskólanema.
Skýr skólastefna
í núgildandi skólastefnu Borgar-
byggðar má finna framtíðarsýn
um skólastarf í sveitarfélaginu og
einkunnarorð stefnunnar þar sem
hagaðilar skólastarfsins sameinuð-
ust um gleði, metnað, samkennd
og vináttu. „í skólastefnunni koma
fram helstu markmið og áherslur
ásamt hlutverki og ábyrgð þeirra
aðila sem að skólastarfinu standa.
Einnig má þar finna hvernig árang-
ur starfsins er metinn. Skólunum er
gert að móta sér sérstöðu með því
að setja sér markmið og velja leið-
ir að þeim í skólanámskrám sínum
innan þess ramma sem aðalnám-
skrá og skólastefnan setur þeim.
Að auki hefur verið unnið að lestr-
arstefnu Borgarbyggðar og mark-
visst hefur verið farið í innleiðingu
hennar með skýrum verkferlum,“
segir Magnús.
Samstarf kennara
og teymiskennsla
Síðastliðin ár hefur Borgarbyggð
styrkt um tuttugu kennara á ári til
grunn- eða framhaldsnáms enda
byggir gott skólastarf á vel mennt-
uðum kennurum. Lögð er áhersla
á að byggja upp lærdómssamfélag
í skólunum með auknu samstarfi
kennara og skóla.
„Löng hefð er fyrir samvinnu
leikskólakennara og annars starfs-
fólks í leikskólum og byggir starf
þeirra að stórum hluta á henni. Frá
árinu 2016 hefur teymiskennsla
verið innleidd í grunnskóla Borgar-
byggðar undir styrkri leiðsögn Ing-
vars Sigurgeirssonar prófessors við
menntavísindasvið Háskóla íslands.
Mikil samkennsla árganga er í öðr-
um skólanum sem kallar á teymis-
kennslu og í báðum skólunum hef-
ur verið mikill vilji til að efla samtal
og samvinnu,“ útskýrir Magnús.
Innleiðingin felst í fræðslu og
samtali til að byggja upp sameigin-
legan skilning og sýn á gildi teym-
iskennslu og hvað einkennir hana.
„Kennurum er gefin vettvangur og
tími til að tala við samkennara og
deila með sér kennsluaðferðum.
Sýna rannsóknir að þar sem teym-
iskennsla er stunduð eru niðurstöð-
ur PISA og samræmdra prófa betri.
Nú er svo komið að báðir grunn-
skólarnir skilgreina sig sem teymis-
kennsluskólarog starfa flestir kenn-
arar í teymum í dag.“
Fjölbreytt viðfangsefni
og kennsla
Auk mikillar samvinnu kennara og
annars starfsfólks einkennist leik-
skólastarf af fjölbreyttri vinnu á
námssviðum leikskólans. „Stuðlað
er að heilbrigði og vellíðan í dag-
legu starfi og fá börnin tækifæri til
að takast á við verkefni sem tengj-
ast sjálfbærni og vísindum í könnun
og athugunum. Velferðarkennsla
hefur verið innleidd í grunnskólum
og vel er hlúð að henni í leikskól-
unum. Menningu móta þau með
sköpun sinni og má m.a. reglulega
sjá listaverk eftir leikskólabörn í
verslunum og stofnunum í Borgar-
byggð. Grunnskólastarfið einkenn-
ist einnig af fjölbreyttum kennslu-
háttum m.a. í les-, stærðfræði- og
náttúrufræðiskilningi á öllum ald-
ursstigum. Tónlistarskóli Borgar-
fjarðar hefur verið að setja upp vin-
sæla söngleiki og geta nemendur
valið sér nám í söngleikjadeild auk
hefðbundinnar söng- og hljóðfæra-
kennslu.“
Góð samskipti
og skólabragur
í skólum Borgarbyggðar er lögð
áhersla á jákvæð samskipti. „Skóla-
bragur einkennist af gleði, jákvæðni
og samhjálp og eru kennarar og
annað starfsfólk fyrirmyndir barna
og ungmenna í orðum og gjörð-
um,“ segir Magnús. Hann segir að
þetta hafi glöggt mátt sjá á síðasta
Skólahreystimóti þar sem stuðn-
ingslið Grunnskólans í Borgarnesi
vakti athygli fyrir að hvetja öll lið
áfram, ekki einungis sitt eigið. „í
öllum skólum er gerður samskipta-
sáttmáli í ýmsum útgáfum þar sem
kveðið er á um framkomu í skólan-
um. Með því móti eru allir meðvit-
aðir um til hvers er ætlað af þeim.
Byggja skólarnir samskiptasáttmála
sína annars vegar á hugmyndafræði
Leiðtogans í mér og hins vegar
hugmyndafræði Uppbyggingar-
stefnunnar. Unnið hefur verið í því
á markvissan hátt að styrkja jákvæð
samskipti innan skólanna á síðustu
árum, m.a. með þróunarverkefni
um betri bekkjarbrag.“
Margbreytileikinn
Magnús segir að mismunandi skiln-
ingur sé lagður í hugtakið menntun
án aðgreiningar bæði innan hvers
skólastigs og milli skólastiga. „Al-
mennt þarf að skýra betur bæði
hugtakið sjálft og hvernig standa
ber að framkvæmd menntunar án
aðgreiningar. Á næstu árum verð-
ur unnið að því að finna sameigin-
legan skilning um skóla án aðgrein-
ingar og uppfæra kennsluaðferðir
og áætlanir til samræmis við marg-
breytilegan barnahóp. Stefnt verð-
ur að markvissari samvinnu leik-
skóla, grunnskóla, frístundar og
félagsmiðstöðvar, skólaþjónustu,
félagsþjónustu, heilsugæslu og frí-
stundastarfs sem er lykilatriði í að
vinna samkvæmt hugmyndafræði
snemmtækrar íhlutunar og í anda
forvarnagildis Heilsueflandi sam-
félags. Sú samvinna skilar vænt-
anlega betri stuðningi við öll börn
og ungmenni og betri þekkingu á
því hvernig þörfum margbreyti-
legs hóps barna og ungmenna verði
sem best mætt í skóla- og frístund-
astarfi,“ útskýrir Magnús.
Heilsueflandi skólar í
heilsueflandi samfélagi
Borgarbyggð er aðili að verkefninu
Heilsueflandi samfélag og eru leik-
skólar, grunnskólar og Menntaskól-
inn heilsueflandi skólar. Heilsu-
eflandi skólum er ætlað að vinna
markvisst að heilsueflingu í starfi
sínu. í því felst að skapa skólaum-
hverfi sem stuðla að andlegri, lík-
amlegri og félagslegri heilsu og vel-
líðan nemenda og starfsfólks í sam-
vinnu við heimili og nærsamfélag.
Hafa skólar Borgarbyggðar gott
aðgengi að íþróttamannvirkjum
og sundlaugum og ekki síst fallegri
náttúru til útikennslu.
Bætandi starfsumhverfi
„Á næstu árum verður framkvæmt
fyrir um einn og hálfan milljarð í
nýbyggingum og endurbætur gerð-
ar á skólahúsnæði í sveitarfélaginu.
Eru það viðamestu framkvæmdir
sem farið hefur verið í til að bæta
starfsumhverfi skóla Borgarbyggð-
ar,“ segir Magnús. „Starfsumhverfi
nemenda og kennara er stór áhrifa-
valdur í námi, oft nefnt þriðji kenn-
arinn ásamt barnahópnum og kenn-
aranum,“ lýsir Magnús. „Skólar í
Borgarbyggð eru skipulagðir fyr-
ir fjölbreytt nám og kennslu sem
fer fram bæði utandyra og innan-
dyra. Nú er verið að ljúka við bygg-
ingu mötuneytis og fjölnotasalar í
Grunnskólanum í Borgarnesi ásamt
Öflugt lærdómssamfélag í Borgarbyggð
„Ekki mörg sveitarfélög sem geta státað af svo fjölbreyttu skólastarfi“
Magnús S. Snorrason, formaður fræðslunefndar í Borgarbyggð.
Framkvæmdir eru nú á fullu við Grunnskólann í Borgarnesi. Hér má sjá það sem verður mötuneyti og fjölnotasalur með góðu
útsýni yfir íþróttasvæðið.