Skessuhorn - 22.05.2019, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 2019 23
arinnar og sérstakalega landbún-
aðar- og skógræktarmálin en hann
starfar við þá málaflokka. í kjölfar-
ið varð töluverð umræða um kjöt-
framleiðslu okkar íslendinga sem
er aðeins örlítið brot af framleiðslu
Dana, fiskeldi og umhverfismál.
Lise Østby ráðgjafi í byggðmálum
flutti síðan erindi um staðsetningu
opinberra starfa og átaksverkefni
sem Norðmenn og Danir hafa ráð-
ist í við að staðsetja slík störf utan
höfuðborgarsvæðis. Hún benti
á að Norðmenn hafa flutt ýmsar
opinbera eftirlitsstofnanir frá Osló
eða valið að staðsetja umsjón með
nýjum verkefnum utan Osló. Á
síðustu árum hafa þeir staðsett um
630 störf sem mörg hver tengjast
opinberu eftirliti, innheimtu eða
opinberum innkaupum, á lands-
byggðunum. Hún gerði einnig
grein fyrir verkefni sem hefur ver-
ið í gangi í Danmörku og felst í því
að staðsetja 8.000 störf utan Kaup-
mannahafnar, en þetta átaksverk-
efni ríkisstjórnarinnar hófst 2015
og er áætlað að því ljúki í ár. Þetta
verkefni Dana jafngildir því að á
íslandi yrðu 400 eldri eða ný opin-
ber störf staðsett á landsbyggðinni.
Það kom fram í máli Lise að mark-
miðin með því að staðsetja þessi
störf utan höfuðborgar væru alla
jafna, að skapa jafnvægi í byggða-
þróun, hagræða í rekstri hins opin-
bera og efla vinnumarkað um allt
land. í kjölfar þessa varð mikil um-
ræða um staðsetningu opinberra
starfa á íslandi og starfa án stað-
setningar.
Haldið til Odsherreds
Miðvikudaginn 24. apríl fór hóp-
urinn í heimsókn til sveitarfélags-
ins Odsherreds sem er 33 þúsund
íbúa sveitarfélag á Norðvestur-Sjá-
landi. í Odsherred eru tæplega 25
þúsund sumarhús og þar er ferða-
þjónusta í miklum blóma. Dag-
skrá hófst í gamla þinghúsinu í Ny-
købing þar sem Hans Jörgen Ol-
sen framkvæmdastjóri „Visit Ods-
herred“, sem er n.k. markaðsstofa
sveitarfélagsins og Odsherreds
jarðsvangs, kynnti fyrir okkur starf-
semina, en ferðaþjónustan og jarð-
vangurinn vinna náið saman. Jarð-
vangurinn í sveitarfélaginu er sá
eini í Danmörku sem hefur vott-
un frá UNESCO. Það sem gerir
hann einstakan er hversu skýrt má
sjá á svæðinu hvernig ísaldarjöklar
hafa mótað landslagið. Jarðvang-
urinn leggur áherslu á menningar-
sögu svæðisins, listsköpun en svæð-
ið hefur verið mjög vinsælt af list-
málurum vegna einstakrar birtu og
loks er mikil áhersla lögð á mat-
væli sem ræktuð eru innan jarð-
vangsins, en óvíða í Danmörku má
finna jafn frjósaman jarðveg. Með
þetta í huga fór hópurinn í hádeg-
isverð á veitingastaðinn „Det vilde
køkken“ sem eldar eingöngu mat
úr hráefni úr héraði. Hádegisverð-
urinn var einstök upplifun og frá-
bært að sjá hvað hægt er að gera úr
heimafengnu hráefni. Eftir góðan
málverð var farið í ráðhús sveitar-
félagsins þar sem Thomas Adelskov
bæjarstjóri tók á móti hópnum og
fræddi okkur um sameiningar sveit-
arfélaga í Danmörku og hvernig til
hefur tekist með sameiningu Ods-
herreds sem varð til í stóra samein-
ingarátakinu árið 2007. Hann kom
m.a. inn á að samræming á þjónustu
hefði verið þungt verkefni og tekið
tíma að ná viðunandi þjónustustigi
sem jafnframt var ekki of kostnað-
arsamt fyrir sveitarfélagið. Hann
nefndi að það væri tvímælalaust
ávinningur að í dag væri mun ein-
faldara að fá til starfa fólk með meiri
fagþekkingu. Margt af því sem hann
kom inn á hljómaði kunnuglega fyr-
ir Vestlendinga sem hafa vissulega
reynslu af sameiningarmálum.
Í sól og hita
fyrsta sumardag
Á fimmtudegi viðraði vel enda
Sumardagurinn fyrsti á íslandi og
því gott að hitinn í Danmörku væri
nálægt 20 gráðum. Haldið var til
Sorø þar sem Region Sjælland hef-
ur sínar höfuðstöðvar, en Dan-
mörku er skipt upp í fimm svæði
(regioner). Stærsta verkefni þeirra
er rekstur sjúkrahúsa, en við vor-
um fyrst og fremst komin til þess
að fræðast um aðkomu þeirra að
byggðaþróunarverkefnum. Þar
kom fram að þau hafa unnið að
því að efla almenningssamgöng-
ur á milli sveitarfélaga, stuðla að
aukinni tæknimenntun innan fyrir-
tækja með samstarfi við tækniskóla
og með því styðja við ýmis kon-
ar endurmenntun innan fyrirtækja
og margt fleira áhugavert var rætt.
Hins vegar hafa ýmis atvinnuþró-
unarverkefni verið færð til sveit-
arfélaganna sem í samstarfi við at-
vinnulífið reka það sem mætti kalla
„Hús atvinnulífsins“ þar sem eru
ráðgjafar starfa með fyrirtækjum á
svæðinu að ýmsum verkefnum, svo
sem markaðssetningu, endurskipu-
lagningu á rekstri, bættri stjórnun
o.fl. Því var farið í Hús atvinnu-
lífsins þar sem ráðgjafar á staðnum
ásamt fulltrúum frá sveitarfélögun-
um fræddu okkur um verkefnin og
hvernig sveitarfélögin og fyrirtækin
vinna að því að efla atvinnulíf.
Sömu áskoranir
Síðasta degi ferðarinnar var varið
í Kaupmannahöfn þar sem Sam-
band danskra sveitarfélaga (KL)
var heimsótt. Þar fengum við
áhugaverða kynningu á rekstri og
fjármálum sveitarfélaga, hagræð-
ingu og samstarfi ríkis og sveitar-
félaga um bættan rekstur. Auk þess
sem við fengum kynningu á þeim
áskorunum sem dönsk sveitarfé-
lög standa frammi fyrir, en ljóst
er að öldrun íbúa, ný tækni í sam-
skiptum og aukið samráð við íbúa
og atvinnulíf eru áskoranir sem
sveitarfélögin hvar sem er í hinum
vestræna heimi standa frammi fyr-
ir. Eftir heimsóknina var haldið út
í góða veðrið og spókuðu ferða-
langar sig í Kaupmannahöfn það
sem eftir lifði dags, áður en hald-
ið var út á Kastrup og heim til ís-
lands.
Góður samhristingur
Það var athyglisvert að sjá hversu
margt er líkt með þessum löndum
og það eru svipuð mál sem brenna
á sveitarfélögunum. Nefna má
sem dæmi að samgöngur og fjar-
skipti voru mikið til umræðu þó
svo að Danmörk sé mun minna og
þéttbýlla land en ísland og með um
margt öðruvísi atvinnulíf. Ferð-
langar voru sammála um að það
sé mikilvægt fyrir sveitarstjórnar-
fulltrúa að kynna sér það sem efst
er á baugi í málefnum sveitarfé-
laga hjá nágrannaþjóðum og sækja
í reynslubanka þeirra. Heimsóknir
sem þessar víkka sjóndeildarhring-
inn og það er oft hollt og gott að
sjá hvernig aðrir gera hlutina. Það
má heldur ekki gleyma því að í
svona ferðum eru ferðalangar oft-
ar en ekki að skiptast á upplýs-
ingum og skoðunum um hvernig
þeir gera hlutina heima fyrir. Þá
er ljóst að í svona ferðum verða til
tengsl sem auðvelda allt samráð og
samstarf þegar heim er komið.
Páll S Brynjarsson.
Ljósm. Svala Svavarsdóttir.
Jörgen Olsen fór með gestina á Det Vilde Kökken í Klint. Hér er hluti hópsins.
Thomas Adelskow bæjarstjóri tók á móti hópnum í ráðhúsinu í Höjby. Hér er
hlustað af athygli.
Á heimferðardegi hafði hópurinn tíma eftir hádegið til að rölta um Nyhavn. Björg, Kristján, Steinunn, Magnús, Páll, Guðveig, Vífill, Eggert og Hrafnhildur.