Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 1
arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 25. tbl. 22. árg. 19. júní 2019 - kr. 750 í lausasölu Rauðhærðasti Íslendingurinn Hægt að skrá sig til keppni á irskirdagar@akranes.is Írskir dagar verða haldnir 4.-7. júlí 2019 COMBO TILBOÐ PYLSA OG GOS* COMBO VERÐ: 549KR Þessi glaðbeitti Skagapiltur hleypur hér út af Akranesvelli eftir að hafa fylgt leikmönnum ÍA og KR inn á völlinn síðastliðinn laugardag. Um næstu helgi er svo von á fjölmörgum ungum og upprennandi knattspyrnumönnum á Akranesi þegar hið árlega Norðurálsmót fyrir 7. flokk drengja verður haldið í bænum. Ljósm. gbh. Hópur fólks á Akranesi, sem á það sameiginlegt að hafa veikst vegna rakaskemmda og myglu í atvinnu- húsnæði, hefur ritað landlækni bréf. Farið er fram á að landlæknisemb- ættið beiti sér fyrir aðgerðum í heil- brigðiskerfinu vegna veikinda sem rekja má til sýkts húsnæðis. Hópur- inn sér sig knúinn til að fara fram á þetta þar sem hann stendur frammi fyrir ráðaleysi sérfræðinga þegar kemur að veikindum sem rekja má til rakaskemmda í húsum. „Það eru jafnvel til læknar sem væna sjúk- linga um ímyndunarveiki. Kerf- ið er því máttlaust þegar kemur að þessu,“ segja viðmælendur Skessu- horns. Í bréfi þeirra segir meðal annars: „Við eigum það öll sameig- inlegt að glíma við veikindi vegna staðfestra rakaskemmda og myglu á vinnustað og höfum leitað til lækna sem búa yfir ólíkri sérfræðiþekk- ingu í þeirri von að fá leiðbeiningar og aðstoð við að ná bata. Það hef- ur oftast, því miður, borið lítinn ár- angur,“ segir í upphafi bréfsins. Þá er bent á að mygla sé hið nýja asbest og beri að meðhöndla sem slíkt. Í Skessuhorni í dag er rætt við tvær konur sem eiga það sameigin- legt að hafa veikst alvarlega af völd- um rakaskemmda og myglu í hús- næði sem þær störfuðu í. Vilja þær upplýsa almenning um veikindin, lýsa sjúkdómasögu sinni. Veikindi af völdum húsmyglu eru alvarleg og vilja þær segja sögu sína ekki síst til að aðrir geti áttað sig á einkenn- unum lendi það í þeirri aðstöðu að vinna í sýktu húsnæði. mm Sjá nánar bls. 16-17. Alvarleg veikindi vegna myglu og rakaskemmda Vegna mikilla þurrka síðan í byrj- un maí hefur verið lýst óvissustigi almannavarna á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum. Þá var sömu- leiðis í liðinni viku virkjuð við- bragðsáætlun vegna hættu á gróð- ureldum í Skorradal. Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og ör- yggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Slökkvilið Borgarbyggðar hélt fjölmenna æfingu í Skorradal síð- astliðið föstudagskvöld sem gekk að óskum. Í Skessuhorni í dag er rætt við slökkviliðsmenn og Úlfar Lúð- víksson lögreglustjóra og formann almannavarnadeildar Vesturlands. kgk Sjá nánar bls. 20-21. Æfðu viðbrögð í Skorradal

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.