Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 3
Hvalfjarðardagar 2019 21. – 23. JÚNÍ Föstudagur 21. júní Ljósmyndasamkeppni Hvalfjarðardaga Þema í ljósmyndasamkeppni Hvalfjarðadaga 2019 verður töfrar Álfholtsskógar. Myndin verður að vera tekin í júnímánuði 2019. Senda skal myndir á netfangið hvalfjardardagar@hvalfjardarsveit.is Skreyta heimreiðar Skreyta heimreiðar, póstkassa eða götur, verðlaun veitt fyrir flottustu skreytinguna. Kl. 12:00-18:00 Sundlaugin að Hlöðum opin Kl. 12:00-17:00 Hernámssetrið að Hlöðum opið Kl. 18:00-22:00 Hótel Laxárbakki Laxárbakki býður heim, gestum boðið að skoða íbúðirnar og aðstöðuna. Hamingjustund milli kl. 18:00-19:00. Grillveisla og drykkur kr. 2.500. Borðapantanir í síma 551- 2783. Laugardagur 22. júní 10:00-20:00 Sundlaugin að Hlöðum opin Glaðningur fyrir börnin. 10:00-17:00 Hernámssetrið að Hlöðum opið Boðið verður upp á að taka myndir af sér með hermanni í fullum herklæðum og hertrukki frá árinu 1945 á milli kl. 13:00–16:00. Kl. 11:00-13:00 Hótel Glymur býður upp á dögurð (bröns) Kaffi, te, safi, brauð og kex, bláberjajógurt, beikon, egg, eggjahræra, brauðréttur, reyktur lax með hunangssósu, skinka, lifrarpate, kjúklingur, kartöflubátar, rjómasveppasósa, súkkulaðibitakaka. Verð kr. 2.800. Kl. 12:00 Tónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ Ásta Marý Stefánsdóttir sópransöngkona og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari halda ljóðatónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Á efnisskrá tónleikanna eru norræn ljóð úr ýmsum áttum. Enginn aðgangseyrir er á tónleikana en listamenn þiggja frjáls framlög með þökkum. 12:00-16:00 Líf í Lundi í Álfholtsskógi Axlarhringur hlaupinn kl. 12:00 og dregið verður úr þátttakendum og verðlaun veitt. Fjölskylduratleikur kl. 13:00. Ganga um svæðið með leiðsögn. Plöntugreining - dregið verður úr réttum lausnum og verðlaun veitt. Víkingabúðir, eldsmiðir, bogsmiðir, sölubás. Gestum býðst að prófa bogfimi, axarkast og tálgun. Grillað verður teinabrauð og sykurpúðar, ketilkaffi og kakó. Kostar 300 kr. eða frjáls framlög í skógarsjóð. Kl. 13:00-17:00 Hótel Glymur - Kaffihlaðborð Kaffi, te, brauðréttir, rjómaterta, súkkulaðiterta, marengsbomba, randalín, kleinur. Verð fyrir 11 ára og eldri 2.800 kr. 7-10 ára 1.000 kr. og frítt fyrir 6 ára og yngri. Kl. 13:00-17:00 Þórisstaðir Sveitamarkaður á Þórisstöðum, fjölbreytt vöruúrval, ath. ekki allir með posa. Candy floss og krapís. Hoppukastalar. Kl. 14:00 - 17:00 Melahverfi við Stjórnsýsluhús Frumsýning á járnhænunni Belindu eftir Önnu G. Torfadóttur. Traktora- og fornbílasýning. Húsdýragarður. Teymt verður undir börnum. Froðurennibraut Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Grillveisla kl. 15:00, pylsur í boði SS og kókómjólk í boði MS meðan birgðir endast. Hoppukastalar Götu- og sveitabæjagrill. Við hvetjum nágranna í þéttbýli og dreifbýli til að grilla saman og komast í réttu stemninguna fyrir rjóðursönginn. Kl. 21:00 Rjóðursöngur í Sparirjóðri í Álfholtsskógi Orri Sveinn trúbador stjórnar fjöldasöng. Fjölmennum og tökum góða skapið með. Sunnudagur 23. júní Kl. 12:00-18:00 Sundlaugin að Hlöðum opin Kl. 12:00-17:00 Hernámssetrið að Hlöðum opið Kl. 16:00 Tónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ Ragnheiður Ólafsdóttir og hljómsveit. Leikin verða þjóðlög frá ýmsum löndum ásamt kveðskap og frumsömdu efni. Með- leikarar Ragnheiðar eru Hermann Stefánsson, gítarleikari og Snorri Skúlason, kontrabassi. SK ES SU H O R N 2 01 9 www.hvalfjardarsveit.is Hvalfjarðardagar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.