Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 19.06.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 201922 Á Snorrastöðum í Kolbeinstaða- hreppi hafa feðgarnir Kristján Ágúst Magnússon og Magnús Kristjáns- son unnið að fjósbyggingu í vet- ur. Blaðamaður Skessuhorns sótti þá feðga heim í liðinni viku en þá höfðu þeir lokið við að heyja deg- inum áður. „Við byrjuðum síðast svona snemma í heyskapnum fyrir tveimur árum og þá náðum við að slá þrisvar sinnum,“ segir Kristján, bóndi á Snorrastöðum, um hey- skapinn. „Þetta vor er það besta sem ég man eftir síðan ég flutti hingað árið 1992 og veturinn einstaklega þægilegur líka. Það var bara snjór í mánuð og nánast frostlaus jörð. Hins vegar er orðið ansi þurrt núna hjá okkur. Ég hef til dæmis aldrei séð svona lítið vatn í ánni á þess- um tíma árs. Úthagi er einnig far- inn að fölna, eins vel og hann leit út í vor. Svo er birkiskógurinn hérna, sem lýgur nú aldrei að manni, hann var sprunginn út 18. maí. Það hefur aldrei gerst fyrr,“ bætir Kristján við og segir jafnframt að gott væri að fá smá rigningu fyrir gróðurinn. Eftir stutt spjall um heyskap og veðrið var farið í nýja fjósið og blaðamanni sýnd nýbyggingin. Framkvæmdir gengu vonum framar „Við förum í þessar framkvæmd- ir á dimmasta tíma ársins,“ byrj- ar Kristján frásögn sína. „Það voru ýmsar ástæður fyrir stækkuninni. Í fyrsta lagi var gamla fjósið orðið úr- elt og í öðru lagi var elsti sonurinn tilbúinn til þess að koma með okk- ur inn í búskapinn. Það var því auð- veldara að taka ákvörðun vitandi af næstu kynslóð til að taka svo við búinu þegar þar að kemur.“ Framkvæmdir við jarðvinnu hóf- ust í september á síðasta ári og fyrsta steypa rann í mótin 10. nóvem- ber. Steypuvinna, frágangur á þaki, gluggum og hurðum lauk svo að mestu leyti 22. maí síðastliðinn. Byggingin er 777 fermetra viðbygg- ing við 559 fermetra nautaeldis- og fjárhús sem byggt var 2009. Samtals mun því nýja fjósið á Snorrastöðum verða 1.336 fermetrar að stærð. „Við vorum í góðu samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins þar sem hann Sigurður Guðmunds- son var mín önnur hægri hönd í þessu. Að auki fengum við fína fjár- mögnun frá bankanum sem sýndi strax jákvæð viðbrögð. Við sömdum svo aftur við BM Vallá, sem reisti fjárhúsin árið 2009. Þeir skiluðu því verki virkilega vel af sér og kom eig- inlega ekkert annað til greina en að fá þá aftur,“ segir Kristján. Byggingin er byggð úr forsteypt- um einingum með límtréssperrum og yleiningum í þaki. „Við vorum alltaf ákveðin í því að hafa steypt hús og halda sama stílnum á bygging- unum. Það voru undirverktakar frá Sjamma ehf. á Akranesi sem komu og reistu húsið og við sömdum svo við þá í beinu framhaldi um að gera þakið. Við keyptum allt efni og þeir sáu um uppsetningu. Við vorum í rauninni með sömu smiðina allan tímann. Okkur líkaði svo ofboðs- lega vel við þessa menn; bæði þægi- legir, fljótir og gerðu allt vel. Ég reiknaði alltaf með einhverjum töf- um en þeir eru hérna í nánast fimm mánuði, á dimmasta tíma ársins, að reisa húsið, sem er enginn tími fyrir svona stóra byggingu,“ segir Krist- ján ánægður með hvernig til hefur tekist við framkvæmdina. Betri aðstæður fyrir skepnurnar nú þegar verktakar hafa skilað af sér verkinu fer allt á fullt hjá þeim hjónum, Kristjáni og Branddísi, ásamt syni þeirra Magnúsi, að mála veggi og setja upp innréttingar en Kristján fer þó hægt í setja einhver föst tímamörk. „Ég ætla ekki að vera með stórar yfirlýsingar, en mér þykir nú líklegt að það verði á þessu ári,“ svarar hann kíminn, spurður hvenær kýrnar fá að flytja inn á nýja heimilið. „Þær fá algjöran lúxus þegar þær koma hingað inn. Hús- ið er bjart og þær geta nánast legið hérna í sólbaði frá mars mánuði og langt fram á haustið. Á gamla staðn- um voru einungis gluggar á hliðun- um og svo vifta. Hérna í nýja fjós- inu verður engin vifta heldur sjálf- krafa loftræsting. Það verður hægt Glæsilegt nýtt fjós risið á Snorrastöðum: „Það verður líklega mun erfiðara að venja mannskapinn“ Þessi forvitni kálfur vildi vita hvað blaðamaður Skessuhorns væri að bralla í fjósinu. Feðgarnir á Snorrastöðum, Kristján Ágúst Magnússon og Magnús Kristjánsson, ásamt hvolpinum Ellu í nýja fjósinu. Nýja fjósið er 1.336 fermetrar að stærð. Eldborgin blasir svo við í öllu sínu veldi í hrauninu norðan við bæinn. Ljósm. Magnús Kristjánsson. Nú hafa verktakar skilað frá sér fjósinu og sjá ábúendur um að mála og setja upp innréttingar en það verk fer nú á fullt. Gamla fjósið var komið á undanþágu og munu kýrnar á Snorrastöðum fá töluverða uppfærslu á sínum aðbúnaði, meðal annars fleti, kodda og sérstaka klórvél.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.