Skessuhorn - 19.06.2019, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 19. jÚnÍ 2019 25
Yngri kynslóðin skoðar hestana, en Dalahestar buðu upp á
hestaferðir fyrir börnin á túninu við Silfurtún í Búðardal. Ljósm. sm.
Gasblöðrurnar njóta alltaf mikilla vinsælda hjá yngstu kynslóðinni.
Ljósm. kgk.
Kristfríður Rós Stefánsdóttir, fjallkona í Snæfellsbæ, ávarpar gesti í
Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Ljósm. af.
Klifurfélag Akraness var með klifursýningu á Akratorgi. Hér sígur
Þórður Sævarsson niður gamla Landsbankahúsið. Ljósm. ki.
Arna Dögg Hjaltalín, fjallkona í Stykkishólmi, gengur inn í
Hólmagarð í fylgd fánabera. Ljósm. þe.
Ungar stúlkur á Akranesi. Ljósm. ki.
Ungar Grundarfjarðarstúlkur skemmtu gestum með söng.
Ljósm. sk.
Fjölmenni á Akratorgi. Ljósm. ki.
Pétur Steinar Jóhannsson var útnefndur Snæfellsbæingur ársins
2019 á hátíðarhöldunum í Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Nafn-
bótina hlýtur hann m.a. fyrir þrautseigju við útgáfu Sjómannadags-
blaðs Snæfellsbæjar í áranna rás. Ljósm. af.
Fastur liður er að nammiflugvélin flýgur yfir hátíðarsvæðið í Loga-
landi í Reykholtsdal og varpar út karamellum og öðru góðgæti.
Engin undantekning var á því í ár. Ljósm. Josefína Morell.
Leiktæki í garðinum í Logalandi. Ljósm. Josefína Morell.
Nemendur Grunnskóla Borgarness voru með skemmtiatriði í
Hatarastíl í Skallagrímsgarði. Atriðið sló í gegn hjá hátíðargestum.
Ljósm. glh.
Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri í Borgarbyggð, hélt
hátíðarræðu í Skallagrímsgarðinum. Hér er hann ásamt Steinunni
Pálsdóttur, sem fékk þann heiður að fá fyrstu sneiðina af Lýðveldis-
kökunni í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins. Ljósm. glh.
Fjölmenni var í Skallagrímsgarðinum í Borgarnesi á þjóðhátíðardaginn. Ljósm. glh.