Skessuhorn


Skessuhorn - 30.10.2019, Qupperneq 24

Skessuhorn - 30.10.2019, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓbER 201924 Framkvæmdir við Grunnskólann í borgarnesi hafa staðið yfir frá því vorið 2018 og var fyrsti áfangi verksins kláraður nú í skólabyrjun í haust. Í þeim hluta framkvæmdarinnar var salur og eldhús við skólann, kennslurými fyrir yngsta stig og list- og verkgreinastofur. Matsalurinn er kærkominn en undanfar- in ár hafa nemendur þurft að fara yfir á Hótel borgarnes að borða í hádeginu. „Síðasta vetur var samningnum við hótelið sagt upp svo þá þurftu foreldrarnir að sjá um þetta og senda börnin með nesti,“ segir Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri þegar Skessuhorn kíkti í heimsókn í skólann í síðustu viku. Allir bekkir eru nú komnir í sínar skólastofur. „Það er þó nóg eftir og við erum núna að missa heilan gang, sérkennslu- rými, vinnuherbergi og kaffistofu starfsfólks í frekari fram- kvæmdir. Við verðum því í limbói í vetur líka. Það er ótrúlegt hversu vel starfsfólk hefur tekið þessu öllu. Það fylgir þessu mikið álag,“ segir Júlía. arg Fyrsta áfanga við Grunnskólann í Borgarnesi lokið Útsýnið frá vinnusvæði yngsta stigs er ekki af verri endanum. Læra saman. Matsalurinn er kærkomin viðbót við skólann. Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri nýtur útsýnisins úr matsalnum. Vel búin heimilisfræðistofa. Krakkar í nýju textílmenntastofunni. Spenntir krakkar að hlusta á kennarann útskýra næsta verkefni í smíðastofunni. Horft úr glugga af hæð fyrir ofan matsalinn. Ljósm. Grunnskólinn í Borgarnesi. Ný myndmenntastofa. Einbeittir krakkar að læra í nýju kennslustofunni sinni. Hægt er að opna á milli tveggja kennslurýma. Fallegt útsýni um stóra glugga í nýja matsalnum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.