Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 20194 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Verði ykkur að góðu! Með Skessuhorni í dag fylgir sérblað um þann mikla matarauð sem við íbúar á Vesturlandi búum yfir. Þetta er í annað skipti sem Skessuhorn fer í samstarf við Sóknaráætlun Vesturlands um þetta verkefni, nú með tilstuðl- an Markaðsstofu Vesturlands. Síðast var það gert haustið 2017 og vakti framtakið þá athygli út fyrir landshlutann. Eftir því var tekið að við Vest- lendingar sitjum bókstaflega á gullkistu þegar kemur að gæðum og fjöl- breytileika hráefnis og úrvinnslu þess. Sama hvort það er fiskur úr sjó eða vötnum, kjötframleiðsla á landi eða ræktun hverju nafni sem hún nefn- ist. Við beinum nú sjónum að þeim framleiðendum sem eru að leggja lóð á vogarskál nýsköpunar og eru að auka virði framleiðslu í heimabyggð. En einnig þarf ráðagóða veitingamenn sem eru tilbúnir til að matreiða úr þessu gæðahráefni og bera á borð krásir sem gestir fá ekki staðist. Sýnt hefur verið fram á að þeir lifa lengst og best sem neyta matar sem verður til sem næst búsetustað hverju sinni. Þekkt er að margir ferðamenn sækjast sérstaklega eftir því að prófa þann mat sem framleiddur er þar sem þeir koma. Þeir vilja komast í sem mesta nálægð við bóndann, sjómanninn eða ræktandann. Vilja á ferðum sínum kynnast okkur sem best og þar með matarmenningu okkar, hvernig við komumst af þrátt fyrir harðindi og vos- búð fyrri alda. Þeir hafa einnig heyrt hversu hreinn sjórinn við strendur landsins er, vita að lömbin sem ganga sumarlangt á íslenskum heiðum eru bragðgóð og með öllu laus við lyf og annað inngrip sem þekkt er úr ýmissi kjötframleiðslu. Þeir vita einnig að hvort sem það eru nautin í fjósinu eða agúrkurnar úr gróðurhúsunum, þá byggist allt þetta líf á íslenska vatninu, því hreinasta sem til er. Vatnið og hreint loft er nefnilega hin sanna auðlind sem gefur Íslandi sérstöðu umfram fjölmörg önnur lönd þar sem umhverf- ismálin eru ekki í jafn góðu lagi og raun ber vitni. Með því að hlúa að vestlenskri framleiðslu og matargerð er margt sem ávinnst. Eftir því sem fæðunni er neytt nær upptökum hennar, því heil- næmari er hún. En um leið sparast einnig flutningar og dýrmæt sótspor og við verðum einfaldlega betri við umhverfið. Veitingakonan í ólafsvík segir einmitt í viðtali í blaðinu að einn af styrkleikum hennar reksturs sé að geta keypt gott grænmeti frá Lágafelli. Kokkurinn á narfeyrarstofu er búinn að stúdera kjötnýtingu og er í samstarfi við bónda í næstu sveit og framleiðir úr lömbunum frá honum lambasteikur og hámarkar um leið nýtingu. nú eða Krauma við Deildartungu sem býður einn veitingastaða hér á landi gourmé rétti úr kjöti af geitunum á Háafelli. Svo ekki sé talað um grís- ina, lömbin og nautin á Hraunsnefi sem veita í lifandi lífi ferðamönnum á staðnum ómælda ánægju, en eftir þeirra dag veita þeim ekki minni ánægju sem ljúffengir réttir á diski. Keli vert matreiðir svo úr fiskinum sem fæst úr sjó hverju sinni, eða úr gæs ef bróðir hans hefur veitt vel þá vikuna. All- ir skapa þessir veitingastaðir sér sérstöðu sem ómögulegt er fyrir aðra að keppa við. Þessvegna verða þeir eftirminnilegir - gæðanna vegna. Verum einnig minnug þess að með því að styðja við það frumkvöðlastarf sem víða er verið að vinna hér í heimabyggð erum við að styrkja okkar eigin búsetu. Við erum að stuðla að fjölgun starfa og aukinni velsæld. Hagkerfi okkar eigin svæðis styrkist með auknum viðskiptum og um leið við sjálf. Munum það næst þegar við þurfum að taka ákvörðun um hvað og hvar við ætlum að borða. Magnús Magnússon Fyrstu Iceland Airwaves tónleikarn- ir í Akranesvita fóru fram á fimmtu- dag, en tónlistarhátíðin stóð yfir frá 6.-9. nóvember. Um sérstaka tón- leika var að ræða, ætlaða Airwa- ves Plus miðahöfum. Slíkir mið- ar tryggja gestum ákveðin fríðindi, m.a. forgang á sérstaka viðburði hátíðarinnar. Tónlistarmennirnir Daði Freyr og Hildur komu fram í vitanum og stóðu tónleikarnir frá 15 til 17. Aðsókn var góð, en um 60 manns gerðu sér ferð í Akranesvita til að hlýða á tónleikana. „Það eru allir rosalega ánægðir með tónleikana og ég er í skýjunum með hvernig til tókst,“ segir Hilmar Sigvaldason vitavörður í samtali við Skessuhorn. „Aðstandendur hátíðarinnar höfðu samband við mig til að kanna hvort hægt væri að koma þessu á. Þeir voru mjög ánægðir með hvernig til tókst. Ég tel að þetta verði góð kynning fyrir Akranesbæ og vona að þetta sé fyrsta skrefið í að tryggja okkur inn á Airwaves til framtíðar,“ segir Hilmar. kgk Ása Hólmarsdóttir, formað- ur Hestamannafélagsins Dreyra á Akranesi, hefur sent frá sér vin- samleg tilmæli til ökumanna: „Ekki flauta á hestafólk á útreiðum og ekki aka hratt framhjá þeim.“ Ása seg- ir að komið hafi upp nokkur tilvik að undanförnu þar sem ökumenn á ferð um gamla þjóðveginn inn að hesthúsahverfinu á Æðarodda hafa sýnt fullkomið tillitleysi og greind- arskort þegar þeir hafa ekið framhjá hestamönnum og fælt undan þeim hrossin með bílflauti og hraðakstri. „Þetta er ekki bara spurning um að knapar (litlir eða stórir) detti af baki og slasist, heldur geta hrossin líka lent á bílum og slasað ökumenn og farþega þeirra,“ segir Ása. „Það þarf einnig að benda foreldrum sem eru að keyra börn á reiðnámskeiði íHestamiðstöðinni Borgartúni að hámarkshraði í hesthúsahverfinu er 15 km/klst. Því miður er alltof mik- ið um hraðakstur ókunnugra í hest- húsahverfinu,“ segir Ása. mm Íbúar í Grundarfirði hafa undan- farna daga fundið smá hristing ann- að slagið. Ástæðan er sú að starfs- menn Borgarverks eru á fullu í nám- unni við Gröf að vinna stórgrýti fyrir framkvæmdirnar í Grundar- fjarðarhöfn. Lenging norðurgarðs mun stórbæta aðstöðu í höfninni. tfk Áhugafólk um sveppi ætlar að hitt- ast í brugghúsi Steðja í Flókadal á sunnudaginn. Þar verður sett upp tímabundið rými til að koma saman og læra, ræða eða einfaldlega prófa nýeldaða sveppi af ýmsum sort- um. Bornir verða á borð nýeldað- ir sveppir með heimagerðu brauði, súrsaðir ostrusveppir, sveppabaka og mismunandi kæfur svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður heimalagað kvass og reishi te í boði. Ondrej Vasina mun kynna heima- ræktunartækin sín, Kjetil nybö frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri mun kynna verkefni sitt og áhugaverðar nýjungar í sveppa- fræðum og Sigrún Thorlacius mun kynna verkefni sitt, Heilun jarðar. Viðburðurinn er á vegum fyrir- tækisins Sveppasmiðju, sem Tina Cotofana starfrækir í Bæjarsveit og hefst hann kl. 13:00. kgk/ Ljósm. úr safni/ jm. Ógætilegur akstur stórhættu- legur knöpum og hrossum Stórgrýti fyrir hafnarstækkun Sveppaáhugafólk kemur saman Airwaves í Akranesvita Á toppi Akranesvita að tónleikum loknum. F.v. Daði Freyr Pétursson, Helgi Jens- son sem lék á gítar með Hildi, Hildur Kristín Stefánsdóttir og Hilmar Sigvaldason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.