Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 54

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 54
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 201954 MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. Hver var uppáhalds maturinn þinn í æsku? Spurni g vikunnar (Spurt á Brákarhlíð í Borgarnesi) Trausti Eyjólfsson Ég er frá Vestmannaeyjum svo það var fyrst og fremst fiskur. Auður Þorsteinsdóttir Svið. Ólöf Guðmundsdóttir Allt sem kemur af kindinni. Gísli V Halldórsson Ég er mikill áhugamaður um jól- in og það var best ef það var frost yfir jólin því þá gat mamma gert ís, sem var í miklu uppáhaldi. Sigurður Hrafn Þórólfsson Silungur sem búið var að salta í hálfan dag. Sameiginlegt lið ÍA/Kára/Skalla- gríms tapaði naumlega gegn Eng- landsmeisturum Derby County í hörkuleik í Unglingadeld UEFA. Leikið var á Víkingsvelli í Reykjavík á miðvikudagskvöld í liðinni viku. Bretarnir voru sterkari í upphafi leiks og komust yfir á 16. mínú- tu. Louie Sibley fékk langa send- ingu fram vinstri kantinn, fór upp að endalínu og sendi laglega send- ingu út í vítateiginn á Festy Ebosele sem lagði boltann snyrtilega í vin- stra hornið niðri. Bretarnir bættu öðru marki við á 39. mínútu. Sibley fékk þá boltann nálægt miðjuboga- num, keyrði í átt að vítateignum og vipp aði boltanum inn fyrir vörnina á Jack Stretton sem lyfti honum yfir Aron Bjarka Kristjánsson markvörð og í netið. Staðan var því 0-2 fyrir Derby í hálfleik. Þeir gulklæddu áttu mun betri leik í síðari hálfleiknum en í þeim fyr- ri. Þeir sköpuðu sér nokkur álitleg marktækifæri eftir því sem leið á leikinn og náðu að minnka muninn á 72. mínútu. Þeir unnu boltann á miðjum vallarhelmingi Derby, léku honum út til hægri á Gísla Laxdal sem sendi glæsilega sendingu fyrir markið meðfram jörðinni. Boltinn fór alla leið á fjærstöngina þar sem Aron Snær Ingason henti sér á bol- tann og kom honum í netið. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur því 1-2, Derby í vil. Síðari viðureign liðanna fer fram á Pride Park í Derby miðvikudaginn 27. nóvember næstkomandi. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Á Íslandsmeistaramóti í 25 m laug, sem fram fór um í Ásvallalaug í Hafnarfirði um síðustu helgi, var einn Íslandsmeistari frá Sundfélagi Akraness auk þess sem fjögur silf- ur komu á Akranes. Alls voru 188 keppendur frá 15 félögum á mótinu og þar af komu átta frá Akranesi. „Sundkrakkarnir áttu mjög góða helgi og stemningin í hópnum var mjög góð,“ segir í tilkynningu sem barst frá sundfélaginu. Persónuleg- ar bætingar voru alls 38 og syntu þau 20 sinnum til úrslita á mótinu. Eftir nokkurt hlé skráði Ágúst Júlí- usson sig til leiks og skilaði örugg- lega Íslandsmeistaratitli í 50 m flugsundi á tímanum 24.54, sem er aðeins 0,03 frá hans besta tíma. Þá vann Brynhildur Traustadótt- ir fjögur silfurverðlaun á mótinu. Fyrst fyrir 400 m skriðsund, þar sem hún bætti sig um eina sekúndu og synti á tímanum 4.22,43. Ann- an silfurpeninginn hlaut hún fyrir 200 m skriðsund þar sem hún fór á tímanum 2.07,48 sem jafnframt var hennar besti tími. Þá nældi hún sér í silfur í 800 m skriðsundi, þar sem hún bætti tímann um fjórar sek- úndur og synti á tímanum 9.10,84. Það sund fór hún aðeins 35 mín- útum eftir að hafa lokið við 200 m skriðsund. Fjórði silfurpeningur- inn kom fyrir 1500 m skriðsund, þar sem hún synti við sinn besta tíma 17.24.35. Þá synti Brynhildur sig inn í úrtlit í 50 m skriðsundi á símanum 27.59 og í boðsundi bætti hún tímann sinn fyrir 100 m og fór í fyrsta skipti undir mínútu eða á tímanum 59.87. Guðbjörg Bjartey Guðmunds- dóttir stóð sig einnig vel í sprett- sundi um helgina. Hún fór 50 m bringusund og var fjórða á tíman- um 35.14, sem er bæting um 0,7 sekúndur. Hún var einnig fjórða í 100 m bringusundi þegar hún fór á 1.17,31, sem jafnframt er hennar besti tími. Þá bætti hún sig um tvær sekúndur í 100 m fjórsundi þar sem hún synti á tímanum 1.09,38. Í 200 m bringusundi synti hún á tíman- um 2.50,57 og hafnaði í 7. sæti. Í 4x50 boðsundi fór hún á 28,14 og bætti sig um 0,8 sekúndur. Ragnheiður Karen ólafsdóttir varð fimmta í 100 m fjórsundi og bætti tímann sinn um þrjár sek- úndur þegar hún synti á tímanum 1.09,28. Eftir meiðsli hefur Ragn- heiður ekki getað æft og keppt í bringusundi í hálft ár, en er ný byrj- uð aftur að synda það sund og gekk mótið mjög vel og var hún við sína bestu tíma. Hún hafðnaði í 5. sæti á tímanum 35,50 í 50 m bringusundi og í 100 m bringusundi hafnaði hún í 7. sæti á tímanum 1.18,06. Ingibjörg Svava Magnúsdóttir átti góðar bætingar um helgina en í 400 m skriðsundi fór hún á tím- anum 4.50,15, sem er bæting um fjórar sekúndur. Hún synti aðeins undir sínum besta tíma í 1500 m skriðsundi og hafnaði í 6. sæti. Hún bætti sig um fimm sekúndur í 800 m skriðsundi á símanum 10.03,05 auk þess sem hún bætti sig um sek- úndu í 200 m skriðsundi á tímanum 2.19,06. Enrique Snær Llorens bætti sig einnig töluvert um helgina. Hann fór 400 m skriðsund á tímanum 4.13,93, sem var bæting um sex sekúndur og sjötta sæti. Í 1500 m skriðsundi bætti hann sig um 20 sekúndur þegar hann synti á tíman- um 16.55,35. Þá hafnaði hann í 7. sæti í 200 m flugsundi. Hann synti í undanúrslitum í 200 m fjórsundi á tímanum 2.15,00 og bætti sig þar um þrjár sekúndur og átti úrslita- sæti. Hann ákvað þó að skrá sig út til að einbeita sér að 1500 m skrið- sundinu. Sindri Andreas Bjarnason bætti sig einnig mikið um helgina. Í 50 m skriðsundi bætti hann sig um 1,42 sekúndu og synti á tímanum 25,00 og hafnaði í 5. sæti. Hann fór í fyrsta skipti undir tvær mínútur í 200 m skriðsundi og var besti tím- inn í undanrásum 1.59,13 en í úr- slitum fór hann á 1.59,62 og hafn- aði í 6. sæti. Í 400 m skriðsundi synti Sindri á 4.14,42 og bætti sig um fimm sekúndur og hafnaði í 7. sæti. Þá varð hann einnig sjöundi í 50 m baksundi á tímanum 28.73, sem var bæting um þrjár sekúndur. Í 100 m skriðsundi synti hann á tímanum 54,78 og bætti sig um 0,4 sekúndur. Í 100 m flugsundi náði hann bæting um tvær sekúndur þegar hann fór á tímanum 1.01.34. Atli Vikar Ingimundarson fór 100 m flugsund á 59,68 í morgun- hlutanum en í úrslitum synti hann á 1.00,19 og hafnaði í 6. sæti. Þá synti hann mjög gott boðsund, sér- staklega 200 m skriðsund þar sem hann fór á 2,03 og 100 m baksund á 1.04,95. arg Naumt tap gegn Derby Sundfélag Akraness átti gott lið á Íslandsmeistaramóti í 25 m laug um helgina. Sundfélag Akraness náði góðum árangri í Hafnarfirði um helgina Ágúst Júlíusson skilaði Íslands- meistaratitlinum í 50 m flugsundi og Brynhildur Traustadóttir nældi sér í fjögur silfur um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.