Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 20192 Við minnum á Matarhátíð á Hvann- eyri laugardaginn 23. nóvember. Tak- ið daginn frá! Á morgun er útlit fyrir norðlæga átt 3-10 m/s og léttskýjað en lítilshátt- ar él norðaustast á landinu. Frost 0-6 stig. Vaxandi sunnanátt vestast á landinu um kvöldið og þykknar upp. Á föstudag er spáð hvassri sunnanátt með talsverðri rigningu og það hlýn- ar, en slydda eða snjókoma verður í fyrstu á Norðurlandi. Vestlægari átt með deginum, fyrst vestanlands um hádegi, með skúrum eða éljum og það kólnar aftur. Á laugardag verð- ur suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en léttskýjað austanlands. Víða frostlaust við vesturströndina en annars fröst 1-7 stig og kaldast í innsveitum norð- austanlands. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns hvort lesendur þekki áttirnar þar sem þeir eru staddir hverju sinni. Lesendur eru almennt frekar áttvís- ir en 45% fullyrtu að þeir þekktu allt- af áttirnar hvar sem þeir væru stadd- ir og 32% sögðust þekkja þær sums- staðar. 23% svöruðu því að þeir þekktu ekki áttirnar, eru semsé frem- ur áttavilltir. Í næstu viku er spurt: Lifir þú til að borða eða borðar þú til að lifa? Blíða SH sökk norður af Langeyjum á Breiðafirði á þriðjudaginn í síðustu viku og var þremur mönnum komið til bjargar, en tæpt stóð það. Allir þeir sem komu að björgun þei Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Mæla blóðsykurinn AKRANES: Laugardaginn 16. nóvember klukkan 13-16 mun verða boðið upp á fría blóðsykursmælingu í Bónus- húsinu við Smiðjuvelli á Akra- nesi. Mælingin er í boði Apó- teks Vesturlands, Lionsklúbb- anna á Akranesi og Félags syk- ursjúkra á Vesturlandi. Fólk er hvatt til að nýta sér þetta. -mm Útafakstur við Sanddalsá BORGARFJ: Umferðar- slys varð við Sanddalsá fyr- ir miðnætti miðvikudaginn 6. nóvember. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún lenti á vegriði. Þaðan kastaðist bíll- inn langt út fyrir veginn og er mikið skemmdur. Að sögn lögreglu er ökumaðurinn ekki talinn alvarlega slasaður, en hlaut þó einhver meiðsli af. Hann var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina í Borgar- nesi til læknisskoðunar. Lög- regla grunar ökumanninn um að hafa verið undir áhrifum ávana- og fíkniefna þegar slys- ið varð og var hann því hand- tekinn. Hann er einnig grun- aður um að hafa ekið án bíl- beltis, að sögn lögreglu. -kgk Ekki lagt gang- stéttarmegin BORGARNES: Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í síðustu viku var kynnt minnis- blað sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs um umferð- aröryggi í eldri hluta Borgar- ness. Þar er lagt til að óheim- ilt verði að leggja bifreiðum og öðrum ökutækjum gang- stéttarmegin á eftirförnum götum í Borgarnesi: Böðvars- götu, Gunnlaugsgötu, Kjart- ansgötu, Skallagrímsgötu og Þorsteinsgötu. „Ástæða þess- arar tillögu er hve erfitt er að moka viðkomandi götur þeg- ar bílum er lagt beggja vegna á þeim,“ segir í bókun frá fund- inum. Byggðarráð samþykkti tillöguna og leggur þá ákvörð- un fyrir sveitarstjórn til stað- festingar. -mm Í tilefni þess að við bændur á Snorrastöðum höfum tekið nýtt fjós í notkun, ætlum við að hafa opið hús laugardaginn 16. nóv nk. frá kl. 14-18. Aðilar frá FB og BM Vallá verða á staðnum. Einnig verður boðið upp á léttar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Snorrastaðir opið hús Á Kirkjuþingi í síðustu viku var ákveðið að nafn á sameinuðu prestakalli sunnan Skarðsheiðar verður Garða- og Saurbæjarpresta- kall. Að sögn séra Þráins Haralds- sonar sóknarprests tekur breytingin gildi strax og auglýsing hefur birst í Lögbirtingablaðinu í þessari viku. Í Garða- og Saurbæjarpresta- kalli eru fjórar kirkjur; Akranes- kirkja, Hallgrímskirkja í Saurbæ, Leirárkirkja og Innra-Hólmskirkja. Í sókninni eru ríflega átta þúsund íbúar, en 78% þeirra eru skráðir í Þjóðkirkjuna sem er töluvert hærra hlutfall en á landinu öllu þar sem um 68% eru nú skráð. Auk séra Þráins hefur Jón Ragnarsson gegnt starfi afleysingaprests síðan í fyrrahaust. Tvær stöður presta við Garða- og Saurbæjarprestakall voru nýverið auglýstar lausar til umsóknar, en frestur til að sækja um rennur út 12. desember næstkomandi. mm Sérstakur ráðgjafi og sáttasemj- ari hefur verið ráðinn til að miðla málum milli kennara og skólastjóra Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Þetta kemur fram á vef Kenn- arasambands Íslands á föstudag. Þar var greint frá því fyrir helgi að kennarar við FVA hafi hafnað sam- starfi við núverandi skólameistara og myndu eingöngu sinna kennslu- skyldum og samstarfi við nemend- ur þar til nýr skólameistari hef- ur verið skipaður, eins og félags- fundur Kennarafélags FVA ályktaði um 21. október síðastliðinn. Áður höfðu kennararnir lýst vantrausti á núverandi skólameistara, eins og áður hefur verið greint frá í Skessu- horni. Í frétt á vef KÍ kemur fram að Guðjón Hreinn Hauksson, formað- ur Félags framhaldsskólakennara og Ægir Karl Ægisson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskól- um, fagna því að nú hafi verið ráð- inn sáttasemjari til að miðla mál- um. Sömuleiðis hrósa þeir kennur- um, stjórnendum og skólameistara skólans fyrir að halda fagmennsku í forgrunni og gera nú aftur atlögu að samningum eftir erfiðar deilur. „Um leið og formenn vona innilega að góður árangur hljótist af sátta- umleitunum ber líka að fagna því að líklega fer óvissu um stjórnun skólans á næsta skipunartímabili skólameistara að ljúka,“ segir á vef KÍ, en viðtöl við umsækjendur um stöðu skólameistara eru hafin. Það hljóti því að skýrast fljótlega hver verði næsti skólameistari FVA. kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk. Hallgrímskirkja í Saurbæ. Heitir nú Garða- og Saurbæjarprestakall Sáttasemjari ráðinn til að miðla málum nýir sóknaráætlanasamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga voru undirritaðir í gær. Fulltrúar landshlutasamtakanna undirrituðu samningana í ráðherrabústaðnum við hlutaðeigandi ráðherra. Grunn- framlag ríkisins til samninganna árið 2020 nemur 716 milljónum króna en með viðaukum og fram- lagi sveitarfélaga nema framlög alls 929 milljónum króna. Samningarnir byggja á lög- um um byggðaáætlun og sókn- aráætlanir og gilda til fimm ára, 2020-2024. Markmið laganna er að efla byggðaþróun og auka sam- ráð milli ráðuneyta á sviði byggða- mála, innan hvers landshluta og milli stjórnsýslustiga, jafnframt að færa til sveitarstjórna aukna ábyrgð á sviði byggða- og samfélagsþró- unar. Sóknaráætlanir landshluta eru þróunaráætlanir sem fela í sér stöðumat viðkomandi landshluta, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Mark- miðið er að ráðstöfun þeirra fjár- muna sem varið er til verkefna í einstökum landshlutum á sviði samfélags- og byggðamála byggi á áherslum heimamanna. Fyrir hönd Vesturlands ritaði Eggert Kjartans- son formaður stjórnar SSV undir samninginn. mm Skrifað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.