Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 18
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 201918 REKO er nafn á viðskiptafyrir- komulagi milli smáframleiðenda og neytenda. nafnið er komið frá norðurlöndunum og stendur fyr- ir vistvæna og heiðarlega viðskipta- hætti. Framleiðendur selja beint til neytenda og neytendur geta keypt vörur af fleirum en einum aðila og fengið allt afgreitt á sama tíma á sama stað. Fyrirkomulag- ið er hentugt bæði fyrir söluaðil- ann sem þarf bara að framleiða selt magn og neytandinn þarf ekki að fara á marga staði til að sækja vörur. Þá eru vörur greiddar fyrir afhend- ingu, það sparar framleiðendanum kostnað við sölu- og markaðsleyfi sem annars þyrfti ef selt er á staðn- um. REKO fer fram á Facebook síð- um. Í dag eru alls sex REKO hópar á facebook, dreifðir um allt land. Fyr- ir okkur er það „REKO Vesturland“ og þar inni má finna REKO afhend- ingar undir viðburðum á síðunni. Afhendingar flakka síðan um lands- hlutann svo allir ættu að geta fundið REKO afhendingu í nágrenni við sig einhvern tímann. Misjafnt er hvaða framleiðendur taka þátt í hvert skipti og eins er vöruframboðið ekki allt- af eins. Þá er líka hægt að óska eftir einhverju sérstöku eða sérpanta frá framleiðendum. Veitingastaðir geta til dæmis óskað eftir að kaupa inn í stærri einingum. Bein samskipti við framleiðendur bjóða upp á svo margt gott sem annars væri ekki hægt. Það er von okkar að REKO geri matarhandverki hátt undir höfði sem og allri heimavinnslu og sölu beint frá framleiðanda. Meira og beinna aðgengi að vörum úr héraði eykur líka nærsamfélagsneyslu og styrkir dreifðar byggðir. Svo er líka bara svo gaman að bjóða upp á mat og matar- handverk sem þú veist hvaðan er og hver stendur að baki því. Það má til gamans geta að REKO er starfandi í sjö löndum; í Finnlandi, Svíþjóð, noregi, Danmörku, Íslandi, Ítalíu og Suður-Afríku. Alls eru hóparn- ir um 400 talsins og meðlimur eru yfir 800.000. Heildarveltan er um 11 milljarðar króna. Þetta getur því skipt töluverðu máli. Hlédís Sveinsdóttir Sérblaðið Matarauður Vesturlands er gefið út í samstarfi Skessu- horns, Markaðsstofu Vesturlands og Sóknaráætlunar Vesturlands. Sambærilegt blað kom út í sept- ember 2017 í kjölfar skipulagning- ar þá um haustið á viðburðaskrá undir heitinu Veisla á Vesturlandi. Slík veisla er nú í nóvemermán- uði víðsvegar í landshlutanum og nær hápunkti sínum á Matarhá- tíð á Hvanneyri laugardaginn 23. nóvember. Texta og efni í blaðið unnu meðal annarra Hlédís Sveins- dóttir, Margrét Björk Björnsdótt- ir, Thelma Harðardóttir og blaða- menn Skessuhorns. Blaðið, er auk hefðbundinnar dreifingar Skessu- horns, dreift á öll heimili á Vestur- landi af Íslandspósti. Ljósmynd á forsíðu tók Gunnhildur Lind Hansdóttir. Matarauður Vesturlands Matarauður Vesturlands REKO á Vesturlandi Matvælaframleiðsla hefur um árabil verið ein af undirstöðu atvinnugrein- um Vestlendinga og hefur því ver- ið fólki ofarlega í huga í stefnumót- un fyrir Sóknaráætlun Vesturlands. Í þeirri stefnumótun hafa matvæla- vinnsla og ferðaþjónusta verið skil- greindar sem lykil atvinnugreinar á Vesturlandi sem leggja beri áherslu á að efla. Því var sett upp áhersluverkefni Sóknaráætlunar 2016 um eflingu menntunar í matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu á Vesturlandi. Þetta áhersluverkefni hafði þann tilgang að greina framboð, þörf og eftirspurn eftir námi sem nýttist til að efla um- ræddar atvinnugreinar á Vesturlandi. Þar kom í ljós að margvíslegt nám var í boði, en einnig að eftirspurn- in var eftir stuttu, hnitmiðuðu og notadrjúgu námi sem kallar ekki á að þátttakendur fari að heiman eða frá sínum vinnustað til lengri tíma. Hvað varðar matvælaframleiðslu þá var áhersla þátttakenda á nám- skeið sem myndu styðja sérstaklega við frumkvöðla í heimavinnslu og vöruframleiðendur í smærri fram- leiðslu. Þá kom glöggt fram í viðtöl- um við fólk í greininni að eftirspurn var eftir námi sem væri blanda af stað- og fjarnámi með áherslu á verk- og starfsþjálfun. niðurstaðan var að stefnt yrði á að setja upp námskeiða- röð sem gæti stutt við og leitt fólk í gegnum vöruþróun allt frá hugmynd til söluvöru. Matvælavinnsla og vöruþróun frá A-Ö Þessi ósk er nú að verða að veruleika því Sóknaráætlun Vesturlands og Sí- menntunarmiðstöðin, í samstarfi við Vesturlandsstofu og Svæðisgarðinn Snæfellsnes, eru að undirbúa heild- stætt námskeið; „Matvælavinnsla og vöruþróun frá A-Ö“. námskeið- ið verður kennt bæði í fjar- og stað- námi, þar sem markmiðið er að leiða þátttakendur í gegnum þann feril sem þarf að fara í til að koma hráefni og/eða hugmynd að matvöru í fram- leiðslu og söluhæft form. Þar verður bæði unnið með vöruþróun, vinnslu- aðferðir, verkferla, gæðamál, leyfi og fleira. Gerður verður samningur við MATÍS um að kaupa af þeim kennslu í ákveðnum þáttum námskeiðs- ins, bæði fjarnámskeið og verknám, auk þess sem fleiri fyrirlesarar verða fengnir til að kenna á námskeiðinu. Einnig er stefnt að því að halda utan um þátttakendur á Snæfellsnesi og í Dölum í gegnum vöruþróunarverk- efni sem þar eru í gangi. Öll verk- leg kennsla verður í matarsmiðjunni Matarlind í Borgarnesi. Það er von okkar að Vestlendingar nýti sér þetta tækifæri og taki þátt í námskeiði sem er sérstaklega sniðið að því að efla heimavinnslu matvæla og minni framleiðendur. Stefnt er að því að kennsla hefjist um miðjan janúar 2020. nánari upplýsingar veitir Inga Dóra Halldórsdóttir hjá Símennt- unarmiðstöð Vesturlands, netfang: ingadora@simenntun.is og/eða Mar- grét Björk Björnsdóttir hjá Vestur- landsstofu, netfang: maggy@west.is. mbb Blásið til sóknar í matvælavinnslu og vöruþróun á Vesturlandi Margrét Björk Björnsdóttir. Sérstaða íslensks hráefnis og íslenska matarmenningin er verkefni Mat- arauðs Íslands, sem vinnur m.a. að því að draga fram sérstöðu beggja og auka þekkingu og ásókn í íslenskar matvörur og afurðir. Verkefnið heyr- ir undir sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra í atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytinu og hefur notið góðs af breiðu samstarfi við hagaðila og atvinnulíf. Sérstök áhersla hefur ver- ið lögð á að styðja við hagnýt verk- efni, styrkja og þétta raðir þeirra sem halda uppi matarferðaþjónustu og nærsamfélagsneyslu vegna tenging- ar við sjálfbærni. Framlag Matarauðs hefur einkum falist í handleiðslu, ráðgjöf og styrkjum til verkefna sem efla heildarhagsmuni. Við njótum þeirrar gæfu að búa við matarauð sem byggir á dýr- mætri frumkvöðlahefð sem gengið hefur kynslóða á milli. Matarhand- verk er okkur hugleikið og dýrmæt arfleifð sem hlúa þarf að. Í samvinnu við Matís stöndum við að Íslands- meistarakeppni í matarhandverki nú í nóvember og er haldið í annað sinn. Samtíminn og framtíðin skipta líka máli og er Matarauður ennfremur einn af bakhjörlum hins fyrsta við- skiptahraðals sem leggur áherslu á matvæli bæði til sjávar og sveita. Þegar horft er til mikilvægi sjálf- bærrar þróunar og byggðafestu þá skipta litlu fyrirtækin og býlin máli. Mikil þörf reyndist fyrir því að þétta raðir matarfrumkvöðla og smáfram- leiðanda matvæla og fengum við Oddnýju Önnu Björnsdóttur í það verkefni ásamt því að stofna og fylgja eftir REKO- hringjum um allt land. Þeir eru byggðir á finnskri verð- launafyrirmynd og snúast um milli- liðalaus viðskipti á svæðisbundnum vörum. Þá unnum við að samantekt um regluverk sem þrengir að mögu- leikum bænda til að geta boðið upp á heimaeldaðan mat sem nýtur æ meiri vinsælda erlendis. Matarauður hefur lagt mikla áherslu á mikilvægi matar í víðum skilningi ekki síst innan ferðaþjón- ustu. Mörg sóknarfæri liggja þar og hefur Matarauður í því skyni samið við allar markaðsstofur/landshluta- stofur um að efla samvinnu, greina tækifæri, styrkja nærsamfélagsneyslu og auka þekkingu á matarmenn- ingu. Matvæli gegna ennfremur lyk- ilhlutverki í samnorrænu verkefni um staðbundinn mat í ferðaþjón- ustu framtíðarinnar. Þar er horft til tækifæra sem blasa við okkur vegna loftslagsbreytinga og neysluhegðun- ar og er verkefnið leitt af Matarauði Íslands. Afraksturinn á m.a. að skila stefnumótandi áherslum sem hvert land getur aðlagað að sínu umhverfi. Loftslagsmál, umhverfisvernd og lýðheilsa eru einnig mikilvægir liðir í innkaupastefnu matvæla fyrir ríkis- aðila, sem var leidd af Matarauði Ís- lands í samstarfi við þrjú önnur ráðu- neyti og sambandi íslenskra sveita- félaga. Í henni er lögð áhersla á öfl- ugra samstarf við matvælaframleið- endur, rekjanleika, kolefnisreiknivél máltíða og nýsköpunar í samning- um. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og verkefnið Krakkar kokka var prufukeyrt síðasta vetur. Það leggur áherslu á að fræða grunnskólabörn um íslenskar matarhefðir, nærsam- félagsneyslu, sjálfbærni og matarsó- un á skemmtilegan hátt. Fræðslu- umgjörðin mun standa öllum grunn- skólum til boða. Í framhaldi af því verkefni kviknaði m.a. hugmynd um inniræktun matjurta í grunnskólum sem verið er að skoða. Við hvetjum alla til að leita fanga á vefsíðu Matarauðs og nýta sér efni hennar. Þar má m.a. sjá uppskrift- ir frá vitundarvakningaherferðum okkar sem unnar eru í samstarfi við Hótel- og matvælaskólann. Við von- um að efni hennar kveiki áhuga og auki þekkingu og höfum hugfast að matur leysir kannski ekki öll vanda- mál en án matar verða engin vanda- mál leyst! Brynja Laxdal. Höf. er verkefnastjóri Matarauðs Íslands Matarauður - okkur að góðu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.