Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 34
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 201934 Í versluninni Ljómalind í Borgar- nesi verður opið hús næstkomandi föstudag og verða flestir matvæla- framleiðendur í versluninni með kynningu á sínum matvælum milli klukkan 16 og 18. Boðið verður upp á að smakka ýmis fjölbreytt matvæli auk þess sem hægt verður að spjalla við framleiðendurnar og fá frekari upplýsingar um matinn. „Það kom- ast ekki alveg allir framleiðendurn- ir okkar þennan dag, en það verða flestir. Hægt verður að smakka ær- kjöt, súkkulaði og margt fleira, svo kemur nýjasti framleiðandinn okk- ar sem er að gera sinnep,“ segir Sig- urbjörg Kristmundsdtóttir, versl- unarstjóri í Ljómalind, í samtali við Skessuhorn. „Svava sem framleiðir Sælkerasinnep er reyndar ekki héð- an af Vesturlandi, en ég hef mark- visst verið að reyna að auka vöru- úrvalið hjá okkur og ákvað að taka hana inn því hún er eini smáfram- leiðandinn að gera sinnep,“ útskýrir Sigurbjörg. Vilja auka matvæla- flóruna í Ljómalind Sigurbjörg hefur undanfarið ver- ið að leita að smáframleiðendum sem eru að framleiða matvöru til að bæta við flóruna í Ljómalind. „Við höfum fyrst og fremst verið með vörur sem eru framleiddar á Vestur- landi en ég er til í að horfa aðeins út fyrir landshlutann ef viðkomandi er að framleiða eitthvað sérstakt. Það er samt lykilatriði að það sé smá- framleiðsla, jafnvel eitthvað frum- kvöðlastarf. Það getur verið erfitt fyrir slíka framleiðendur að koma sinni vöru á framfæri og við viljum sérstaklega hjálpa þeim,“ segir Sig- urbjörg og bætir því við að ýmsar nýjar vörur séu væntanlegar í versl- unina fram að jólum. Alla föstudaga til jóla verða teknar inn nýjar vörur, ýmist frá framleiðendum sem þegar eru með, eða hafa verið með vörur í Ljómalind eða frá nýjum fram- leiðendum. „Af þessu tilefni verð- um við með verslunina opna til sex á föstudögum til jóla og munu fram- leiðendurnir koma og kynna sína vörur,“ segir Sigurbjörg. Jólagjafir í pokum frá Öldunni nú þegar líður að jólum eru marg- ir farnir að huga að jólagjöfum og í Ljómalind verður boðið upp á jólagjafapoka fyrir fyrirtæki. Í pokunum verða ýmsar vörur sem hafa verið framleiddar í héraði og er áhersla lögð á matvæli en hægt er að koma með sérstakar óskir um hvað fari í pokana. „Gjafirnar verða afhentar í pokum sem eru saumaðir í Öldunni og fyrir það borgar fólk smá pening, 500 krónur sem fara beint til Öldunnar, fyrir utan skatt- inn. Við tökum engan ágóða af sölu pokanna úr Öldunni því við viljum þannig gefa aðeins til samfélagsins. Það er að okkar mati samfélagsleg ábyrgð að styrkja starfsemi eins og í Öldunni og þetta er okkar fram- lag,“ segir Sigurbjörg. Hún segir enn nægan tíma vera til að leggja inn pöntun fyrir jólagjafapokum úr Ljómalind. „Við höfum feng- ið slatta af pöntunum en getum vel bætt við fleirum,“ segir hún og bendir á að með því að kaupa gjaf- ir í Ljómalind sé verið að styrkja bæði verslun í heimabyggð og þá framleiðendur sem þar eiga vörur. „Það styrkir íbúana og samfélagið að versla í heimabyggð.“ Uppruni vörunnar þekktur Sigurbjörg segir þakklæti ofar- lega í huga þegar hún hugsar til þeirra sem leggja leið sína í Ljóma- lind til að versla. „Ljómalind er orð- in rúmlega sex ára og það gengur mjög vel. Vissulega myndi ég allt- af vilja sjá fleiri koma hingað inn en þetta myndi aldrei ganga upp nema vegna þeirra sem versla hjá okkur. Við erum þakklát þeim sem koma til okkar og leggjum okkur fram við að vera alltaf að bæta og auka þjón- ustuna. Það erum við til dæmis að gera með því að reyna að ná inn fjöl- breyttari vörum. Í fyrra bættum við fiski við hjá okkur og það hefur vak- ið mikla lukku,“ segir Sigurbjörg og bætir því við að í Ljómalind eru vör- urnar ekki fjöldaframleiddar og fólk veit alltaf hvaðan varan kemur. Liprar að opna fyrir áhugasama kaupendur Fyrir um tveimur árum opnaði Ljómalindin, í samvinnu við SSV, Matarlind í Borgarnesi, vottað eldhús til framleiðslu á matvöru til að selja. Ef fólk vill nýta sér Mat- arlindina er hægt að hafa samband við Sigurbjörgu og bóka tíma í eld- húsinu. „Þeir sem framleiða vörur í Matarlindinni geta sjálfkrafa komið þeim í sölu í Ljómalind ef þeir vilja. Þetta er tilvalið fyrir þá sem eru að koma sér af stað því ég get verið þeim innan handar með allt nema eldamennskuna. Ég get hjálpað við að sækja um öll leyfi og slíkt. En það er enn tækifæri til að komast að í eldhúsinu og koma vöru í sölu fyrir jólin,“ segir hún. Þá vill Sigurbjörg benda á að þó opnunartími Ljómalindarinnar sé frá klukkan 12-17 yfir vetrartím- ann sé það ekki heilagt. Sé fólk á ferðinni utan opnunartíma og vilji versla eitthvað er hægt að hafa sam- band. „Við opnum líka fyrir hópa, til dæmis ef það eru rútur á ferð- inni eða eitthvað svoleiðis er sjálf- sagt að opna. Við erum líka mjög liprar að opna ef það er einhver sem vill kaupa eitthvað en kemst ekki á opnunartíma. Ljómalind er sérstök verslun með vörur sem fást kannski ekki hvar sem er og við leggjum okk- ur fram um að fólk sem vill versla við okkur geti gert það,“ segir hún að endingu. arg Vörukynning og matarsmakk í Ljómalind á föstudaginn Tilvalin jólagjöf fyrir yngstu afkomendurna. Í Ljómalind er að finna fallegt handverk. Sælkera sinnep Svövu er ný vara í Ljómalind. Sigurbjörg Kristmundsdóttir verslunarstjóri í Ljómalind. Þessa fallegu lunda er hægt að kaupa í Ljómalind. Flottir sveinkar fyrir jólin. Fallega skreyttir gafflar og skeiðar. Sultur frá Hundastapa saman í pakka. Íslenskt fæðubótarefni. Fallegt hálsmen úr bláskel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.