Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 20198 Aflatölur fyrir Vesturland 2.-8. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 5 bátar. Heildarlöndun: 22.789 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 14.031 kg í þremur löndunum. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 237.609 kg. Mestur afli: Hringur SH: 67.721 kg í einni löndun. Ólafsvík: 13 bátar. Heildarlöndun: 184.349 kg. Mestur afli: Tryggvi Eðvarðs SH: 44.227 kg í sex róðrum. Rif: 9 bátar. Heildarlöndun: 135.031 kg. Mestur afli: Stakkhamar SH: 34.421 kg í þremur löndun- um. Stykkishólmur: 5 bátar. Heildarlöndun: 117.436 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 67.329 kg í einni löndun. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Hringur SH - GRU: 67.721 kg. 6. nóvember. 2. Þórsnes SH - STY: 67.329 kg. 4. nóvember. 3. Runólfur SH - GRU: 65.380 kg. 4. nóvember. 4. Farsæll SH - GRU: 52.410 kg. 6. nóvember. 5. Sigurborg SH - GRU: 48.369 kg. 6. nóvember. -kgk Tilkynnt um sprengingu AKRANES: neyðarlínu var tilkynnt um sprengingu á skátalóðinni svokölluðu við Skagabraut á Akranesi laust fyrir kl. 21 á föstudagskvöld. Lögreglan á Vesturlandi fór á staðinn og kannaði málið en varð einskis vísari. -kgk Féll úr stiga SNÆFELLSBÆR: Karl- maður féll úr stiga í heima- húsi í Snæfellsbæ aðfararnótt sunnudags. Talið er að mað- urinn hafi fallið um það bil þrjá metra. Hlaut hann skurð á höfði. Að sögn lögreglu fór sjúkrabíll á staðinn og kom manninum undir læknishend- ur á heilsugæslustöðinni í ólafsvík. -kgk Undir áhrifum VESTURLAND: neyðar- línu var tilkynnt um hugs- anlega ölvaðan ökumann á Akranesi kl. 2:30 aðfararnótt sunnudags. Gefið var upp bíl- númer og lögregla hóf leit að manninum. Bíllinn fannst en ökumaðurinn ekki. Sama dag, kl. 14:00, var ökumaður stöðv- aður í Borgarnesi og látinn blása í áfengismæli. Reynd- ist hann yfir mörkum og var í kjölfarið handtekinn og gert að gefa blóðsýni. Málið er til rannsóknar. Fyrr sama dag, kl. 10 um morguninn, hafði öku- maður verið stöðvaður í Borg- arnesi grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkni- efna. Strokpróf gaf til kynna neyslu kannabiss og var mað- urinn handtekinn. -kgk Fíkniefnafundur AKRANES: Um kvöldmatar- leytið á sunnudag barst neyð- arlínu tilkynningu um hugs- anlegan fíkniefnafund á Akra- nesi. Sá sem hafði samband kvaðst hafa fundið hvítt efni á salerni sjoppu, sem hann taldi vera fíkniefni. Lögregla fór á staðinn og á meðan hún var þar kom þangað maður sem er grunaður um að vera eig- andi efnisins. Maðurinn var handtekinn og tekin af hon- um framburðarskýrsla. Mað- urinn heimilaði leit og við hana fundust á honum áhöld til fíkniefnaneyslu. Strokpróf sem framkvæmt var á honum gaf jákvæða svörun við neyslu amfetamíns. Málið er til rann- sóknar. -kgk Á miðri akrein DALABYGGÐ: Haft var samband við lögreglu kl. 20:00 á sunnudagskvöld vegna bif- reiðar sem stóð á miðri akrein á Vestfjarðavegi um Svína- dal. Bíllinn var þar mann- laus, kyrrstæður og ljóslaus á miðri akreininni og skap- aði mikla hættu. Kallaður var út lögreglumaður á bakvakt í Búðardal sem gekk í málið. Hægra afturhjól vantaði á bíl- inn, þannig að hann var óöku- hæfur. Bíllinn var fjarlægð- ur með dráttarbíl og fluttur í Búðardal. -kgk Blóðsykurmæling á Akranesi Laugardaginn 16. nóvember 2019, bjóða Félag sykursjúkra á Vesturlandi og Lions klúibbarnir á Akranesi verður með fría blóðsykursmælingu ásamt Apóteki Vesturlands. Mælingin fer fram í verslunar- miðstöðinni að Smiðjuvöllum 32 (Bónus) og stendur yfir frá kl. 13.00 - 16.00. Fólk er hvatt til að nýta sér mælinguna, sem er því að kostnaðarlausu. SK ES SU H O R N 2 01 9 Vegagerðin hefur nú hafist handa við að lækka veginn við áningar- staðinn Kirkjufell við Grundar- fjörð. Til stendur að lækka veginn og auka þar með umferðaröryggi á svæðinu en fjöldinn allur af ferða- mönnum stoppar við Kirkjufells- foss á leið sinni um Snæfellsnes. Oft hefur verið bent á slysahættu sem þarna myndast en blindhæð er skammt frá bílastæðunum þar sem flestir stoppa. Framkvæmdir eru á annarri akrein í einu og eru vegfar- endur beðnir um að sýna tillitsemi á meðan framkvæmdum stendur. Áætlað er að framkvæmdum ljúki fyrir næstu mánaðamót. tfk Skoska sjávarútvegsfyrirtækið Den- holm Seafoods hefur skrifað undir kaup á 16 tommu ValuePump dælu frá Skaganum 3X, eftir nokkurra mánaða rannsóknar- og þróunar- vinnu sem fyrirtækin stóðu sam- an að. Um er að ræða dælu sem af- kastar allt að 60 tonnum af upp- sjávarfiski á klukkustund og getur dælt hráefni allt að tíu metra upp á við, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Skaganum 3X. Flytur dæl- an hráefnið um 200 metra frá höfn- inni og að vinnslu Denholm í gegn- um 16 tommu rör. Að sögn Ragnars Arnbjarnar Guðmundssonar, svæðissölustjóra Skagans 3X, fer nýjasta gerð dæl- unnar einstaklega vel með hráefn- ið á meðan flutningi stendur. Þá krefst hún enn fremur minni orku en aðrar dælulausnir. „Einnig mun hún leysa af flutningabíla sem hafa verið notaðir til að ferja hráefni frá höfn og inn í vinnsluhús, sem gerir þessa vinnslu umhverfisvæna fyrir viðskiptavin okkar,“ segir Ragnar. Dælan hefur verið framleidd í ýmsum formum hjá Skaganum 3X síðan 1994, en á síðasta ári hóf fyr- irtækið rannsóknir og prófanir á nýrri og bættri útgáfu. nýjasta út- gáfan flytur hráefni í gegnum lok- að lágþrýstilagnakerfi með lofti og vökva. Mögulegt er að bæta við vökvahringrás, krapakerfi, varma- skiptum, pækilkerfi og fleiru til að auka virðisauka hráefnis. nýja dælan er ekki útbúin hefðbundinni skrúfu heldur snýst hún öll og við það færist vökvinn og hráefnið í gegnum hana. kgk Framkvæmdir hafnar við Kirkjufell Fulltrúar Skagans 3X og skoska fyrirtækisins Denholm Seafoods á meðan prófanir á nýju dælunni stóðu yfir síðastliðið sumar. Ljósm. Skaginn 3X. Selja nýja gerð af dælu til Skotlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.