Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 52

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 52
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 201952 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein Á Vesturlandi eiga heima samtals um 940 einstaklingar með 75% örorkumat og endurhæfingar- mat. Þetta eru karlar og konur á ýmsum aldri sem búa við skerta starfsorku vegna andlegra eða líkamlegra sjúkdóma, áfalla eða slysa. Aðstæður þessa fólks eru æði misjafnar, bæði persónulega og félagslega. Eitt á þetta fólk þó sennilega sameiginlegt sem hóp- ur. Enginn hefur valið sér þetta hlutskipti og allir vildu vera í annarri stöðu. Ójöfnuður Öryrkjar hafa misserum saman leitað eftir sanngjörnum leiðrétt- ingum á kjörum sínum, að dregið sé úr hróplegum ójöfnuði þann- ig að hver og einn geti búið við sæmandi atlæti, félagslega og fjár- hagslega. Þeir krefjast lífskjara- sáttmála eins og annað fólk í sam- félaginu. Þeir vilja vera þátttak- endur, veitendur og neytendur á öllum stigum og á eigin forsend- um. Á vettvangi stjórnmálanna eru kjör og viðmót gagnvart öryrkj- um vissulega talsvert til umfjöll- unar um þessar mundir en í verki þokast lítið. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er enn eitt reiðarslagið, gefur ör- yrkjum enga nýja von. Þrátt fyrir endurteknar og hástemmdar yf- irlýsingar ríkisstjórnarinnar, hlý orð og fögur loforð, þá verður ör- yrkjum boðið upp á það sama árið 2020, áfram kalda sturtu. Starfshópur félagsmálaráð- herra, skipaður ágætu fólki, skil- aði af sér skýrslu í vor með tillög- um en engri niðurstöðu. Traust á milli aðila skorti, tortryggni tals- manna öryrkja réði því að ekki var hægt að ljúka stórum áfanga. Starfsgetumat Skýringar ráðherra á töfum á um- bótum gagnvart öryrkjum voru lengi framan af þær, að unnið væri að kerfisbreytingum með svokall- að starfsgetumat að leiðarljósi. Samkvæmt skilgreiningu úr fyrr- nefndri skýrslu ráðherra er starfs- getumat mat á getu einstaklings til starfa að gefnum tilteknum kröf- um og við tilteknar aðstæður. Ör- yrkjum finnst skorta á trúverð- ugleika þessarar hugmyndafræði, hvort sem það snýr að stjórnvöld- um eða vinnumarkaði. Þeir óttast að raunverulegir hagsmunir þeirra verði fyrir borð bornir. Vísað er til misjafnrar reynslu annarra þjóða og m.a. til þekktrar breskrar heimilda- myndar sem sýnd var hér á landi. Hugtakið starfsgetumat eitt og sér hefur öðlast neikvætt inntak í hug- um flestra. Lífsgæðamat Stjórnvöld þurfa að bregðast við á enn ferskari og sveigjanlegri hátt en hingað til í samskiptum við öryrkja og hafa hugfast að orðfæri og inn- tak skiptir máli. Hugtakið lífsgæði ætti að vera leiðarstef. Fyrir hóp öryrkja getur mat á getu til starfa í atvinnulífinu verið hluti af bættum lífsgæðum en það gildir ekki um alla. Við eigum því miklu frekar að ræða um lífsgæða- mat fremur en bara starfsgetumat þegar þessi málefni öryrkja eru annars vegar. Stjórnvöld þurfa að flýta för, skapa traust og ráðast í gerð raun- verulegs lífsgæðasamnings við ör- yrkja. Fyrir því munum við jafn- aðarmenn áfram berjast sem hing- að til. Guðjón S. Brjánsson. Höf. er alþingismaður fyrir Sam- fylkinguna í NV kjördæmi. Ég veit að hugmynd mín um eign- arrétt, er nauðsynleg, og vil ég skýra hana nánar. Um eignarréttarákvæði í núverandi stjórnarskrá, grein 63 segir: „Eignarrétturinn er friðhelg- ur, engan má skylda til að láta eign sína af hendi nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.“ Seinni hluti greinarinnar er þannig: „Með lög- um má takmarka erlenda aðila til að eiga fasteignarréttindi eða hluta í atvinnufyrirtæki hér á landi.“ Þessar staðreyndir sýna að for- ríkur Englendingur gat keypt tugi bújarða fyrir austan af landi okkar sem eru samtals fleiri hundruð fer- kílómetrar að flatarmáli. Einnig má minna á þegar Kínverji vildi kaupa Grímsstaði á Fjöllum, eina af land- mestu jörðum landsins. Eignarrétt bænda á óræktuðu landi verður að afnema, en nýt- ingarrétt þeirra til beitar búfjár skal heimila ef umhverfisráðuneyti landsins samþykkir það og þá undir eftirliti þess. Ekkert hamlar bænd- um að sækja um land til ræktunar eða öðrum til annarra framkvæmda á landi, en það skal vera í samráði við umhverfisráðuneytið. Það er fáránlegt að bændabýli í efstu sveitum Suðurlands, Vestur- lands, norðurlands og Austurlands telja sig eiga allt land á móti öðrum að sýslumörkum yfir öræfin, jafn- vel jökla. Tökum dæmi: Húsafells- bændur eiga land að sýslumörk- um Borgarfjarðarsýslu og Húna- vatnssýslu. Og því eiga efstu bæir í suðri allt land að Borgarfjarðar- sýslu. Þótt nokkur hluti lands okk- ar sé sameiginleg eign þjóðarinnar, svo sem Þingvellir, þjóðgarður og hluti Snæfellsness auk Skaftafells, þá er það aðeins brotabrot af landi okkar. Vatn er grundvöllur alls lífs á jörðinni. Að landeigendur sam- kvæmt núverandi eignarréttar- ákvæðum geti talist eigendur vatns er endaleysa. Að nokkrir landeig- endur (t.d. bændur) skuli hafa rétt til að krefjast greiðslu fyrir vatn sem rennur um óræktað land nærri býli þeirra eða stöðuvötnum upp í óbyggðum og heitt vatn (hverir) sem kemur djúpt úr iðrum jarðar er vægast sagt óþolandi. Það sýnir vitleysuna í þessu að bændur geti krafið ríkissjóð um ótrúlega háar fjárhæðir fyrir virkjun fallvatna upp í óbyggðum eins og gerðist við Blöndu og nú er sama uppi vegna virkjunar við Kárahnjúka. Í grein minni Stjórnarskrárum- ræðan, segi ég að öll mannanna verk séu séreign þeirra sem skópu þau, en allar náttúruauðlindir séu sameign þjóðarinnar. Það sem að ofan greinir er rökin fyrir nauðsyn þess að svo sé. Ég styð frumvarp Stjórnlaga- ráðs frá 2011 um nýja stjórnarskrá í meginatriðum en alls ekki 13. grein hennar um eignarrétt því það er tekið svo til óbreytt úr núver- andi stjórnarskrá, einnig 34. grein um náttúruauðlindir þar sem segir: „Auðlindir í náttúru Íslands, (sem ekki eru í einkaeigu), eru sameigin- leg og ævarandi eign þjóðarinnar. Að öðru leiti er 34. greinin frábær. Hafsteinn Sigurbjörnsson. Höf. er eldri borgari á Akranesi. Á fyrsta degi októbermánaðar var í Iðnó í Reykjavík haldinn stofnfundur nýs félags sem ber heitið Arfur Þorsteins frá Hamri. Markmið félagsins er að sýna arf- leifð Þorsteins ræktarsemi sem og þeim menningararfi sem hann tók í fang sér. Félagið mun standa fyrir ýms- um viðburðum, einkum á ævislóðum Þorsteins í Borg- arfirði, og á höfuðborgarsvæðinu. Fimmtudaginn 14. nóvember nk. stendur félagið fyrir Þorsteinsvöku á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Er hún jafnframt eins konar framhalds- stofnfundur félagsins. Að þessu ljóða- og sagnakvöldi koma einstaklingar úr Borgarnesi og Reykjavík. Flutt verða stutt ávörp og lesin valin ljóð skáldsins. Til máls taka: Guðrún nordal, Þórarinn Jónsson, Vigdís Gríms- dóttir, Theódór Þórðarson, Ástráður Eysteinsson, Sig- urbjörg Þrastardóttir, Valdimar Tómasson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Dagskráin hefst kl. 20 og stendur í rúma klukku- stund, aðgangur er ókeypis. -fréttatilkynning Þorsteinsvaka á Sögulofti Landnámssetursins Ákvæði um eignarrétt nauðsynlegt í nýja stjórnarskrá Pennagrein Lífsgæðasamning fyrir öryrkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.