Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 55

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 55
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 2019 55 Meistaraflokkur Ungmennafélags Grundarfjarðar í blaki tók á móti liði Völsungs frá Húsavík laug- ardaginn 9. nóvember síðastlið- inn. Liðin byrjuðu bæði af krafti og nokkuð jafnræði var með þeim í fyrstu hrinu þar sem þau skipt- ust á að leiða. Það voru þó gest- irnir sem voru öflugri og sigruðu hrinuna 25-21 og tóku því foryst- una 1-0. Í annarri hrinu voru gest- irnir ákveðnari og leiddu mest alla hrinuna og kláruðu hana svo 25-20 og komust í 2-0. Grundfirsku stelp- urnar voru því komnar með bakið upp að vegg fyrir þriðju hrinuna og voru ákveðnar að bíta frá sér. nokkuð jafnræði var með liðunum en aftur voru gestirnir ívið sterkari á endasprettinum og kláruðu þriðju hrinu 25-22 og unnu því leikinn 3-0 og fóru með öll stigin norður. UMFG situr því í næstneðsta sæti 1. deildar og á heimaleik gegn Ými næsta fimmtudag en Ýmir er í öðru sæti og hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa. tfk Snæfellskonur máttu játa sig sigr- aðar gegn KR, 57-81, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna í Stykkishólmi á þriðjudaginn í síð- ustu viku. Fyrri hálfleikur var nokk- uð jafn en í þeim síðari tóku gest- irnir öll völd á vellinum og unnu að lokum sannfærandi sigur. KR skoraði fyrstu stig leiksins og leiddi framan af fyrsta leikhluta, en Snæfellskonur voru þó aldrei nema örfáum stigum á eftir. Þær jöfnuðu síðan metin í 15-15 seint í leikhlut- anum en KR-ingar áttu lokaorðið og leiddu með 20 stigum gegn 15 eftir upphafsfjórðunginn. Snæfell kom sér að nýju upp að hlið KR strax í upphafi annars leikhluta og þegar hann var hálfnaður var stað- an jöfn, 25-25. En gestirnir náðu góðum endaspretti í fyrri hálfleik sem skilaði þeim tólf stiga forystu í hléinu, 30-42. Í þriðja leikhluta tóku KR-kon- ur öll völd á vellinum, héldu Snæ- felli í skefjum og höfðu 19 stiga for- skot fyrir lokafjórðunginn. Þar með lögðu þær grunn að sigrinum, því Snæfell náði ekki að ógna forystu gestanna í fjórða leikhluta. Að lok- um fór svo að KR sigraði með 81 stigi gegn 57 stigum Snæfells. Gunnhlidur Gunnarsdóttir var atkvæðamest í liði Snæfells með 16 stig, tólf fráköst og þrjú varin skot. Emese Vida kom henni næst með 14 stig og 17 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir og Veera Pirtt- inen skoruðu sjö stig hvor, Chand- ler Smith var með fimm stig, Re- bekka Rán Karlsdóttir fjögur, Helga Hjördís Björgvinsdóttir þrjú og Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði eitt stig. Sanja Orazovic var stigahæst KR- kvenna með 24 stig og átta fráköst að auki. Danielle Rodriguez skor- aði 15 stig, gaf sex stoðsendingar og tók fimm fráköst og Sóllilja Bjarna- dóttir var með ellefu stig. Eftir leikinn er Snæfell í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig, jafn mörg og Keflavík í sætinu fyr- ir ofan en hefur leikið einum leik fleira. næsti leikur Snæfells er ein- mitt viðureign þessara tveggja liða. Þau mætast í Keflavík í kvöld, mið- vikudaginn 20. nóvember. kgk Skallagrímskonur máttu játa sig sigraðar gegn Íslandsmeisturum Vals, 60-82, þegar liðin mættust í Domino‘s deild kvenna. Leikið var í Borgarnesi á laugardagskvöld. Leikurinn fór hægt af stað. Vals- konur skoruðu fyrstu fimm stigin og þannig var staðan þegar fyrsti leik- hluti var hálfnaður. Skallagríms- konur jöfnuðu í 5-5 en eftir það tóku Valskonur góða rispu og leiddu með 17 stigum gegn átta eftir upp- hafsfjórðunginn. Íslandsmeistararn- ir höfðu yfirhöndina í öðrum leik- hluta, skoruðu 17 stig gegn 11 stig- um Skallagríms og fóru með 15 stiga forskot inn í hálfleikinn, 19-34. Skallagrímskonur minnkuðu muninn í tíu stig í upphafi síðari hálfleiks en eftir það sýndu Vals- konur mátt sinn og megin. Jafnt og þétt juku þær forskotið á nýjan leik og voru komnar með 26 stiga forystu fyrir lokafjórðunginn, 33-59. Skalla- grímskonur minnkuðu muninn í 18 stig í fjórða leikhluta en komust ekki nær. Valskonur voru einfaldlega einu númeri of stórar og sigruðu að lok- um með 22 stigum, 60-82. Keira Robinson var atkvæða- mest á báðum endum vallarins í liði Skallagríms. Hún skoraði 29 stig, tók níu fráköst og stal hvorki fleiri né færri en átta boltum. Emilie Hes- seldal kom henni næst með tólf stig, tók 13 fráköst og gaf fimm stoðsend- ingar. Maja Michalska skoraði sex stig, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með fimm stig og átta fáköst, Árnína Lena Rúnarsdóttir og Clara Cold- ing-Poulsen skoruðu þrjú stig hvor og Gunnhildur Lind Hansdóttir skoraði tvö stig. Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig og tók 14 fráköst í liði Vals. Kiana Johnson skoraði 20 stig einnig og gaf ellefu stoðsendingar, Hallveig Jónsdóttir skoraði 16 stig og Dag- björt Dögg Karlsdóttir skoraði tólf. Eftir sjö leiki situr Skallagrímur í fjórða sæti deildarinnar með átta stig, jafn mörg og Haukar í sæt- inu fyrir ofan. Þessi tvö lið mætast í næstu umferð, sunnudaginn 24. nóvember næstkomandi. Sá leikur fer fram í Hafnarfirði. kgk Snæfellingar biðu lægri hlut gegn Sindra, 88-73, þegar liðin mætt- ust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Leikið var á Höfn í Hornafirði. Jafnræði var með liðunum fram- an af fyrsta leikhluta og þau skiptust á að leiða. Snæfellingar höfðu und- irtökin seint í upphafsfjórðungn- um og leiddu með 21 stigi gegn 16 að honum loknum. Heimamenn minnkuðu muninn snemma í öðr- um leikhluta og leikurinn var í járn- um næstu mínúturnar. Um miðjan leikhlutann náði Sindri smá rispu og nokkurra stiga forystu. Þeir voru sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og leiddu með tólf stigum í hléinu, 52-40. Það var síðan í þriðja leikhluta sem leiðir skildu. Sindramenn byrj- uðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og voru snemma komnir 21 stigi yfir. Því forskoti héldu þeir um það bil óbreyttu allan leikhlutann og leiddu með 20 stigum fyrir loka- fjórðunginn, 74-54. Snæfellingar náðu aðeins að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins. Þeir minnk- uðu muninn í ellefu stig þegar þrjár mínútur voru eftir á klukkunni en heimamenn svöruðu og sigruðu að endingu með 15 stigum, 88-73. Ingimar Þrastarson var atkvæða- mestur í liði Snæfells með 21 stig og átta fráköst. Pavel Kraljic skor- aði 18 stig og tók sex fráköst, Brandon Cataldo var með ellefu stig, Aron Ingi Hinriksson skoraði tíu og Ísak Örn Baldursson var með sex. Benjamín ómar Kristjánsson, Eiríkur Már Sævarsson og Guðni Sumarliðason skoruðu tvö stig hver og Viktor Brimnir Ásmundarson lauk leik með eitt stig. Í liði heimamanna var Arnar Geir Líndal stigahæstur með 19 stig og tók hann sex fráköst að auki. Árni Birgir Þorvarðarson skoraði 17 stig og tók fimm fráköst, Ignas Dauksys skoraði 15 stig og Stefan Knazevic skoraði ellefu stig og tók sjö fráköst. Úrslit leiksins gera það að verk- um að Snæfell situr á botni deild- arinnar með tvö stig eftir sex leiki, jafn mörg og næstu þrjú lið fyr- ir ofan sem öll eiga leik til góða á Hólmara. næst leika Snæfellingar á föstudaginn, 15. nóvember, þegar þeir mæta Álftnesingum í Stykkis- hólmi. kgk/ Ljósm. úr safni/ sá. Verma botnsætið Keira Robinson í baráttunni í leiknum gegn Val. Ljósm. Skallagrímur. Íslandsmeistararnir of stór biti Erfið byrjun hjá Grundfirðingum Gestirnir sterkari í síðari hálfleik Anna Soffía Lárusdóttir gerir hér atlögu að körfu KR-inga. Ljósm. sá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.