Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 30
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 201930 Anna Dröfn Sigurjónsdóttir var í haust ráðin gæðastjóri hjá Slátur- húsi Vesturlands ehf. í Brákarey í Borgarnesi. Hlutverk gæðastjóra er að fylgja vörunni eftir í gegnum vinnsluferlið. „Við leggjum mikla áherslu á gæði. Línan er hægari hjá okkur en í stóru sláturhúsunum, sem þýðir að ferlið gengur allt hægar og kjötið fær að hanga lengur en al- mennt, sem gefur okkur meiri gæði. Kjötið fær að kólna alveg áður en það er sett í frost sem er mikið betra fyrir það,“ útskýrir Anna Dröfn. Bóndinn á vöruna alla leið Sláturhús Vesturlands er þjónustu- sláturhús þar sem bændurnir eiga kjötið sjálfir og sjá um að fullvinna það og koma í sölu. „Bændurnir geta sjálfir ákveðið hversu mikið kjötið er unnið hér hjá okkur. Þeir geta tekið skrokkana í heilu, fengið þá grófsag- aða, fínsagaða, úrbeinaða og jafnvel hakkað kjöt og innpakkað.“ Anna Dröfn hefur það hlutverk að sjá til þess að ferlið gangi smurt fyrir alla aðila. „Ég sé til þess að öll vinnsla samræmist lögum og reglum og að bæði bóndinn og sláturhúsið fái sitt úr samstarfinu. Þá bóka ég slátran- ir og set upp plan sem hentar okk- ur, bændum og kjötniðnaðarmann- inum,“ segir Anna Dröfn. Góð aðsókn hefur verið af stóru svæði Margir þeirra bænda sem slátra hjá Sláturhúsi Vesturlands ehf. selja sitt kjöt beint frá býli. „Ég held að bændur séu allir sammála því að með slátrun hjá okkur fái þeir besta kjöt- ið. Dilkaslátrun hófst í sláturhúsinu 29. ágúst og hefur að sögn Önnu Drafnar gengið mjög vel en nú sér fyrir endan á henni. Slátrað hefur verið yfir 1600 fjár í haust. „Þá daga sem ekki hefur verið slátrað höfum við verið að vinna kjötið. núna þeg- ar þessari törn er að ljúka förum við að taka inn folöld og naut til slátrun- ar og það er bókað allavega fram að jólum svo það er nóg að gera,“ segir Anna Dröfn ánægð. Fólk vill vita uppruna vörunnar Aðspurð segir hún að bændur sem ætla að selja kjötið sitt sjálfir geti fengið það innpakkað og tilbúið til sölu frá sláturhúsinu. „Það eina sem við gerum ekki er að útvega kaup- endur og selja kjötið. En það hafa þó alveg komið kaupendur til okkar í leit að kjöti og við getum þá verið milliliður og komið kaupanda í sam- band við bónda. Við pökkum kjöt- inu inn í fallegar sölueiningar og upprunamerkjum allt bóndanum,“ segir Anna Dröfn ög bætir því við að kröfur neytenda um að vita upp- runa matvöru hafi aukist. „Fólk vill vita hvað það er að kaupa og hvaðan varan kemur,“ segir hún. arg Mikil áhersla á gæði kjötsins í Sláturhúsi Vesturlands F.v. Guðmundur Friðbjörnsson kjötiðnaðarmaður, Guðrún Smáradóttir og Sævar Þórisson. Ljósm. Anna Dröfn Sigurjónsdóttir. Á Hraunsnefi í norðurárdal hafa þau Brynja Brynjarsdóttir og Jó- hann Harðarson komið sér vel fyrir. Þau keyptu jörðina árið 2004 með það að markmiði að opna hótel og veitingastað og tóku á móti fyrstu gestum í júní 2005. Tíu árum síð- ar var veitingastaðurinn færður í stærra húsnæði og hótelið stækk- að um fimm herbergi. Einu dýr- in á bænum í upphafi voru heim- ilishundarnir en í dag er blóm- legur búskapur á Hraunsnefi með nautgripum, svínum, kindum og hænsnum. Áhersla veitingastaðar- ins felst í kjötvörum beint frá býli en brauðið er einnig heimagert og grænmetið eftir fremsta megni úr héraði. „Eftir hrun þurftum við að hugsa öðruvísi og endurskoða okkar for- gangsröðun og fórum að skoða hvernig við gætum nýtt þetta land- svæði sem jörðinni fylgdi og hvar væru tækifæri til að spara í rekstr- inum. Við byrjuðum að brenna pappa í huggulegum arni sem fólk getur sest við úti og hlýjað sér. Þennan pappa hefði annars þurft að keyra í burtu og í því fólst sparnaður við sorphirðugjöld,“ segir Jóhann. Fyrst komu grísir á Hraunsnef og fengu þeir matarafganga sem sparaði einnig sorphirðugjöldin og vöktu þeir auk þess mikla lukku gesta. „Við vorum orðin svo sam- félagslega þenkjandi að við hirtum matarafganga á Bifröst einnig og allir voru ánægðir með þetta því ekki var verið að henda mat heldur var hægt að nýta hann betur,“ segir Brynja en síðar var þeim bannað að gefa dýrum matarafganga sem kæmu úr eldhúsinu svo því var hætt. nokkrar kindur voru á Hrauns- nefi, aðallega fyrir myndatökur og vöktu þær gríðarlega lukku líkt og svínin. Kveikjan að nautgripabú- skapnum var svo þegar kálfar feng- ust að láni á Hraunsnef til þess að sýna gestum. „Í dag erum við orðin sjálfbær hvað varðar nautakjötið og höfum verið það í dágóðan tíma,“ segir Jóhann en í dag eru á búinu um 30 gripir á fæti í hvert sinn. Vel hefur tekist að nýta hvern vöðva sem kemur af hverjum skrokki og er það aðallega því að þakka að kjötið er allt verkað og unnið heima eftir kröfum og þörf- um veitingastaðarins. Góðu bitarn- ir verða fleiri og ekkert kjöt endar í ruslinu. „Ef við misreiknum okkur eitthvað og eigum ekki nóg nauta- kjöt þá höfum við brugðið á það ráð að taka það frekar út af matseðli tímabundið í stað þess kaupa inn úr búðinni. Gestirnir okkar eru farnir að þekkja gæðin og það er okkar stærsta viðurkenning,“ seg- ir Brynja en mikil natni fer í upp- vöxt nautgripanna sem fá að ganga frjálsir allt sitt líf, líkt og grísirnir og kindurnar. Aðspurð hvort þeim finnist sjálfræði dýranna skipta máli, svarar Brynja að lokum: „Það hefur áhrif á gæðin, vöðvarnir eru á meiri hreyfingu og þeir fá meira af grænu grasi. Þannig viljum við hafa það, dýrin eru glöð, við vitum það og gestirnir okkar líka.“ th Sjálfbærir sælkerar Í heimsókn hjá Brynju og Jóhanni á Hraunsnefi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.