Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 28
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 201928 Elínborg Erla Ásgeirsdóttir er einn af fjölmörgum nemendum Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún stundar nám í lífrænni ræktun við garðyrkjudeild LbhÍ að Reykjum í Ölfusi. námið er tvö ár í dagskóla, en hún tekur það á fjórum árum í fjarnámi samhliða vinnu. „Garð- yrkjuskólinn er magnaður staður. Þar er mikill mannauður og haf- sjór fróðleiks fyrir ræktendur að sækja í. Ég mæli með fyrir alla þá sem ætla að stunda garðyrkju að fara í nám við skólann. Ekki síst í lífrænni ræktun þar sem oft getur verið erfitt að nálgast upplýsing- ar um hvað virkar í lífrænni rækt- un á Íslandi. Stétt lífrænna fram- leiðenda á Íslandi er því miður fá- menn og lítið til af upplýsingum og niðurstöðum rannsókna á vefn- um. Oft er því ekki í boði að setj- ast við tölvuna og leita á vefnum að þeim upplýsingum sem mann vantar, heldur nauðsynlegt að for- vitnast um reynslu annarra,“ segir Elínborg Erla. Hefur alltaf haft áhuga á allri ræktun „Líklega kviknaði áhugi minn á lífrænni ræktun þó fyrst og fremst þegar ég vann við gulrótaupptöku hjá Akurseli ehf. í Öxarfirði fyr- ir nokkrum árum. Þá sannfærðist ég allavega um að lífræn ræktun væri möguleg á Íslandi í útirækt- un á grænmeti. Þegar ég svo hélt áfram að kynna mér hlutina, lesa mér til og afla mér vitneskju um hugmyndir lífrænnar framleiðslu, heillaðist ég og hef í dag þá skoð- un að það sé besta leiðin til þess að framleiða matvæli. Mikil áhersla er lögð á frjósemi jarðvegs, að ganga ekki á landsins gæði, nota ekki eit- urefni og almennt að vinna allt í sátt við náttúruna,“ segir hún. Fleiri sérgreinar í garðyrkjunni Auk lífrænnar ræktunar mat- jurta er hægt að sérhæfa sig í yk- rækt eða plöntuuppeldi við Garð- yrkjuskólann. námið hefst á garð- yrkjuframleiðslubraut og nem- endur geta svo valið á milli þess- ara þriggja áherslna. nemendur útskrifast sem garðyrkjufræðingar og hafa þá hlotið verklega og bók- lega þekkingu ásamt 60 vikna verk- námi undir handleiðslu garðyrkju- fræðings. Aðrar garðyrkjutengdar brautir sem kenndar eru við skól- ann eru blómaskreytingar, skrúð- garðyrkja og skógtækni. Kennsla á öllum garðyrkjubrautir fer fram á Reykjum í hjarta garðyrkjunnar. Heimavinnsla búfjárafurða Við Landbúnaðarháskóla Íslands er einnig kennt starfsmenntanám í bú- fræði, en það fer fram á Hvanneyri. nemendur þar læra almennt bú- fjárhald, fóðrun, hirðingu og með- ferð dýra, þeir öðlast þekkingu á þörfum landbúnaðarins og á rækt- un og nýtingu plantna til fóður- öflunar og beitar ásamt ræktun og kynbótum búfjár. Áhersla er ávallt á að nýta auðlindir landsins á skyn- samlegan hátt með sjálfbærni og af- urðir að leiðarljósi. námið tekur tvö ár og er kennt á Hvanneyri auk þess sem nemendur fara í tólf vikna námsdvöl á búi hér heima eða er- lendis. Eitt af námskeiðunum er heima- vinnslu afurða. Þar kynnast nem- endur hvernig hægt er að fullnýta þær afurðir sem falla til á býlum með því að vinna þær heima við. Farið er í sláturferli á búfé ásamt nýtingu allra sláturafurða, mat- vinnslu og matargerð. Þau spreyta sig með vinnslu mjólkur og fram- leiddu t.d skyr, fetaost, ís og jógúrt. nemendurnir fá verklega kennslu í úrbeiningu og spreyttu sig á verkun kjöts og í haust þurrkuðu þeir með- al annars hrossakjöt og komu með í tíma til að smakka og báru saman mismunandi aðferðir. Ásamt verklegri vinnu er far- ið í lög og reglugerðir sem tengj- ast heimavinnslu afurða og far- ið í heimsóknir á býli sem stunda heimavinnslu eða eru aðilar að verkefninu beint frá býli. nem- endurnir sem eru á fyrsta ári í bú- fræði sóttu t.d. heim geitfjársetrið á Háafelli í Borgarfirði nú í haust og fengu að fylgjast með og kynnast framleiðslunni þar. rb Fjölbreyttir möguleikar í námi í landbúnaði Nemendur í áfanga um heimavinnslu afurða spreyta sig við vinnslu mjólkur og framleiða t.d. skyr, osta, ís og jógúrt. Ljósm. Bryndís Geirsdóttir. Nemendur í búfræði við LbhÍ læra handtökin við úrbeiningu. Ljósm. LbhÍ Elínborg Erla Ásgeirsdóttir stundar nám í lífrænni ræktun en hún er að koma sér upp aðstöðu til framleiðslu og ræktunar í Breiðagerði. Ljósm. eeá. Í stefnu stjórnvalda er lögð áhersla á landbúnað og eflingu hans, þar sem m.a. segir: „Landbúnaður er ein af mikilvægustu atvinnugrein- um á Íslandi en hann gegnir mik- ilvægu hlutverki í fæðu- og mat- vælaöryggi þjóðarinnar.“ Land- búnaður á Íslandi er fjölbreyttur og má nefna garðyrkju, geitfjár- rækt, nautgriparækt, sauðfjárrækt og jarðrækt sem dæmi. ,,Landbúnaðarháskóli Íslands gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að námi í þessum greinum. Í stefnu skólans til 2024 er áhersla lögð á að stórauka rannsóknir, ný- sköpun og alþjóðlegt samstarf í því skyni að efla kennslu og innviði skólans. Meginstarfsstöðvar skól- ans eru á Hvanneyri, Reykjum í Ölfusi og Keldnaholti í Reykjavík og mynda þær eina heild þannig að nemendur skólans hafa mögu- leika á að nýta sér aukna breidd í námsframboði og innviðir skól- ans til rannsókna, nýsköpunar og kennslu nýtast sem best til verð- mætasköpunar og aukinnar sam- keppnishæfni“, segir Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor skólans. Ásamt því að leggja áherslu á sjálfbærni í námi er stefnan einn- ig með áherslu á samráð og sam- vinnu við atvinnulíf, sveitarfélög, opinberar stofnanir og stjórnvöld um sameginleg málefni. Skólinn hefur þá sérstöðu að bjóða bæði starfsmenntanám og háskólanám og er stefnan að styrkja námið enn frekar og nýta samlegðaráhrif milli ólíkra greina sem og milli skóla- stiga. „Á öllum stigum námsins er lögð áhersla á umhverfismál, nátt- úruvernd, vistheimt og sjálfbærni, enda stendur það efni jafnt nem- endum sem garðyrkjufaginu öllu nærri. Í skólastarfinu eru gildi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun höfð í heiðri“, segir Ingólfur Guðnason, fagbrautarstjóri garðyrkjufram- leiðslu LbhÍ. Möguleikar í land- búnaðartengdu starfsmenntanámi Guðríður Helgadóttir, forstöðu- maður starfs- og endurmenntun- ardeildar LbhÍ hefur haft um- sjón með námi í garðyrkjufögum og búfræði en löng hefð er fyrir námi á því sviði á Reykjum í Ölf- usi og á Hvanneyri. „Grunnur- inn að góðri fagþekkingu er að sjálfsögðu menntun og þjálfun til viðkomandi starfa. Við höfum í gegnum tíðina átt í mjög góðu samstarfi við atvinnulífið og hafa námskrár allra brauta verið unn- ar í samstarfi við viðkomandi at- vinnugrein“, segir Guðríður. Við skólann er hægt að læra allt sem viðkemur ræktun. Á starfs- stöðinni á Reykjum er hægt að stunda nám í garðyrkjufram- leiðslu sem skiptist í áherslu á plöntuuppeldi á garð- og skógar- plöntubraut, lífræna ræktun mat- jurta og ylrækt. Einnig er boðið upp á nám í blómaskreytingum, skógtækni á skóg- og náttúru- braut og skrúðgarðyrkju á Reykj- um. Á starfsstöðinni á Hvann- eyri er boðið upp á nám í búfræði og er þar aðstaða til jarð-, naut- gripa-, hrossa- og sauðfjárræktar til dæmis. Miklir atvinnumöguleikar eru eftir brautskráningu úr starfs- menntanámi en fólk með góða verklega reynslu og fagþekkingu er mikils metið og á greiða leið út á atvinnumarkað eða að hefja eig- in rekstur. Sérstaða skólans að bjóða bæði háskólanám og starfsmenntanám Sérstaða skólans liggur ekki síst í því að bjóða bæði upp á háskóla- nám og starfsmenntanám. Marg- ir nemendur af starfsmennta- brautum halda áfram í háskóla- nám innan skólans og einnig eru mörg dæmi þess að nemendur fari í starfsmenntanám skólans að loknu háskólanámi. Landbúnaðarháskólinn er lít- ill háskóli en hefur mikla breidd í námsframboði og innviðum og það mikilvæga hlutverk að skapa og miðla þekkingu á sviði sjálf- bærrar nýtingar auðlinda, um- hverfis, skipulags og matvæla- framleiðslu á norðurslóðum. Að undanförnu hafa nýir sérfræð- ingar verið ráðnir til starfa og doktorsnemendum hefur jafn- framt fjölgað. Stórum alþjóðleg- um verkefnum fer fjölgandi og finnum við fyrir miklum áhuga á samstarfi við skólann. rb Nám á sviði matvælaframleiðslu Hér er verið að meta gæði gulrófna til fræfram- leiðslu. Ragnhildur I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ. Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endur- menntunardeildar LbhÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.