Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 20196 Umferðarmál áberandi VESTURLAND: Eins og svo oft áður voru umferðarmál áber- andi hjá Lögreglunni á Vestur- landi í liðinni viku. Hraðakst- ur var áberandi og ekki í fyrsta sinn sem sú staða er uppi. Til að mynda var einn ökumaður sekt- aður um 50 þúsund krónur þeg- ar hann var mældur á 114 km/ klst. á Vesturlandsvegi við Galt- arvík, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Segir lögregla brot sem þetta dæmigert fyrir þau fjölmörgu hraðakstursbrot sem framin eru í viku hverri. Mörg brotanna komu í gegn- um hraðamyndavélarnar í lið- inni viku, að sögn lögreglu, en Lögreglan á Vesturlandi sér um úrvinnslu mála úr öllum hraða- myndavélum landsins. Að sögn lögreglu eru myndavélamál það sem af er nóvember að nálgast þúsund, en voru 2014 talsins í síðasta mánuði en 3557 í sept- ember, svo dæmi séu tekin. Á fimmtudag var ökumaður sekt- aður um 40 þúsund krónur fyrir að tala í síma undir stýri og ann- ar fékk 20 þúsund króna sekt fyrir að aka ljóslaus að aftan. Einn var sektaður um 20 þús- und krónur fyrir framúrakstur á óbrotinni línu, þar sem hann tók fram úr annarri bifreið á Borgarfjarðarbrúnni. -kgk Eftirlit með veiðimönnum VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi var með eftirlit með rjúpnaveiðum í vikunni sem leið. Þriðjudaginn 5. nóvem- ber kl. 17:00 var bókað eftirlit á Bröttubrekku. Athugað var með byssur, skotvopnaleyfi og veiði- kort átta veiðimanna. Voru allir með allt sitt í lagi. Á laugardag hitti lögregla fyrir veiðimenn í Borgarnesi, þar sem þeir voru á leið á veiðislóð. Reyndust þeir allir vera með sitt í lagi, utan þess að einn reyndist ekki vera með veiðikortið. -kgk Spólað og spólað AKRANES: Lögreglu var tilkynnt um ökumenn á fjórum til fimm bílum að spóla í hringi á bílastæðinu við Garðavöll á Akranesi á þriðjudaginn í síðustu viku. Ökumennirnir höfðu látið af athæfinu þegar lögregla kom á staðinn, en lögregla náði þó tali af ökumönnunum. -kgk Sviptingar- akstur AKRANES: Á miðvikudag- inn í síðustu viku var öku- maður stöðvaður við almennt eftirlit á Akranesi. Lögregla veitti bifreið hans athygli og ákvað að kanna með ástand ökumannsins. Þá kom í ljós að hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Á hann yfir höfði sér 120 þúsund króna sekt. Lögregla minnir á að það er litið alvarlegum aug- um að aka bifreið eftir að hafa verið sviptur ökurétt- indum. Í raun sé um varúð- arráðstöfun að ræða. Fólki sem hafi verið svipt ökurétt- indum sé ekki treyst í um- ferðinni og mun alvarlegra sé að aka sviptur en að aka án þess að hafa öðlast ökurétt- indi. -kgk Tók augun af veginum SNÆFELLSBÆR: Bif- reið var ekið út af Útnes- vegi skammt frá flugvellin- um í Rifi rétt fyrir kl. 23:00 síðasta miðvikudagskvöld. Ökumaður var að teygja sig eftir drykkjarbrúsa sem lá við hlið hans þegar hann missti stjórn á bílnum. Farþegi greip í stýrið til að reyna að aðstoða en bíllinn fór utan í vegrið og þaðan út af vegin- um. Fimm voru í bílnum og allir í bílbeltum. Ökumenn og farþegar voru fluttir með sjúkrabíl á heilsugæsluna í ólafsvík til skoðunar og reyndust áverkar þeirra að- eins vera minniháttar. nokk- uð tjón varð á bílnum, að sögn lögreglu. -kgk Innbrot á Akranesi AKARANES: Tilkynnt var um grunsamlegar manna- ferðir á Akranesi rétt fyrir miðnætti síðastliðinn laug- ardag. Hafði sést til manns á dökkri bifreið að athafna sig við glugga fyrir utan heima- hús þar í bæ. Lögregla fór á staðinn og sáust greinileg merki þess að gluggi hefði verið spenntur upp. Þeg- ar lögreglu bar að kom við- komandi til dyra. Í töskum sem maðurinn hafði með- ferðis fundust munir sem eru taldir vera þýfi. Var mað- urinn handtekinn, grunað- ur um húsbrot og lagt hald á munina. Í bifreið mannsins fannst einnig ætlað þýfi sem talið er að tengist innbrot- um í Reykjavík. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Vesturlandi og Lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu. -kgk Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur nú lagt fram á Alþingi nýtt frumvarp um Menntasjóð námsmanna sem mun koma í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Frumvarpið felur í sér grundvallarbreytingu á stuðnings- kerfi ríkisins við námsmenn, þar sem lánþegar fá 30% niðurfærslu af höfuðstól námsláns ef þeir ljúka námi innan ákveðins tíma og náms- menn með börn á framfæri bein- an stuðning í stað lána áður. Hvoru tveggja verður undanþegið lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Skuldastaða námsmanna við náms- lok verður betri, endurgreiðslutím- inn skemmri og námsmenn velja sjálfir við námslok hvort námslán séu verðtryggð eða óverðtryggð. Samhliða falla ábyrgðir ábyrgðar- manna á eldri námslánum niður, ef lánin eru í skilum og lántaki ekki á vanskilaskrá. Í núverandi stuðningskerfi við námsmenn er námsstyrk ríkisins misskipt milli lánþega, þar sem stærstur hluti hans fer til náms- manna sem taka hæstu námslánin og fara seint í nám. Þau sem hefja nám ung og taka hóflegri náms- lán eru líklegri til að greiða þau til baka að fullu og hafa því ekki feng- ið sama styrk frá ríkinu. Lánþegar hafa í núverandi kerfi litla sem enga yfirsýn yfir hversu háan styrk þau hljóta frá ríkinu. Frumvarpið miðar að því að jafna stuðning og dreif- ingu styrkja ríkisins til námsmanna sem taka námslán, með félagsleg- um stuðningssjóði. Sérstaklega er hugað að hópum sem reynst hefur erfiðara að sækja nám svo sem ein- stæðum foreldrum, fjölskyldufólki og námsmönnum utan höfuðborg- arsvæðisins. mm Karlmaður sem ákærður var fyr- ir að ráðast á fyrrverandi kærustu sína í maí í fyrra var sýknaður í Héraðsdómi Vesturlands á föstu- dag. Manninum var gefið að sök að hafa ýtt konunni niður stiga, rifið í hár hennar og skellt henni í vegg, skallað hana í höfuðið og tek- ið hana hálstaki. Konan hafi við það hlotið mar og yfirborðsáverka á hálsi, mar á brjóstkassa og hægri öxl, upphandlegg og olnboga. Auk þess hrufl á hægra hné, mar á inn- anverðu vinstra hné og marbletti á il og vinstri fæti. Karlmaðurinn tjáði sig ekki um sakargiftir né svaraði einstökum spurningum, bæði við rannsókn lögreglu og fyrir dómi. Framburður konunnar lá því einn til grundvallar við úrlausn málsins. Fyrir dómi sagði konan að mað- urinn hefði ýtt á bakið á henni með þeim afleiðingu að hún féll fram fyr- ir sig niður stiga fyrir framan íbúð sína. Þar hefði hann komið að henni og tekið hálstaki uppi við vegginn. Hún hafi losnað undan takinu með því að pota í augað á honum, en síð- an hlaupið af stað upp stigann. Þar hafi hann náð taki á hári hennar og togað hana í gólfið. Þegar hún hafi staðið upp hefði hún skallað hann í höfuðið, en dómurinn tók til- lit til þess að hún hefði líklega átt við að hann hefði skallað hana. Þá hafi konan reynt að fela sig og finna síma til að hringja á lögreglu. Þá hafi maðurinn gripið í hana og hrist hana, en hún náð að rífa sig lausa og hlaupa upp til nágranna síns og banka þar ítrekað á dyrnar. Dómstóllinn mat framburð kon- unnar trúverðugan en sagði ekki hægt að líta framhjá því að í hon- um gætti nokkurs ósamræmis frá fyrri framburði hennar hjá lög- reglu; „sem aftur rýrir óhjákvæmi- lega trúverðugleika hans og sönn- unargildi,“ eins og segir í dómnum. „Þar sem framburður hennar fær ekki stuðning af öðrum gögnum en vottorði læknis um þá áverka sem greindust á henni þykir, gegn neit- un ákærða, ekki komin fram nægi- leg sönnun, sem ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum,“ segir í dómnum. Maðurinn var því sýkn- aður og skaðabótakröfu konunn- ar vísað frá. Sakarkostnaður vegna málsins greiðist úr ríkissjóði. kgk Menntasjóður námsmanna tekur við af Lánasjóðnum Sýknaður af árás á fyrrverandi kærustu Ósamræmi í framburði konunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.