Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 201944 Borgnesingurinn Bjarki Pétursson tryggði sér á mánudag þátttöku- rétt á lokaúrtökumóti Evrópumót- araðar karla í golfi. Bjarki komst inn á mótið eftir mikla baráttu á annars stigs úrtökumóti sem hald- ið var á Spáni. Bjarki var á fjórum höggum yfir pari eftir fyrstu tvo keppnisdaga mótsins, en lék seinni tvo hringina á níu undir pari við mjög erfiðar aðstæður, en tíu sinn- um þurfti að fresta leik um helgina vegna veðurs. Besti hringur Bjarka var lokahringurinn, sem hann fór á sex höggum undir pari. Hann end- aði að lokum í 8. sæti mótsins og tryggði sér þar með keppnisrétt á lokaúrtökumótinu, sem fer fram dagana 15.-20. nóvember, einnig á Spáni. kgk Einmenningsmót Félags eldri borgara í Borgarfjarðardölum og Borgarnesi og FEBAn á Akranesi í boccia fór fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi laugardag- inn 9. nóvember. Til leik mættu 43 keppendur; 25 í karlaflokki og 18 í flokki kvenna. Komu keppend- ur frá Reykjanesi, Kópavogi, Mos- fellsbæ, Borgarbyggð og Akranesi. Keppni var jöfn og hörð, að sögn Flemming Jessens mótsstjóra, og frábær tilþrif sáust í flestum leikj- um. Í riðlakeppninni spiluðu sex konur og sex karlar í milliriðli. Eft- ir milliriðla stóðu þrjár konur og þrír karlmenn efst og háðu harða keppni um hver mundi hljóta gull, silfur eða brons. Leikar fóru þann- ig að gestir skipuðu sér í þrjú efstu sætin hjá báðum kynjum, en úrslit- in urðu þessi: Konur 1. Jóna Björg Georgsdóttir, Reykjanesbæ. 2. Steinunn Ingimundardóttir, Kópavogi. 3. Eva Finnsdóttir, Reykjanesbæ. Karlar 1. Friðgeir Guðmindsson, Kópa- vogi. 2 Júlíus P. Guðjónsson, Reykja- nesbæ. 3. Sigurður Lárusson, Reykja- nesbæ. Einmenningsmótin hafa síðustu 15 árin farið fram í Borgarnesi og Akranesi, en nú hefur verið ákveð- ið að næsta mót fari fram haustið 2020 í Reykjanesbæ. mm/fj Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð á fundi sem fram fór á Hótel Sögu þriðjudaginn 5. nóvem- ber síðastliðinn. Karen Jónsdóttir á Akranesi, eigandi Kaju organic, Matarbúrs Kaju og Café Kaja, var kjörin í stjórn en auk hennar sitja í stjórn Guðný Harðardóttir, Svava Hrönn Guðmundsdóttir, Þórhild- ur M. Jónsdóttir og Þröstur Heiðar Erlingsson. Markmið samtakanna er að stuðla að öflugra samstarfi og aukn- um samtakamætti smáframleiðenda matvæla um allt land. Einnig að stuðla að nýsköpun og fjölbreyttu úrvali hágæða matvæla, með áherslu á notkun innlendra háefna, aukinn fjölbreytileika og verðmætasköpun, þróun nýrra og verðmætari vara og þjónustu úr vannýttum hráefnum. Sömuleiðis að draga úr kolefnis- spori, auka sjálfbærni og auka at- vinnutækifærum. Samtökunum er ætlað að fram- fylgja hagsmunamálum smáfram- leiðenda á öllum sviðum, vera máls- vari þeirra og stuðla að framförum í málefnum er varða smáframleið- endur. Þar með talið þegar kem- ur að vexti og aðgengi að mörk- uðum, lágmörkun kolefnisspors og samfélgslegum áhrifum. Einnig að vinna að því að starfsumhverfi og löggjöf um smáframleiðslu gefi þeim færi á að blómstra, sem og að leiðbeina félagsmönnum, skipu- leggja viðburði og kynna félaga það úrval sem boðið er upp á. kgk Þriðja umferð meistarakeppni ung- menna í keilu fór fram á laugar- daginn. Keilufélag Akraness sendi ellefu keppendur til þátttöku í mótinu. Ísak Freyr Konráðsson sigraði í 4. flokki pilta og Særós Erla Jóhönnu- dóttir sigraði í sama flokki stúlkna. Jóhann Ársæll Atlason hreppti silfr- ið í 1. flokki pilta. Hlynur Helgi Atlason varð sjötti í 2. flokki pilta og Ísak Birnir Sævarsson sjöundi. Matthías Leó Sigurðsson varð ann- ar í 3. flokki pilta, Tómas Freyr Garðarsson fjórði í sama flokki og Sindri Már Einarsson fimmti. Sól- ey Líf Konráðsdóttir hafnaði í öðru sæti í 3. flokki stúlkna og nína Rut Magnúsdóttir varð fjórða og Hauk- ur Leó ólafsson varð annar í 5. flokki pilta. kgk Bjarki á leið á lokaúrtökumót Keppt í keilu Gestir sigursælir á einmenningsmóti í boccia Sigurvegarar í kvenna- og karlaflokki. Karen Jónsdóttir á Akranesi. Ljósm. úr safni/ mm. Karen í stjórn Samtaka smáframleiðenda matvæla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.