Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Page 43

Skessuhorn - 13.11.2019, Page 43
MIÐVIKUDAGUR 16. OKTóBER 2019 43 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög SK ES SU H O R N 2 01 9 Opið hús / kynningafundur Opið hús / kynningafundur vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi verður 18. nóv. 2019 frá kl. 12:00 til 16:00 á 1. hæð að Stillholti 16-18. Breyting á Aðalskipulagi - Tjaldsvæði við Kalmansvík Breytingin felst í að afmarkað er svæði til sérstakra nota sunnan Kalmansvíkur og norðan íbúðarbyggðar við Esjubraut. Tjaldsvæði er afmarkað sem afþreyingar- og ferðmannasvæði. Mörkum hverfis- verndarsvæðis Hv-1 er breytt og þau löguð að staðháttum. Nýtt deiliskipulag - Tjaldsvæði við Kalmansvík Breytingin felst í að gera ráð fyrir tjaldsvæði og útivistarsvæði í Kalmansvík. Svæðið verður sérhæft sem tjaldsvæði með ákveðnum uppbyggingarmöguleikum (gistihýsi og þjónustuaðstaða). Eftir Kynningu (Opið hús) á ofangreindum skipulagsbreytingum (skipulagsgögnum) verða þau lögð fyrir skipulags- og umhverfisráð og bæjarstjórn til frekari afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofan- greindar skipulagsbreytingar mun frestur til að gera athugasemdir við þær vera að minnsta kosti 6 vikur. Sviðstjóri skipulags og umhverfissviðs Stykkishólmsbær Hafnargötu 3 340 Stykkishólmur Sími: 433-8100 netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is KT.: 620269-7009 SK ES SU H O R N 2 01 9 Auglýsing um skipulag – Stykkishólmsbær Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti þann 31. október 2019, að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Stykkishólms, Skúlagata 26a samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulags- laga nr. 123/2010. Tillagan afmarkast með aðkomu frá Skúlagötu og lóðum sem liggja við Laufásveg og Skúlagötu. Breytingin felst í að opnu grænu svæði í bæjarlandi, verði breytt í íbúðarhúsalóð og að byggingu sem á að fjarlægja samkvæmt gildandi skipulagi, merkta sk, verði leyft að standa og endurbyggt sem íbúðarhús. Tillagan verður til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa Hafnargötu 3, Stykkishólmi og á heimasíðu Stykkishólmsbæjar www.stykkisholmur.is frá og með 13. nóvember 2019 og til og með 27. desember 2019. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 27. desember 2019. Skila skal ábendingum og athugasemdum til skipulagsfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi eða á netfangið skipulag@stykkisholmur.is Skipulagsfulltrúi Stykkishólmsbæjar in. „Við erum bara búin að standa á beit,“ segir Þóra létt í bragði. næsta sumar vonast þau til að fá epli á trén og plómuuppskeru, en aðeins örfá- ar plómur fengust þetta sumarið. Matjurtarækt er Þóru mikið hjart- ans mál og hún vill hvetja fólk til að rækta ofan í sig. „Ástæðan fyrir því að ég samþykkti að taka við þessari viðurkenningu núna var til að nýta tækifærið og hvetja fólk til mat- jurtaræktunar. Ég hefði helst viljað fá þessi verðlaun eftir svona tíu ár, þá sé ég fyrir mér að hér verði allt á kafi í gróðri. núna er þetta allt frekar smátt í sniðum en á eftir að vaxa og dafna,“ segir hún. Allir geta ræktað ofan í sig „En ég vil hvetja alla til að rækta ofan í sig og það er vel hægt að rækta matjurtir þó fólk sé bara með svalir,“ segir Þóra. „Þetta er auðvit- að vinna og maður þarf að skapa að- stæður til ræktunar, en það þurfa ekkert allir að ganga eins langt og ég. Þetta er ástríða hjá mér. En að rækta eitthvað smá, vera með lítinn kassa með tveimur eða þremur sal- attegundum og tómata í gluggan- um er ekkert mál. Það geta allir gert það,“ segir hún. „Það er nefnilega hægt að rækta miklu fleira en bara gras. Við ræktum svo mikið gras hérna í hverjum garði að það mætti halda að við værum öll með skepn- ur á fóðrum,“ segir Þóra. „Eins hef- ur mér alltaf þótt skrýtið að hvergi virðist vera hægt að rækta neitt við fjölbýlishúsalóðir. Ég held það væri rakið fyrir íbúa eða húsfélög að taka sig saman og rækta matjurtir í görð- unum,“ bætir hún við. „Þar fyr- ir utan er það viðurkennt að garð- rækt er mjög holl fyrir andann. Fólk nær að kjarna sig og hugsa inn á við. Garðrækt er algjör heilun,“ seg- ir hún. Þá er ótalinn sparnaðurinn sem getur hlotist af því að rækta eigin matjurtir. „Maður fer út í búð og kaupir lítinn poka af fræjum á nokkra hundraðkalla, sáir í febrú- ar og svo borðar fjölskyldan fleiri kíló af tómötum allt sumarið, sem dæmi. Þar fyrir utan er þetta allt líf- rænt ræktað og við vitum nákvæm- lega hvað er búið að gera við okk- ar uppskeru þegar kemur að því að borða hana,“ segja Þóra og Helgi að lokum. kgk/ Ljósm. aðsendar. Þóra ásamt Thelmu Rós, sonardóttur sinni, með væna uppskeru einu sinni sem oftar á liðnu sumri. „Við erum bara búin að standa á beit.“ Myndarleg uppskera af alls kyns mat- jurtum úr garðinum. Matjurtarækt heimilisins er í aðalhlutverki fyrir miðju garðsins. „Yfirleitt er mat- jurtarækt höfð á bakvið þar sem enginn sér, en við erum bara með hana í miðjum garðinum.“ Þegar búið var að taka garðinn allan upp var svo mikil rigning, þarsíðasta haust, að það var ekki hægt að halda áfram. Garðurinn var uppvaðinn heilan vetur.“ „Allt er lífrænt ræktað og við vitum nákvæmlega hvað er búið að gera við okkar uppskeru þegar kemur að því að borða hana“ Garðurinn á Brekkubraut 25, séð frá sólpallinum fyrir framan stofu íbúðarhússins.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.