Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 48

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 48
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 201948 Pstiill - Geir Konráð Theódórsson Það er mikil lukka að fá að vera hérna í níger í Afríku, sérstaklega þegar netið í símanum mínum virk- ar vel og ég næ að skoða veðurfrétt- irnar frá Íslandi. Það koma dag- ar þar sem ég ligg við sundlaugar- bakkann í 37°C hita með ananas- safa í hönd og símann í hinni, og sé að enn annar stormurinn er á leið- inni til ykkar. Þá kemur yfir mig til- finning sem er ögn erfitt að lýsa. Það kemur kannski ekki á óvart að Þjóðverjar hafa að sjálfsögðu orð yfir þessa tilfinningu á sinni tungu: „Schadenfreude,“ sem lauslega merkir að finna fyrir ánægju yfir óförum eða óhamingju annarra. Þetta er þýtt sem „Þórðargleði“ á íslensku en sama hvert heitið er þá veit ég að þið þekkið tilfinninguna. Þið hafið séð þetta sérstaka glott á samfélagsmiðlum Íslendinga sem eru í sólarlandaferð - og hver veit nema að þið séuð með þetta sama glott á ykkur sjálfum á einhverri mynd í símanum ykkar. Það er gott að njóta góðs veðurs hvort sem það er heima eða erlendis, en veðrið er samt alltaf best ef maður veit að það er verra einhvers staðar annars stað- ar á Íslandi. Þetta er mér, og líkleg- ast okkur öllum, bara í blóð borið. Þessa veðraþórðargleði játa ég af fúsum og frjálsum vilja og er sek- ur um að senda inn margar myndir heim til vina og ættingja af sól og blíðu hérna í niamey, en hve djúpt nær þessi tilfinning? Ég grínast og grobba mig af því að vera hepp- inn með veður, en ég man ekki svo vel eftir því að grínast með að vera heppinn með aðra hluti í lífinu mínu á sama hátt. En ég er mjög heppinn í lífinu. núna í vikunni var mér og kærust- unni boðið í afmælisveislu sem var um borð í litlum bát á ánni níger. Um miðjan dag keyrðum við út fyrir borgina og að litlu gistiheim- ili við árbakkann. Við bárum á okk- ur slatta af sólarvörn og skordýra- fælu og stigum um borð. Þrátt fyr- ir að báturinn væri gamall og ögn frumstæður þá fannst mér þetta vera mikill lúxus. Við komum okk- ur vel fyrir í skugganum á mjúkum dýnum og með gríðarstórt kælibox fullt af mat og drykk. Gamli mótor- inn fór í gang og heimamennirnir sigldu af stað með okkur um ána og í kringum litlu eyjarnar. Þeir sögðu okkur að ef við værum heppin þá myndum við sjá hættulegasta dýrið í Afríku! Vorum við að fara að sjá krókó- díla í ánni eða kannski væru ljón við árbakkann, ég var ekki viss, kannski eru fílar eða hýenur hættulegasta dýrið? Hvaða dýr er hættulegast mönnum í Afríku? Það eru nokkur áhugaverð svör við þessari spurn- ingu. Tæknilega rétta svarið er að moskítóflugan er hættulegasta dýrið í Afríku þar sem um millj- ón manns deyja hér árlega vegna malaríusmita frá þessum flugum. Kærastan mín varð þrisvar sinnum mjög veik af malaríu en blessunar- lega náði hún góðum bata. Ég ber því óttablandna virðingu fyrir þess- um bölvuðu flugum en það væri nú svolítið lélegt ef þetta væri dýrið sem værum að reyna að sjá á þess- ari lúxussiglingu. Tæknilega réttu svörin eru að pöddur og snákar eru víst fólki mjög hættuleg en hvert er þá hættulegasta spendýrið í Afr- íku? Heimspekilega rétta svarið er sú sorglega staðreynd að mann- fólkið er mannfólkinu hættulegast, hér deyja hundruðir þúsunda á ári vegna stríðs og glæpa. Aftur verð ég að segja að þessi lúxussigling væri frekar léleg ef markmiðið væri að sjá morð framið á árbakkanum, en hvert er þá hættulegasta spendýrið í Afríku fyrir utan mannfólkið? Svarið er að flóðhestar eru hættu- legastir. Ég á bágt með að trúa því en þessir kjánalegu risar eru víst al- veg stórhættulegir. Þessi dýr geta vegið mörg tonn, karldýrin hafa skögultennur í kringum 50 cm að lengd og bæði karl- og kvendýr hika ekki við að velta bátum og drepa allt sem í þeim hreyfist. Ef maður nær að synda í land er maður samt ekki óhultur því þessir klunnalegu risar geta hlaupið á allt að 30 km hraða. Talið er að flóðhestar drepi í kringum 3000 manns á ári, aðal- lega fiskimenn og einstaka sinn- um ferðafólk á bátum sem sigla of nærri ungviðinu þeirra. Heima- mennirnir sögðu þessar staðreyndir með bros á vör og fólkið í veislunni þýddu frönskuna fyrir mig. Stuttu síðar komu svo hróp og köll þeg- ar heimamenn bentu á að það væri hjörð af flóðhestum þarna í fjarska og við myndum sigla nær til að taka myndir. Sem betur fer fór allt vel og heppn- in var með okkur. Flóðhestarnir geispuðu bara og svömluðu letilega um á meðan við reyndum okkar besta að ergja þá ekki, en samt ná að taka af þeim myndir. Þetta var alveg hreint yndisleg sigling og mér leið eins og ég væri mjög heppinn. Heppinn með veður, heppinn með rólegu flóð- hestana en líka heppinn þegar ég sá fólkið á litlu eyjunum. Við sigldum framhjá bláfátækum þorpum þar sem konur þvoðu þvott í ánni og naktir krakkar svömluðu við árbakkann að reyna að veiða eitthvað í matinn. Það eru margar hættur í ánni fyrir þessi börn, allskonar sníkjudýr, meng- un og morðóðir flóðhestar, en samt voru þau þarna að veiða. Svo kemur hvítur maður í lúxussiglingu siglandi framhjá þeim, með mat og drykk í kæliboxinu sem myndi líklegast fæða allt þorpið. Heimamennirnir á bátn- um ráðlögðu okkur að stoppa ekki, afmælisveislan hélt áfram og við sigldum inn í sólsetrið. Áin níger og náttúran hérna er alveg gullfalleg og að upplifa þetta allt við sólarlagið er nánast ólýsanlegt. En þegar ég hugsa um krakk- ana við árbakkann er auðvitað eng- in „Schadenfreude“ í mínum huga. Í allri alvöru er ekki hægt að gleðjast yfir óförum annarra. Ég grínast með Þórðargleðina við ykkur heima, en það er af því að við höfum það svo gott þar þrátt fyrir veðrið. Að vera laus við sníkjudýr, að óttast hvorki stríð né flóðhesta og geta helst bara kvartað yfir slæmu veðri, það eru ótrúleg forréttindi sem við ættum ævinlega að vera þakklát fyrir. Geir Konráð Theódórsson Höf. er Borgnesingar sem dvelur nú í Níger og deilir upplifun sinni með lesendum. Í næstu viku mun Handverk og hönnun halda hina árlegu sýningu á handverki, hönnun og listiðnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin stendur dagana 21. til 25. nóvem- ber. Að sögn sýningarhaldara ræð- ur fjölbreytnin ríkjum á sýningunni enda er gróskan mikil í íslensku handverki, hönnun og listiðn- aði. Frá Akranesi mæta þær stöllur Kolbrún Sigurðardóttir og María Kristín óskarsdóttir úr Leirbak- aríinu og handverksmaðurinn Phi- lippe Ricart. Þau munu kynna verk sín í Ráðhúsinu þessa daga. Þessi sýning hefur verið vinsæl frá upphafi en hún var fyrst hald- in árið 2006 og dregur alltaf að sér þúsundir gesta. Það eru listamenn- irnir og hönnuðirnir sjálfir sem eru á staðnum og kynna vörur sínar á sýningunni. mm Dagur gegn einelti var í síðustu viku. Af því tilefni veitti Lilja D. Alfreðsdóttir mennta– og menn- ingarmálaráðherra hvatningarverð- laun dags gegn einelti við hátíðlega athöfn í Vatnsendaskóla í Kópa- vogi. Að þessu sinni hlaut Vanda Sigurgeirsdóttir verðlaunin fyrir mikilvægt framlag til rannsókna og forvarna gegn einelti auk úrlausna í einstökum eineltismálum. Henni var af því tilefni afhent viðurkenn- ingarskjal og verðlaunagripur eftir listakonuna Ingu Elínu. Vanda starfar sem lektor í tóm- stunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún er með meistaragráðu í upp- eldis- og menntunarfræði og legg- ur nú stund á doktorsnám þar sem viðfangsefnið er einelti. Vanda hef- ur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að einelt- is- og samskiptamálum og er þekkt fyrir vinnu sína bæði hér heima og á erlendum vettvangi. Forvarn- ir gegn einelti eru hennar hjartans mál og hefur hún skrifað greinar og bókarkafla, stundað rannsóknir og staðið fyrir fræðslu bæði fyrir börn og fullorðna um einelti og jákvæð samskipti. mm Þórðargleði og hættulegustu dýrin í Afríku Vefnaður eftir Philippe Ricart sem er meðal sýnenda. Taka þátt í Handverki og hönnun í Ráðhúsinu Verk frá Maríu Kristínu og Kollu í Leir- bakaríinu. Vanda Sigurðardóttir og Lilja D Alfreðsdóttir. Ljósm. Jens Ormslev. Vanda Sigurgeirsdóttir hlaut viðurkenningu á degi gegn einelti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.