Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 22
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 201922 LEYFÐU OKKUR AÐ ÚTBÚA HÁTÍÐARMÁLTÍÐINA FYRIR ÞIG OG ÞÍNA! Súpan og sósan eru afhentar í plastílátum, við hvetjum fólk til að koma með eigin ílát! Hægt að fá súpur og sósur afhentar í glerkrukkum gegn gjaldi. Verð á glerkrukkum eru frá 300 til 500 kr stk. Weington nautalund Humar súpan Nautalund Wellington Nautalund, smjördeig, serrano skinka, villisveppa og trufflu fylling. Verð 8.190 kr pr.kg. Við mælum með 350gr á mann, kjöt og fylling. Við afgreiðum heilar og hálfar lundir, rukkað er eftir þyngd (kg). - Leiðbeiningar um eldun fylgja með þegar pöntun er sótt Humarsúpa Gunna Hó Humarsoð, rjómi, sjávarsalt ásamt góðum leyndarmálum Gunna Hó. Verð á líterinn 2.490 kr. Við mælum með 200-250 ml á mann. Villisveppa sósa Gamla Kaupfélagsins Rjómi, villisveppir, kjötkraftur og truffluolía. Verð á líterinn 1.690 kr. Við mælum með 150 ml á mann. Pöntun og afhending Pantanir fara fram í síma 431-4343 Jól Pantanir berist fyrir kl 21:00, 19. desember. Afhending í take away afgreiðslu Gamla Kaupfélagsins 23. desember eftir kl 15:00. Áramót Pantanir berist fyrir kl 21:00, 26. desember. Afhending í take away afgreiðslu Gamla Kaupfélagsins 30. desember eftir kl 15:00. Krauma stendur við Deildartungu- hver í Reykholtsdal. Staðurinn var opnaður fyrir tveimur árum og samanstendur af dásamlegum náttúrulaugum og vinsælum veit- ingastað. Vinsældir matsölustaðar- ins ættu ekki að koma á óvart því lögð er áhersla á hráefni úr héraði og að skapa staðnum þannig sér- stöðu. Má þar nefna geitaplattann frá nágrönnum þeirra á Háafelli í Hvítársíðu. Við fengum Jóhönnu Bergmann Þorvaldsdóttur á Háa- felli og Jónas Friðrik Hjartarson framkvæmdastjóra Kraumu til að segja okkur aðeins frá þessu sam- starfi. Mælir frekar með því sem þú þekkir „Svona samstarf skiptir gríðarlegu máli. Ég átti mér alltaf þann draum að finna veitingastað í nágrenninu sem hefði kjark til að nota geita- afurðirnar því þar sem geitin er vernduð af Slow Food samtökun- um þá passar það mun betur en að senda allt til Reykjavíkur. Svo vinnum við líka saman og bend- um á hvort annað. Starfsmönn- um Krauma var boðið í heimsókn til að kynnast okkar starfi því þú mælir alltaf frekar með því sem þú þekkir. Svona samstarf verður svo að góðri vináttu,“ segir Jóhanna og Jónas bætir við: „Samstarfið skiptir Krauma miklu máli. Tengingin við fyrirtæki í Borgarfirði er það sem Krauma leggur áherslu á; að kaupa eins mikið og við getum frá bænd- um og fyrirtækjum hér í héraðinu. Háafell er eitt af þeim fyrirtækjum sem Krauma er búin að vera í sam- starfi við frá upphafi og erum við mjög ánægð með það.“ Allir spyrja um geitaplattann Geitaplattinn er borinn fram á timburplatta og á honum er fennil- og sítrónugrafin geit, grenireykt geit, dill og hvítlauksgeita con- fit, geita feti, geita brie og pikklað grænmeti. „Allir okkar viðskipta- vinir spyrja um geitaplattann, því það er mjög erfitt að fá þessa vöru á öðrum veitingahúsum hér á Íslandi. Geitaplattinn er forréttur en hægt að fá sem aðalrétt og plattinn er til- valinn til að deila með öðrum,“ seg- ir Jónas. Skapa sérstöðu Ostana fær Krauma fullunna frá Háafelli en annað er unnið úr geitakjötinu í eldhúsinu hjá þeim. „Við erum að gera sex mismunandi tegundir af geitafetaosti, stundum gerum við Brie og Galta sem er ostur mitt á milli ferskosts og ca- memberts. núna erum við í fyrsta skipti að prófa að gera Gaudaost. Við erum líka að framleiða pyls- ur, paté og þrjár tengundir af ís úr geitamjólkinni og erum í þróunar- ferli með Matís að framleiða skyr úr geitamjólk. Síðan geri ég sápur úr geitamjólkinni og krem úr tólg- inni,“ segir Jóhanna. Greinilegt er að samstarf veit- ingaaðila og framleiðenda í héraði er ávinningur fyrir báða aðila sem og undirstaða þess að skapa eitt- hvað alveg sérstakt í hverju héraði. hs Kraumandi samstarf Háafells og Krauma Geitur á Háafelli. Geitaplattinn er borinn fram á timburplatta og á honum er fennil- og sítrónugrafin geit, grenireykt geit, dill og hvítlauks- geita confit, geita feti, geita brie og pikklað grænmeti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.