Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 31
 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 Matarauður 31 narfeyrarstofa.is Í hjarta S�y�ishólms Matarhandverk Jóla Pop-UpMarkaður V�gan Matur úr héraði Jóladögurður Veitingahúsið Narfeyrarstofa er elsta starfandi veitingahúsið í Stykkishólmi. Matseðillinn hefur að geyma frumlega rétti, lystilega borna fram í fallegu eldhúsi Narfeyrarstofu en matreiðslumennirnir vinna kveikt hefur verið undir margsinnis nú í haust. Samhliða bragðlaukarnir eru kitlaðir svo um munar í mat og drykk. JÓLAMARKAÐUR & JÓLADÖGURÐUR 30. NÓVEMBER & 7. DESEMBER 2019 AÐALGATA 3, STYKKISHÓLMUR 533 1119 / 841 2000 / 841 2300 INFO@NARFEYRARSTOFA.IS 32 GESTIR NEÐRI HÆÐ 42 GESTIR EFRI HÆÐ SÓLPALLUR OG UPPHITAÐ TJALD AÐGENGI FYRIR HREYFIHAMLAÐA Kl. 12 - 16 nú er unnið að stóru ferðaleiða- verkefni í samstarfi Vestfjarðastofu og Vesturlandsstofu sem hafa gert samstarfssamning um að þróa eftir- sóknarverða ferðaleið sem er hring- leið um Vestfirði og Dali. Með víð- tækri samvinnu, vöruþróun, kynn- ingu og markaðssetningu er því ver- ið að skapa nýtt aðdráttarafl og eft- irsónarverða ferðaleið um Vestfirði og Dali. Lögð er áhersla á að tengja saman köld ferðasvæði og sterka segla fyrir ferðamenn og byggja á áhugaverðri náttúru, fjölbreyttri dægradvöl, menningu og matarupp- lifun. Matur og matarupplifun verður sífellt mikilvægari þáttur í upplifun ferðamanna á Íslandi. Því er lögð áhersla á vöruþróun sem byggir á þessum vaxandi áhuga ferðafólks á matarupplifun og vilja fólks til að vita meira um uppruna matvæla og að kynnast staðbundnum mat og matarvenjum. Dalirnir eru mikið matvælasvæði, þar sem bæði er stundaður hefð- bundinn landbúnaður, sjósókn og hefð er fyrir matvinnslu í héraði. Þar er einnig nokkur hlunnindabú- skapur og óhefðbundin matvælanýt- ing sem áhugavert er að vinna með. Markmiðið er að nýta matarauð Dalabyggðar sem sóknarfæri í þessu verkefni, draga fram sérkenni og sér- stöðu og efla matarupplifun í Döl- unum, vinna með hefðir og byggja upp þekkingu og sterka gæðaímynd fyrir mat úr Dalabyggð. Vinnan miðar að því að efla þá starfsemi sem er til staðar, auka þekkingu og hvetja til vöruþróunar, hanna ferðaleiðina með því að tengja saman eftirsóknarverða náttúru, að- ila í ferðaþjónustu, matvælafram- leiðslu og verslanir á svæðinu með það að markmiði að skapa heild- stæða upplifun fyrir ferðamenn þar sem saman fléttast náttúruupplifun, matur, menning og dægradvöl. Í þessu verkefni er horft til þeirr- ar vinnu sem Markaðsstofa norður- lands vann í tengslum við norður- strandarleið eða Arctic Coast Way (sjá: https://www.arcticcoastway. is/) sem opnuð var á norðurlandi í júní 2019 og hefur þegar vakið mikla athygli og ánægju. Markaðs- stofa norðurlands vann þá ferðaleið með áfangastaðahönnuðum og sér- fræðingunum frá breska ráðgjafafyr- irtækinu Blue Sail, sem hafa einnig verið ráðnir sem ráðgjafar að þessu verkefni. Í þessu verkefni verður lögð sér- stök áherla á vöruþróun matvæla og matarupplifun í Dölum, en einn- ig er markmiðið að kortleggja um- fang og tegund matvælaframleiðslu og gera matardagatal fyrir svæðið. Þá er vilji til að skoða tengingingu matar við sögu og menningu í Döl- um, til að draga fram sérstöðu og efla vöruþróun og fullvinnslu mat- væla í Dalabyggð. Stefnt er að því að stofna samstarfsvettvang eða klasa til að efla samstarf og styðja við framleiðendur. Áætlað er að halda námskeið, vinnustofur og kynning- ar með aðkeyptri ráðgjöf og stuðn- ingi sérfræðinga í samstarfi við Sí- menntun og Sóknaráætlun Vestur- lands og Matarauð Íslands. Það er von aðstandenda þessa verkefnis að Dalamenn muni mæta öflugir til þátttöku í þessu verkefni, því hrá- efnið og tækifærin til vöruþróunar eru nærtæk í Dölum. Margrét Björk Björnsdóttir Ferðaleið með áherslu á matarauð í Dölum Hressir Dalakrakkar. Ljósm. Steina Matt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.