Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 33
 MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 Matarauður 33 Ólafsbraut 19 | 355 Ólafsvík Tel, +354 436-6625 Follow us on facebook Eat, live, enjoy! Langaholt er eitt af þessum stóru nöfnum í ferðaþjónustunni á Vest- urlandi. Langaholt er veitinga- staður og hótel á bænum Görð- um í Staðarsveit og þar bjuggu þau Svava Guðmundsdóttir og Símon Sigurmonsson með kýr og kindur framan af. Árið 1978 söðluðu þau um og færðu sig yfir í ferðaþjón- ustu og voru þau hjónin eigend- ur hlutabréfs nr. 2 í Ferðaþjónustu bænda. Sannkallaðir frumkvöðl- ar í ferðaþjónustu. Þorkell sonur þeirra, oft kallaður Keli vert, tók við af þeim árið 2006 og í dag rekur hann staðinn ásamt konunni sinni henni Rúnu. Keli segir að sveitamennskan sé þeirra styrkleiki. „Við erum bara í raun að gera það sama og mamma gerði hér áður og þótti eðlilegt. nota hráefni úr héraði og vinna sjálf allt það sem við getum. Það er eiginlega ófrávíkjanleg stefna að afþakka allt tilbúið þegar við kaup- um inn. Við höfum aðgang að besta hráefni í heimi, við reynum svo bara að skemma það ekki,“ segir hann og brosir. „Við viljum helst að ekkert hráefni komi úr pakka eða dollu. Við reynum að gera þetta allt sjálf.“ Og þar situr Rúna ekki auð- um höndum. Morgunverðarhlað- borðið í Langaholti svignar undan kræsingum á borð við grafinn kola, mareneraða lúðu, lummur, rúllu- pylsu, rúgbrauð, sýróp, pestó, sult- ur, heitreyktar fiskikæfur og fleira heimagert góðgæti. „Við höfum það fram yfir stór- ar keðjur í ferðaþjónustu að skapa okkar eigin karakter. Hér gerum við það sem okkur langar og óvart erum við að bjóða upp á einstaka upplifun í leiðinni. Það sem okkur þykir vera hversdagslegt þarf alls ekki að vera það í augum gesta,“ segir Keli. En fyrir stuttu heimsóttu þau erlend hjón sem báðu um að fá að eiga matseðilinn. Þau höfðu þá komið fyrir nokkrum árum, dval- ið í Langaholti og orðið svo hrif- in að þau fengu að eiga matseðil- inn. Hann var síðan hengdur upp á eldhúsvegg í heimalandinu og nú vildu þau bæta við nýjum. Það segir meira en mörg orð. Keli og Rúna eru dugleg að halda viðburði yfir vetrarmánuðina. Þau standa fyrir tónlistarhátíðinni Durgi um páska, villibráðarkvöldi og bjúgnaveislu að hausti og eru nú að endurvekja vinsælu fiskihlaðborð- in. „Villibráðakvöldið er saman- safn af öllum þeim kvikindum sem mitt fólk nær að drepa í hvert skipti. Svartfugl, gæs, bleikja og fleira. Hreindýr ef einhver úr vinahópnum fer á slíkar veiðar, annars ekki,“ seg- ir Keli. „Fiskihlaðborðið er síðan frá mömmu komið. Þá var kvöldmatur- inn bara afgreiddur svona. Við mikl- ar vinsældir. núna langar okkur að prófa þetta einu sinni í viku, á laug- ardögum. Tæknin vinnur líka með okkur. nú getum við beðið fólk um að bóka á netinu áður. Það breytir forsendum og auðveldar allt utan- umhald,“ segir Keli að lokum. hs Matreiðum helst ekkert úr pökkum eða dósum Sveitamennskan er styrkleiki Langaholts í Staðarsveit Keli vert reiðir fram fiskrétt á diski og útskýrir innihaldið fyrir gestum. Ferskur fiskur, hráefni í úrvals rétti í Langaholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.