Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 20
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 201920 Bjarteyjarsandur er fjölskyldufyrir- tæki í Hvalfirði þar sem stunduð er fjölþætt starfsemi m.a. sauðfjárrækt, verktakastarfsemi, ferðaþjónusta og sitthvað fleira. Bjarteyjarsandur hef- ur verið í ábúð og eigu sömu fjöl- skyldu síðan 1887 og því má segja að grunnurinn sé nokkuð traustur og starfsemin í dag byggi á gömlum merg. Í dag búa þrjár kynslóðir sam- an á torfunni, tíu manns í það heila. Undanfarin tvö ár hafa bænd- ur á Bjarteyjarsandi verið að leggja áherslu á og þróað matarupplif- un heima á bæ. Þeir hafa sótt nám- skeið, fengið til sín sérfræðinga eins og kokka, þjóna og matgæðinga og einnig farið sjálfir í heimsóknir á staði sem þeim finnst vera að gera góða hluti þegar kemur að íslensku hráefni, upplifun og meðhöndlun matvæla. „Þessi vinna hefur leitt okkur á ótrúlegustu brautir,“ segir Arnheið- ur. „Meðal þess sem við höfum gert með gestum okkar er kampavíns- og krabbaveisla í heitum fjörupotti, þa- ragrill og varðeldur, sláturgerð fyr- ir new York Times og matreiðslu- námskeið fyrir vellauðuga Indverja svo dæmi séu tekin. Ég man eftir því í eitt skiptið, að þá hafði samband ein af þeim ferðaskrifstofum sem við vinnum með og spurði hvort það væri möguleiki að taka á móti gest- um, elda með þeim þ.e.a.s. leyfa þeim að taka þátt í eldamennsk- unni og svo myndum við öll borða saman. Þá langaði nefnilega svo að borða með bóndanum og fjölskyld- unni hans! Þar sem við erum ekkert sérstaklega mikið fyrir að segja nei, þá slóum við til og úr varð hin ótrú- legasta skemmtun,“ segir Arnheiður brosandi og heldur áfram: „Við höfum áhuga á því að halda áfram á þessari braut, þ.e. að vinna með hráefnið okkar sem við teljum af bestu gæðum og það er nú bara þannig að íslenska lambakjötið hef- ur ótrúlega sérstöðu sem við erum stolt af. Við sjáum það ennþá betur þegar við fáum gesti alls staðar að úr heiminum hvað við erum með einstakt hráefni. Það hefur verið gefandi lærdómsferli að feta inn á þessa braut. Við kunnum jú ágæt- lega með sauðfé að fara, en þessi fullvinnsla, frá haga í maga, hefur opnað augu okkar enn frekar fyr- ir tækifærunum og möguleikunum. Það að fá gesti í heimsókn til okkar, kynnast þeim og fræða þá og fræð- ast af þeim, er skemmtileg viðbót við það sem fyrir er hér á Bjarteyj- arsandi. Það er kannski bara spurn- ing þegar þetta er orðið vinsælasta söluvaran okkar, þ.e. borðað með bónda, hvort álagið á Guðmund bónda verði of mikið og við þurf- um að leita okkur að staðgengli í verkefnið,“ segir Arnheiður að lokum, sposk á svip. hs Borðað með bónda Arnheiður Hjörleifsdóttir bóndi á Bjarteyjarsandi Arnheiður grillar í gestina. Dinner í fjörunni í sumar. Þaragrillaður kræklingur og fleira á boðstólnum. „Ef sjórinn er hérað, þá er maturinn okkar sannarlega úr héraði“ www.langaholt.is SK ES SU H O R N 2 01 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.