Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 45

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 2019 45 SK ES SU H O R N 2 01 9 Viltu vinna með börnum? Leitað er eftir dagforeldrum til starfa á Akranesi fyrir komandi haust. Dagforeldrar starfa eftir reglugerð Félagsmálaráðuneytis um daggæslu barna í heimahúsi. Dagforeldrar eru sjálf- stæðir verktakar en Akraneskaupstaður hefur umsjón og eftirlit með starfsemi þeirra. Réttindanámskeið fyrir verðandi dagforeldra hefur verið haldið af Námsflokkum Hafnarfjarðar og Akraneskaup- staður niðurgreiðir hluta af námsgjaldi. Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði Akraneskaupstaðar í síma 433-1000, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið skolifristund@akranes.is Í ár eru 100 ár liðin frá stofn- un Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Af því tilefni stendur stjórn deildar hjúkrunarfræð- inga á Akranesi og nágrenni fyrir því á afmælisárinu að birta greinar eftir hjúkrunarfræðinga í Skessuhorni. Greinarnar hafa verið birtar jafnft og þétt yfir afmælisárið og í þeim hafa les- endum getað fengið smá innsýn í þau fjölbreyttu störf og áskor- anir sem hjúkrunarfræðingar fást við. Að þessu sinni kynn- ir sig til leiks Lilja Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur á Akranesi. Beint úr hjúkrun í Ljósmæðraskólann Ég heiti Lilja Jónsdóttir og ég bý með dóttur minni hér á Akranesi. Ég er fædd og uppalin á Akranesi en bjó á höfuðborgarsvæðinu í 20 ár. Við mæðgur fluttum upp á Skaga haustið 2001. Áhugamál mín eru að fara á tónleika, í leikhús, gera handavinnu og fara í ferðalög. Við mæðgur höfum ferðast mik- ið saman og fórum við m.a. í sigl- ingu í Karabíska hafinu um síðustu jól og áramót. Ég kláraði stúdents- próf frá Fjölbrautaskóla Vestur- lands vorið 1981 og fór þá í hjúkr- unarfræði. Eftir að ég hafði útskrif- ast sem hjúkrunarfræðingur fór ég beint í Ljósmæðraskólann. Ákveðin að verða ljósmóðir Ég hafði frá 12 ára aldri ver- ið ákveðin að verða ljósmóðir og ekkert annað en ljósmæðrastarf- ið komst að. Á þessum árum var möguleiki eftir stúdentspróf að komast í Ljósmæðraskólann, en þegar ég ætlaði að sækja um var búið að breyta skólanum og það þurfti hjúkrunarpróf til að kom- ast inn. Á þessum tíma fannst mér alltof mörg ár sem myndu líða þar til ég kæmist í draumastarfið. Ég sótti þá bæði um Hjúkrunarskól- ann, sem tók heil þrjú ár, og til vara sótti ég um Kennaraskólann. Ég fékk bréf þess efnis að ég kæmist inn í Hjúkrunarskólann, og sá ekki eftir því. Þetta var æðislegur tími í náminu og eignaðist ég marga vini í skólanum og kynntist fullt af frá- bæru fólki sem var að kenna. Ég var líka svo heppin að fá að búa á heimavist meðan ég var í skólanum og var það frábær upplifun. Það var mikið verknám sem og ég varð strax heilluð af hjúkrunarstarfinu. Ég vann sem starfsstúlka á sjúkra- húsinu hér í nokkur sumur og sem hjúkrunarnemi og hjúkrunarfræð- ingur. Vegna aðstæðna á þessum tíma var hagstæðast að fara strax eftir hjúkrun í Ljósmæðraskólann. Eftir útskrift fór ég að vinna sem ljósmóðir á fæðingargangi, sæng- urkvennagangi og í mæðraskoðun. Árið 2008 fór ég í Kennaraháskól- ann og tók kennsluréttindi. Þegar ég flutti upp á Skaga byrjaði ég að vinna á handlækningadeildinni og vann þar í nokkur ár. Einnig vann ég á slysadeildinni og síðustu ár hef ég verið í heimahjúkrun og skóla- hjúkrun þar sem ég sinni Grunda- skóla og Heiðarskóla. Einnig er ég að vinna í mæðraskoðun og ung- barnavernd. Meira en 800 ljósubörn Það er svo margt sem er skemmti- legt við starfið. Ég vinn með góðu samstarfsfólki og kynnist fólki á öllum aldri. Ég uppsker oft mik- ið þakklæti frá skjólstæðingum mínum og það gefur mér mikið. Í gegnum árin er maður oft að hitta aftur sama fólkið. Sem dæmi þegar ég var að vinna sem ljósmóðir tók ég aftur og aftur á móti börnum hjá sömu konunni, með einhverjum árum á milli, sem var algjör tilvilj- un. Ég á meira en 800 ljósubörn og ég fæ ennþá fréttir af sumum, sem er yndislegt. Sum þeirra eru börn ættingja og vina. Svo er ég kannski að sinna langömmu eða langafa í heimahjúkrun og skoða lang- ömmu- eða langafabarnið í ung- barnavernd, sem er mjög skemmti- legt. Það sem er mest krefjandi við starfið er þegar fólki líður mjög illa og það er erfitt að lina t.d. verki og andleg veikindi. Það er margt sem ég hef séð og orðið vitni að sem er mjög erfitt. Það hefur líka verið erfitt að hjúkra mikið veikum ætt- ingjum sem hafa legið banaleguna. Þá er maður bæði ættingi og starfs- maður, sem getur verið flókið. Skólahjúkrun og heimahjúkrun Hjúkrunarfræðimenntunin og starfið býður upp á óendanleg- an fjölbreytileika. núna vinn ég á heilsugæslunni í 90% vinnu og þar er unnið mjög fjölbreytt starf. Mitt starf þar skiptist þannig að ég vinn við skólahjúkrun og er með að- stöðu í Grundaskóla. Ég vinn svo þriðju hverja helgi í heimahjúkr- un og fer þá inn á heimili fólks og sinni þeim skjólstæðingum í þeirra umhverfi, þá er ég eins og gest- ur. Sem skólahjúkrunarfræðing- ur í Grundaskóla og Heiðarskóla, sem er mjög fjölbreytt starf, sinni ég m.a. skólaskoðunum, bólusetn- ingum og fræðslu og sinni börn- um sem meiða sig á skólatíma. Ég sit einnig fundi sem tengjast skóla- starfinu. Ég vinn líka í mæðraskoð- un og sinni ungbarnavernd, þar sem ég fer inn á heimili fólks sem er nýbúið að eignast barn. Það er oftast fólk sem ég hef hitt á með- göngunni og fæ að fylgjast með fjölskyldunni þar til barnið verður um níu vikna gamalt. Allt frá árinu 1988 hefur Sundfélag Akraness staðið fyrir útvarpsdag- skrá fyrstu helgina í aðventu und- ir nafninu Útvarp Akranes. Engin undantekning er á slíku í ár en út- varpað verður að þessu sinni dag- ana 29. nóvember til 1. desember. Í tilkynningu frá útvarpsstjórn seg- ir að venju verði boðið upp á fjöl- breytta dagskrá en undirbúning- ur er í fullum gangi þessa dagana. „Með Útvarpi Akraness hefst und- irbúningur jólanna af fullum krafti hjá mörgum Skagamönnum. Ef einhverjir vilja leggja til efni/hafa þátt, hafið þá samband við Sund- félag Akraness á netfangið sund- felag@sundflelag.com. „Á þeim árum sem Útvarp Akra- ness hefur verið starfrækt hefur fjöldi Akurnesinga og gesta kom- ið við sögu, ýmist sem þáttagerð- arfólk eða viðmælendur. Á síðustu árum hefur 5. bekkur grunnskól- anna verið með þátt í útvarpinu og eru sum barnanna nú vaxin úr grasi og komin með sitt hlutverk í samfé- laginu. Enginn vafi er á því að stór hluti af því efni sem flutt hefur ver- ið í útvarpinu er merkileg heimild um bæjarlífið á Akranesi auk þess sem þar er að finna margs konar skemmtilegan sögulegan fróðleik, sem mikilvægt er að varðveita,“ segir í tilkynningu. mm Á Vökudögum Akraneskaupstaðar hlaut Útvarp Akraness menningar- verðlaun Akraneskaupstaðar sem er kærkomin viðurkenning fyrir áratuga starf. Undirbúningur á fullu fyrir útsendingu Útvarps Akraness Lilja Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur á Akranesi ásamt dóttur sinni Bjarneyju Helgu Guðjónsdóttur, þegar sú síðarnefnda varð stúdent. Hjúkrunarfræðistarfið býður upp á endalausan fjölbreytileika Dagur í lífi hjúkrunarfræðings Einn dagur í lífi mínu getur sem dæmi litið svona út: Ég byrja daginn í Grundaskóla og við ólöf Lilja Lár- usdóttir hjúkrunarfræðingur gerum lífstílsmat á 4. bekk. Við mælum hæð og þyngd, tökum sjónpróf og lífstíl- smat þar sem við spyrjum spurn- inga sem meta m.a. hvernig börn- unum líður í skólanum, svefnvenj- ur, tannburstun og fleira. Svo sinni ég börnum sem hafa komið eftir að hafa meitt sig í skólanum. Ef það er eitthvað alvarlegt fara börnin niður á heilsugæslu. Klukkan eitt fer ég á nemendaverndarfund í Heiðarskóla og bóluset starfsfólk við inflúensu. Ég fer svo niður á Akranes þar sem ég fer í tvær vitjanir hjá nýfæddum börnum og fjölskyldum þeirra. Eftir það fer ég á heilsugæsluna og skrái það sem ég er búin að vera að gera, færi inn bólusetningar og vigtina á ungabörnunum. Ég fer eftir vinnu til mömmu minnar sem þarf oft aðstoð þar sem hún er 84 ára og á erfitt með að gera suma hluti sem við systkinin og dóttir mín aðstoð- um hana við. Seinni partinn fer ég í leikfimi hjá Ernu Sigurðardótt- ur, sem mér þykir alveg frábært og lykilatriði til að líða vel. Eftir tíu ár verð ég trúlega hætt að vinna og vona að ég eigi eftir að geta sinnt mínum áhugamálum. Lilja Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur Viltu efla þig og styrkja? Viltu styrkja mannauðinn og efla starfsemina? Ertu að hugsa um símenntun? Kíktu inn á nýja heimasíðu og skoðaðu hvort þú finnir ekki eitthvað við þitt hæfi. www.simenntun.is Námskeið Endurmenntun Fyrirtækjaráðgjöf SK ES SU H O R N 2 01 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.