Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 201942 Umhverfisviðurkenningar Akra- neskaupstaðar voru veittar nýver- ið og í flokki fallegra einkalóða var Brekkubraut 25 á Akranesi veitt viðurkenning. Þar búa hjónin Þóra Þórðardóttir og Helgi Helga- son og hafa gert undanfarin fjög- ur ár. „Þegar við fluttum inn var hér gamall og fallegur garður. Hér voru pallar og stétt, greinilega frá sitt hvorum tímanum, gamalt timb- urgróðurhús, rosalega fallegt en al- veg að fúna í sundur,“ segja Þóra og Helgi í samtali við Skessuhorn. „Það var greinilegt að hér hafði ver- ið ræktun og mikill garðaáhugi, því garðurinn var snyrtilegur og fínn. Fólk sem er ekki svona galið eins og við hefði bara haldið honum,“ segir Þóra létt í bragði. „Eftir eitt ár hérna hófumst við handa við að taka garðinn í gegn. Við vorum að endurnýja húsið að innan og vild- um drena með húsinu að utan. Til þess þurfti gröfu sem mokaði með- fram öllu húsinu og þá lá beint við að nýta tækifærið, taka pallana og stéttina, skipta um jarðveg og taka bara allt í gegn,“ segir Þóra. Helgi bætir því við að samhliða hafi þau notað tækifærið, lagt lagnir í bíl- skúrinn, heitan pott og leitt affall- ið frá húsinu í gróðurhúsið. „En þegar búið var að taka garðinn all- an upp var svo mikil rigning, þar- síðasta haust, að það var ekki hægt að halda áfram. Garðurinn var upp- vaðinn heilan vetur. En vorið eftir fengum við gröfuna aftur og héld- um áfram. Fyrsta verkið var bara að komast upp úr drullunni,“ segir Þóra og brosir. Allt heilt notað aftur Hjónin vildu nýta sem mest af því sem féll til við endurnýjun garðs- ins. Allt sem var heilt var notað aftur og hefur sitt hlutverk í nýja garðinum. „Við söfnuðum spýtun- um úr pallinum, naglhreinsuðum þær, hreinsuðum hellurnar sömu- leiðis og fengum gefins hellur úr öðrum garði,“ segir Helgi. „Þau tré sem voru felld voru söguð í eldi- við, greinar þurrkaðar og kurlað- ar. Við hentum engu efni sem hægt var að nota,“ segir Þóra. Þá keyptu þau sér nýtt gróðurhús, fóru í Um- búðamiðlun og fengu gefins gölluð fiskikör og röðuðu níu slíkum upp í miðjan garðinn. Helgi klæddi þau að utan með spýtunum úr gamla pallinum og þar er nú stór hluti af matjurtaræktun heimilisins. „Sumir héldu að við værum orðin klikkuð þegar við komum með hvert kar- ið á fætur öðru inn í garð,“ segir Þóra. „En þetta gerðum við til að lyfta beðunum, til að þurfa ekki að bogra yfir þeim, heldur getur mað- ur bara setið á kantinum,“ segir Helgi. Matjurtaræktunin er þann- ig í miðju garðsins, sem er óvenju- legt að sögn Þóru. „Yfirleitt er mat- jurtarækt höfð á bakvið þar sem enginn sér, en við erum með hana í miðjum garðinum,“ segir Þóra. Hringrásarkerfi Auk þess að hafa endurnýtt allt heillegt sem til féll við endurnýj- un garðsins stefna Þóra og Helgi að því að garðurinn verði eins sjálf- bær og mögulegt er. Allur lífrænn úrgangur sem fellur til á heimilinu og í garðinum er færður til moltu- gerðar, sem er í tunnu á bakvið gróðurhúsið. „Við erum að búa til hringrásarkerfi og markmiðið er að garðurinn verði sjálfbær. Við búum til okkar eigin moltu sem við setj- um undir allt sem við ræktum, sem er kannski skýringin á því af hverju allt vex svona rosalega eins og í sumar. Það eina sem við hendum er illgresið, en þó er ekki mikið af því vegna þess að við sækjum gæða- mold til Reykjavíkur. Við vinnum bæði fyrir sunnan og látum okk- ur hafa það að koma við í Gæða- mold af og til og kaupa almennilega mold,“ segir Þóra. „En við reynum að nýta allt sem til fellur, eins mik- ið og hægt er. Við viljum vera um- hverfisvæn,“ bætir hún við. Félagsskapur garðáhugafólks Fyrir tveimur árum stofnaði Þóra Garðyrkjudeild Akraness og gegn- ir formennsku þar, en deildin er undirdeild Garðyrkjufélags Íslands. „Við höldum tvo viðburði á ári. Á vorin er plöntuskiptadagur þar sem fólk kemur saman og skiptist á plöntum sem það ýmist hefur for- ræktað eða grisjað úr sínum garði. Það sem verður afgangs er sett í almenning sem hver sem er má koma og sækja í. Seinni viðburður- inn er garðaganga í ágúst. Þá hitt- umst við á ákveðnum stað, göngum á milli og skoðum nokkra garða,“ segir Þóra. „Þessi félagsskapur er vonandi kominn til að vera,“ segir hún. „Ef til stendur að koma upp nýjum og betri ræktunarstað á veg- um Akraneskaupstaðar. Þá er garð- yrkjudeildin reiðubúin að koma að því með einhverjum hætti. Af því við erum partur af Garðyrkjufélagi Íslands þá getum við fengið þaðan fræðslufulltrúa til að koma og leið- beina okkur. Það þarf að gera þetta almennilega svo fólk fái áhuga og fleiri fari að rækta ofan í sig,“ seg- ir hún. Hvetur til matjurtaræktunar Í matjurtagarðinum á Brekkubraut rækta Þóra og Helgi alls konar mat- jurtir; kúrbít og hvítlauk, paprikur, tómata, jarðarber, rifsber, sólber, hindber, klettasalat, brokkólí, spínat og krydd eins og myntu, steinselju og fleira. Liggur við að þau hjón- in séu hætt að fara út í búð á sumr- Hvetja alla til að rækta ofan í sig - rætt við Þóru Þórðardóttur og Helga Helgason á Akranesi Þóra Þórðardóttir og Helgi Helgason í garðinum sínum á Brekkubrautinni. Ljósm. kgk. Garðurinn á Brekkubraut 25 í miklum blóma í ágústbyrjun. Blómlegt í beðunum í lok maí. Gróðurhúsið sem Þóra og Helgi settu upp er kynt með affallinu frá íbúðarhúsinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.