Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 26
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 201926 Sker sker sig úr - Rætt við Lilju Hrund Jóhannsdóttur, veitingamann í Ólafsvík Veitingarstaðurinn Sker er staðsett- ur milli hafnarinnar og aðalgötunar í ólafsvík, í húsnæði sem áður hýsti Landsbankann. Staðinn rekur ung kona að nafni Lilja Hrund Jóhanns- dóttir. Rétt eftir að hún útskrifað- ist sem matreiðslumaður, fékk hún símtal frá föður sínum þess eðlis að hann og bróður hennar langaði að kaupa húsnæði fyrir vestan og opna veitingastað. „Fyrst hugsaði ég að ég væri alls ekki tilbúin til að opna veit- ingastað strax eða að fara út í eig- in rekstur aðeins 23 ára gömul. En hvernig segir maður nei við svona tækifæri,“ segir Lilja. Hana hafði alltaf dreymt um að flytja aftur heim en ekki vitað hvenær væri rétti tím- inn. En hún sér svo sannarlega ekki eftir þeirri ákvöðrun. „Ég myndi ekki vilja vera að gera neitt annað í dag,“ segir hún ákveðin. Lagað frá grunni Þema veitingarstaðins Skers er fersk- leiki. „Við erum þekkt fyrir að vera með góðan og ferskan fisk sem kem- ur beint úr Breiðafirði. Við viljum að viðskiptavinir okkar viti hvaðan hráefnið kemur. Svo lögum við allt sem við getum frá grunni sjálf. Öll brauð, sósur, olíur, kökur og já bara eiginlega allt,“ segir Lilja og heldur áfram: „ Sker hefur líka þann eig- inleika að þú getur komið og feng- ið þér allt frá pítsu yfir í góða steik. Ég vildi setja saman fjölbreyttan matseðil svo allir gætu fundið eitt- hvað við sitt hæfi og við alls konar tilefni.“ Lilja teygir anga sína út fyrir veggi veitingarstaðarins því Sker og Útgerðin í ólafsvík hafa verið í samstarfi. „Ég framleiði mat fyr- ir Útgerðina sem seldur er þar. Þar er lagt mikið upp úr hollustu og á bæði að vera hægt að borða hann þar á staðnum eða taka með sér. Ég hannaði matinn út frá því. Þar eru seldar vefjur, pasta, salat og sushi. Skemmtilegt samstarf sem hefur verið tekið vel í,“ segir Lilja. Hráefni úr héraði skarar fram úr Aðspurð um uppáhalds hráefni við matargerðina svarar Lilja að það komi úr héraði og er að sjálfsögðu ferski og góði fiskurinn. Fiskur sem oftar en ekki er veiddur af bróður hennar á bátnum sem pabbi þeirra á. „nú og ef ég á að nefna eitt- hvað annað hér þá er ég mjög hrif- in af salatinu frá Áslaugu á Lágafelli sem og kartöflunum hennar Stínu í Hraunsmúla,“ segir hún og held- ur áfram: „Svo er það auðvitað árs- tíðarbundni maturinn. núna erum við að hugsa um villibráð og jóla- mat. Erum í samstarfi við Varg- inn, hann Snorra Rafnsson. Hann veiddi hreindýrið og gæsirnar. Svo verð ég að fá að minnast á jóla- hamborgarann og jólapizzuna sem slógu í gegn í fyrra og margir bíða spenntir eftir.“ hs Lilja Hrund Jóhannsdóttir. Á borð borið.Lilja Hrund og Justyna Mikolaj Ondycz í eldhúsinu. Lilja Hrund Jóhannsdóttir. Veitingastaðurinn narfeyrarstofa í Stykkishólmi hefur verið í eigu hjónana Steinunnar Helgadótt- ur og Sæþórs Þorbergssonar síð- an árið 2001. Sæþór er matreiðslu- meistari og Steinunn einkaþjálf- ari svo það má segja að matur og næring sé þeim báðum hugleikin enda eru þau samheldin í rekstri og uppbyggingu staðarins. Und- anfarið hafa þau mikið unnið með bætta nýtingu lambakjöts og skoð- uðu meðal annars að kaupa sér sauðfjárbú og rækta þannig allt kjöt sjálf. Við tókum Sæþór tali. Kjötflokkun hverfur við ósýnilega línu í sláturhúsi „Við höfum alltaf unnið mikið með matvæli af svæðinu en ákváðum að láta á það reyna fyrir um það bil fimm árum hvort hægt væri að tengja veit- ingastað og sauðfjárbúskap saman. Helst með því að eiga bæði en ann- ars að versla beint við bændur í ná- grenni okkar. Við fengum Atvinnu- ráðgjöf Vesturlands og einnig Rann- sóknarmiðstöð landbúnaðarins í lið með okkur og það fóru tæp tvö ár í að henda tölum og hugmynd- um á milli,“ segir Sæþór. Kom það öllum á óvart að þessar forsendur, eign sauðfjárbýlis og veitingastaðar, hefðu aldrei verið skoðaðar. En upp- hafalega voru þau að skoða kaup á sauðfjárbýli þar sem hægt væri að að taka á móti hópum í skoðunarferðir, fræðslu og að bjóða veitingar af býl- inu. „Það kom í ljós í þessari vinnu að þetta væri mögulegt og reyndar leit nokkuð vel út. Talið var óhætt að fjárfesta fyrir allt að 100 milljón- um til að koma þessu af stað,“ seg- ir hann. En ekki varð af jarðarkaup- um, forsendur gengu því miður ekki upp. En þau dóu ekki ráðalaus og fóru í sauðfjárrækt með ættingjum og héldu kindur á Berskerkseyri um tíma. Þannig kynntust þau því kerfi sem sauðfjárbændur búa við. Sæþór heldur áfram: „Þetta er alveg stóru- ndarlegt kerfi má segja, því hluti af því er merkilega gott. Til dæm- is gæðastýringin sem hefur stórbætt ræktum og var bændum lofað hærra verði fyrir betri flokkun í sláturhúsi. Féð er flokkað eftir flokkun E, U, R, O og P er úrkast einungis vinnslu- hæft. Fituflokkun er frá 1 og upp í 7 og vigt fylgir hverjum skrokki. Þessi flokkun fylgir skrokknum inn að ósýnilegri línu á gólfinu í sláturhús- inu. Eftir það verður allt kjöt að einu ríkislambi. Við veitingamenn getum ekki pantað kjöt eftir kjötflokkun og fitugerð,“ segir Sæþór. Í samstarf við bændur Eftir að þau uppgvötvuðu hvernig heimtaka hjá bændum virkar fóru þau að versla við bændur í nágrenn- inu. „Við fáum hvern skrokk sagað- an í sjö hluta og kjötið merkt eft- ir kjötflokkun, fitu og vigt. Þann- ig getum við flokkað allt kjöt- ið eftir því í hvað við viljum nota það. Við náum svo að nýta allan af- skurð í hamborgara sem við gerum sjálf. Erum einungis með 200 gr lambaborgara sem hafa vakið mikla lukku,“ segir Sæþór. Auka verðgildi lambakjötsins „Ef við skoðum verðlagningu á lambasteikum þá eru þær í kring- um 4.800 krónur og hamborgarar í kringum 2.500 kr. Við erum með 14 steikur úr lærum, fimm steik- ur úr hryggnum, fjórar steikur úr frampörtunum og um 12 ham- borgara úr afskurði. Við erum þá að tala um 110.400 kr. fyrir steik- urnar og 30.000 kr. fyrir hamborg- ara af einum skrokk. En til að þetta gangi upp þarf að vera til aðstaða með tækjabúnaði til að vinna kjöt- ið sem og þekking á vinnsluaðferð- um. Þá er ég ekki að reikna kostn- að við annað hráefni sem fer á disk- inn með lambakjötinu né vinnuna sem fer í að úrbeina,“ segir Sæþór. Það er greinilega hægt að marg- falda verðgildi lambsins með réttri vinnslu og til gamans má geta þess að nú eru þau hjón að prófa sig áfram með þurrhangið (dry aged) lamba innralæri sem verður látið verkast í allt að 30 daga áður en það er eldað. Það gæti hækkað þessar tölur enn frekar. hs/ Ljósmyndir: Anna Melsteð/ Anok. Arður af einu lambi Veitingamenn á Narfeyrarstofu vilja auka verðgildi lambakjötsins Ljúffengur lambakjötsréttur hjá Narfeyrarstofu. Narfeyrarstofa í hjarta Stykkishólms. Hjónin Steinunn og Sæþór, eigendur Narfeyrarstofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.